föstudagur, október 31, 2003

Ég held ég sé búin að fá botn í þessi hnerraköst mín. Ég fór ósköp vel með mig þegar ég kom heim í gær; klæddi mig vel og lá undir teppi uppi í sófa fram eftir kvöldi. Fór meira að segja tiltölulega snemma að sofa. Síðan í morgun leið mér bara vel og kenndi mér einskis mein. Kom í vinnuna - var búin að vera hér í tíu mínútur þegar ég byrjaði að hnerra á fullu aftur. Rann loksins upp fyrir mér lítið ljós. Ég hnerraði ekkert eftir vinnu í gær og ekkert heima hjá mér í morgun en um leið og ég kem hingað byrjar fjörið á ný. Það er auðvitað verið að rífa niður veggi og setja upp nýja við hliðina mér. Gipsryk liggur yfir öllu ásamt fullt af öðrum skemmtilegum efnum. Ég er einfaldlega með ofnæmi. Sem eru gleðitíðindi. Held ég. Flensan er a.m.k. ekki á leiðinni eins og er.

fimmtudagur, október 30, 2003

Er fá þetta líka fína kvef. Hef beðið alltof lengi eftir þessu tækifæri. Hnerra stanslaust og finn nefnið stíflast meira og meira með hverri mínútunni. Var teymd inn í eldhús áðan og látin teyga einhvern ókennilegan vökva úr dökkri glerflösku með austur-evrópskum merkingum. Er komin með nýtt bragð á listann minn - beint fyrir neðan brauðsúpuna og Whiskey. Þetta átti að lækna öll mein en ég hnerra eftir sem áður. Ætli ég fái flensuna líka? Ég krossa fingur og tær og bíð spennt!

mánudagur, október 27, 2003

Það er úr mér allur bloggvindur. Mér datt ekki einu sinni í hug að lesa einhver blogg yfir helgina - hvað þá að skrifa sjálf. Mesta dramað í mínu lífi snýst nú í kringum skanna sem vill ekki leggja lag sitt við vinnutölvuna mína. Tölvan er réttum gír, búin að fá sér glansandi nýjan driver og komin í allar viðeigandi stellingarnar. Hún bíður spennt. Skanninn hins vegar þráast við. Mig grunar að hann sé eitthvað móðgaður yfir því að hún skellti í sig drivernum eftir hann var tengdur við hana. Það er víst harðbannað. Ég hef margreynt að setja inn driverinn og tengja svo skannann en hann virðist vera orðinn afhuga tölvunni minni og hún honum. Það verður ekkert farsælt hjónaband í dag. Að minnsta kosti ekki af mínum völdum. Sú ákvörðun hefur því verið tekin að fá reyndar sambandslækni inn til að setja upp réttu stillingarnar og strúka viðkvæm egóin. Eitthvað á hann víst að geta gert til að koma þeim báðum í stuð - lumar sennilega á kröftugu tölvu-Viagra.

föstudagur, október 24, 2003

Mér er sagt að ég eigi að biðja um launahækkun í dag. Ég sé það svo gerast. Ekki það að ég vilji ekki launahækkun. En ... ég fékk þessa líka svakalegu launahækkun upp á heilar 3000 kr. fyrir nokkrum mánuðum og veit upp á hár hver viðbröðin yrðu: "Ekki séns." Verð ég ekki bara að fá mér aðra vinnu? Hvaða vinnuveitandi mundi vilja ráða mig á mannsæmandi launum?

En ég er nú ekki alveg að beila á þessari Feministaviku. Ætla að mæta kl. 4 og hlusta á fangor leiklesa með stæl. Síðan í kvöld; Idol og áfengi. Þarna eru öll mín flóknu plön komin í hnotskurn.

mánudagur, október 20, 2003

Úff - ég stefni hraðbyr í "Letibloggari Mánaðarins." En ekki rita nafn mitt bikarinn alveg strax. Ég sé að ég er ekki sú eina í lægð. Enda er við því að búast. Blogggleðin kemur og fer - hugsanlega tengd gangi himintunglanna eða dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Nú finn ég hana færast yfir á ný. Um stundarsakir að minnst kosti.

Nú keppist landinn við bólusetningar. Inflúensufaraldu ku vera á leiðinni og ógnar heilsu og vellíðan landsmanna. En það er önnur og mun lævísar vírus á kreiki. Þennan vírus, af JW stofni, er erfitt að einangra og enn erfiðara að bólusetja gegn. Hann velur sér smitbera af kostgæfni og lætur þá um að vinna alla vinnuna fyrir sig. Til allrar hamingju smitast hann ekki í gegnum öndunarfæri heldur er nauðsynlegt fyrir tilvonandi sjúklinga að sitja, nær hreyfingalausir í 43 mínútur á meðan hann nær almennilegum tökum á fórnarlambinu. Smitberarnir sjálfir eru yfirleitt hvað verst farnir af sjúkdómnum og ekki færir um að taka yfirvegarðar ákvarðanir. Einkennin lýsa sér sem algjör missir á sjálfstæðum vilja, nær stanslaus eftirvæntingar tilfinning og löngun til að smita aðra. Enn sem komið er hefur þessi vírus ekki náð hættulegri útbreiðslu en þar sem engin lækning finnst og engin bólusetningaleið þekkt önnur en sú að neita að sitja kjurr í þessar 43 mínútur er hætta á að árið 2056 verði öll heimsbyggðin undirlögð. Hvað er til ráða spyrjið þið og ekki nema von. Besta leiðin til að komast hjá smiti er að varast smitberana. Það er rétt að útvortis einkenni eru engin - nema ef nefna skyldi brjálæðislegan glampa í augum og tilhneigingu til að þylja undarlegar frasa - en góð þumalputtaregla er að fylgjast með mögulegum smitberum á netinu. Þar kemur oftar en ekki þeirra sanna sýkta eðli í ljós. Það er skylda mín að tilkynna öllum sem kynna að vera í hættu að um þessar mundir geisar faraldur mikill á Vesturgötu. Íbúar á heimili þar hafa lagst allir sem einn og legst sóttin þungt á þá. Eins og gengur og gerist eru sjúklingarnir mis illa haldnir og er yngir karlmanni heimilisins vart hugað líf. Eins og fram hefur komið er engin lækning við Buffilia Vampiris Slayosis og er eina leiðin að senda styrkjandi hugsanir og leyfa sóttinni að ganga sitt skeið. Því þrátt fyrir allt er hægt að lifa með sjúkdómnum og sumum hefur jafnvel tekist að stunda vinnu og einföld félagsstörf. Dæmi eru meira að segja um að sjúklingar hafi eignast fjölskyldu. En hinn kaldi og sorglegi sannleikur er sá að á meðan fólkið lifir finnur það alltaf fyrir einkennunum og er jafnframt smitberar þessa stórhættulega sjúkdóms.

fimmtudagur, október 16, 2003

Þetta er það vinsælasta í dag:

godd

You are Form 1, Goddess: The Creator.


"And The Goddess planted the acorn of life. She cried a single tear and shed a single drop of blood upon the earth where she buried it. From her blood and tear, the acorn grew into the world."

Some examples of the Goddess Form are Gaia (Greek), Jehova (Christian), and Brahma (Indian). The Goddess is associated with the concept of creation, the number 1, and the element of earth. Her sign is the dawn sun.

As a member of Form 1, you are a charismatic individual and people are drawn to you Although sometimes you may seem emotionally distant, you are deeply in tune with other people's feelings and have tremendous empathy. Sometimes you have a tendency to neglect your own self. Goddesses are the best friends to have because they're always willing to help.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, október 15, 2003

Mmmm... miðvikudagur. Ég er farin að hafa sérstakar mætur á miðvikudögum. Þetta eru illa misskildir dagar. Fólk er ekki lengur endurnært eftir helgina á undan og varla að það grilli í þá næstu. Með réttu ætti miðvikudagur að vera hinn eilífi vinnuvikudagur. En ég get ekki verið sérstaklega neikvæð út í hann. Í fyrsta lagi er það sjónvarpsdagsskráin - gjörsamlega ekkert vitrænt í sjónvarpinu á miðvikdögum (Ztelpuztöð á Ztöð 2!!!) sem gerir það að verkum að ég er ekki bundin yfir þeim þrælameistara. Fæstir eru með stór og flókin plön eins og tíðkast um helgar. Enginn er að ætlast til þess að maður "geri eitthvað" - hvort sem þetta "eitthvað" er skemmtanalega eða hreinlætislegs eðlis. Maður er kominn yfir mesta þunglyndiskastið sem fylgdi því að vinnuvikan byrjaði aftur - ekki ennþá farinn að fyllast stressi yfir öllu sem þarf að gerast um helgina. Já mér líkar ágætlega við miðvikudaga.

Það er samt nóg að gera. Einn vinnufélaginn strunsar nú um gangana og æfir sig á gjallarhornið með nýútprentaðan undirskriftalista að vopni. Ráðherratæklingar verða stundaðar í hádeginu niðri á Austurvelli. Komi allir þeir sem unna rjúpnaveiðum og vandræðalegu brosi Sivjar.

Snorri Hergill ætlar aldrei að hætta að vera fyndinn og mun sanna það enn og aftur í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld.

Sjálf er ég að velta þessari stóru og erfiðu spurningu fyrir mér: Á ég eða á ég ekki að fara í jóga í hádeginu? Því ég nenni því eiginlega ekki. Ég ætti auðvitað að fara - þetta er síðasti tíminn. And yet...

mánudagur, október 13, 2003

Helgin var venju fremur svo syndsamleg ópródöktíf að ég skammast mín of mikið til að geta sagt frá henni.

Ég bakaði reyndar köku. Betty Crocker Brownies.

Ætti eiginlega ekki að segja frá því heldur.

fimmtudagur, október 09, 2003

þriðjudagur, október 07, 2003

Ég hef nýlega tekið upp á því að týna hlutum. Græni stuttermabolurinn sem ég klæddist í jóga í gær er horfinn. Ég finn hvergi strigaskóna mína og gleraugun mín hafa gufað upp.

Þetta er of mikið í einu til að geta verið tilviljun. Mig grunar skæða bakteríu um græsku. Bakteríu sem kemur af stað tímabundnu óminnisástandi þar sem sjúklingurinn felur eða jafnvel hendir þeim hlutum sem hann hefur í höndunum. Baktería þessi hefur að vísu ekki verið einangruð ennþá og engin mótefni finnast né lækning en þar sem ég uppgötvaði þennan stórhættulega sjúkdóm ætti ég að hafa áunnið mér rétt til að gefa honum nafn:

Tinea stuffis.

Og ég er fyrsta greinda fórnarlambið.

mánudagur, október 06, 2003

Ég var að spá...

... hversu vinsælt ætli það sé að mæta í jógatíma til virkjunarandstæðings og hálendisverndara í Landsvirkjunar stuttermabol? Með mynd af stórri ljósaperu og stöfunum "lætur ljósið skína?" Ætli raforkan hafi einhver áhrif á lífsorkuna?

föstudagur, október 03, 2003

Heilræði dagsins

  


Úff - föstudagarnir geta ekki komið nógu fljótt þessa dagana. Er farið að leiðast það óskaplega að hanga fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn. Er einhver leið til þess að ég geti farið að kenna bókmenntir einhvers staðar? Var að aðstoða Jóhönnu Ýr við að skrifa ritgerð og komst að því að það er gaman að leiðbeina. Hmm... þyrfti kannski að næla mér í einhvers konar kennsluréttindi fyrst. 

Það lítur út fyrir að ég sé að fara til Svíþjóðar 8. nóvember og vera þar í heila viku. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að breyta miðanum eitthvað eða borga fyrir gistinu í Kaupmannahöfn. Þannig að sá draumur er búinn. Ég hef svosem komið nógu oft til Köben um ævina þannig að það ætti ekki að koma að sök. Hef hins vegar ekkert kynnst Svíþjóð. 

Kvöldið stefnir í Idol-gláp og spilamennsku - sennilega ekki á sama stað. Fortíðarsjúkir sambekkingar úr Való hafa verið að reyna að lokka mig á endurfundi sem eiga að eiga sér stað í kvöld (15 ár síðan ég hætti að þekkja fólkið sem ég þekkti í raun aldrei). Hugsa að ég fórni þeim fyrir hina fyrrnefndu skemmtun. Ég asnaðist til að mæta á 10 ára mótið og sá strax mikið eftir því. Þetta var alveg sama fólkið og ég var með í skóla - ótrúlegt hvað smá þroski getur í raun gert lítið fyrir gallaðan persónuleika. Þeir sem voru ekki í sambandkrísum eða að reyna að glæða loga fortíðarinnar voru annað hvort blindfullir að reyna við allt sem hreyfðist eða sýnandi barnamyndir öllum vildu ekki sjá. Mig langaði ekki að kynnast þeim fyrir 15 árum og því síður núna. Ég er afskaplega fegin að eiga aðra og miklu skemmtilegri vini.

fimmtudagur, október 02, 2003

Ég eyddi gærdeginu í félagsskap minnar ágætu mágkonu og fjölskyldu hennar. Mikið af góðum mat (mmm... burritos) og enn betri samræðum. Henni til heiðurs kemur því hérna minn listi yfir það sem ég hræðist mest - í engri vitrænni röð:

1. Jarðskjálftar - ég verð a.m.k. að vita að jörðin muni ekki kippast undan fótum mér
2. Að gefa blóð í blóðbankanum - ég skal leyfa læknum að stinga mig með nálum ef líf mitt liggur við en ég fer aldrei aftur inn í þennan pot- og pyntingarstað
3. Að drukkna - komst að því eftir misheppnaða rafting ferð niður Jökulsá eystri að það er ekki mjög gaman að drukkna næstum því
4. Tannlæknar - ekki svo mikið sársaukinn heldur vatnið sem safnast í kokinu og hótar að fara vitlaust ofan í mann og maður má ekki kyngja því þá lendir borinn úti í kinn
5. Marglyttur - oj
6. Að komast að því að það líf eftir dauðann - mér finnst það svo mikill óþarfi - tilhugsunin um óminni hins eilífa svefns er róandi. Lífið sjálft ætti að innihalda tilganginn - ekki einhver óræð, óviss og óhlutbundin tilvist.
7. Að vakna einn daginn sem Celine Dion aðdándi - ég er komin á rétta aldurinn!
8. Að missa ástvin - það er ömurlegt
9. Að missa hreyfigetuna og þurfa að eyða ævinni í stanslausum kvölum - getur ekki verið mjög skemmtilegt
10. Að vera föst á eyðieyju með Oasis - segir allt sem segja þarf

Það er saltfiskur í matinn. Er að hugsa um að skella mér.