fimmtudagur, september 14, 2006

Mikið ofboðslega er ég fegin að þessi Rockstar vitleysa er búin. Loksins getur maður farið að stunda almennilegan svefn í miðri viku.

Það var vitað frá fyrstu viku að íslenskur sveitaballarokkari mundi ekki fitta inn í band með uppþornuðum amerískum glysgaurum (Tommy og Gilby - Jason virkar á annarri bylgjulengd) og því var aðalfjörið að fleyta honum fram í lokaþáttinn. Sem og tókst. Verði þeim vel að Lukasi. Ekki á ég eftir að hafa þolinmæði í að hlusta á þetta garg en það virðist vera sá regin munur á amerískri og evrópskri rokkstefnu að hafa skal það sem lúkkar betur - tónlistin má gjöra svo vel að troðast í aftursætið.

Stóra spurningin er svo hvað tekur við. Er það ekki bara hin glimmrandi nýpússaða Stundin okkar? Tímasetningin svo óvenju svefnvæn og lögin víst skemmtilega kunnugleg.

Og til hamingju Rannveig og Kjartan með nýju dótturina!

Engin ummæli: