miðvikudagur, október 13, 2004

Nýlegar uppgötvanir:

Yahoo!Messenger er stórhættulegt forrit. Sérstaklegt er pool leikurinn viðsjálverður en kotran og skákin eru líka hættulegir tímaþjófar.

The Revenge of the Stepford Wives er ein versta mynd sem gerð hefur verið. Þó ekki eins vond og Highlander 2: The Quickening.

Stundum er nauðsynlegt að horfa á vondar myndir til að kunna að meta þær góðu - eða bara þær sæmilegu.

Á þremur vikum hefur raddsvið mitt stækkað um eina og hálfa áttund. Það er gott.

Ég kem aldrei til með að losna við fjandans raddæfingarlaglínurnar úr hausnum. Það er slæmt.

Stundum á maður bara að kýla á það og skella sér til útlanda. Best að hugsa ekkert um alla peningana sem maður á ekki. Á pantaðan miða til London þann 8. desember þar sem ég hef hugsað mér að heimsækja Skottu og haga mér sem ég væri 28 ára. Verð í Englandi í viku. Hver vill passa kettina?

Anna samstarfskona mín er að hlusta á "Mary" með Scissor Sisters í útvarpinu :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

yiminn! haga sér eins og 28 ára.. nei nú er ég hneykslaður..
hrdr