þriðjudagur, september 23, 2003

Pirringur dagsins nr. 1

Þegar fólk nýtir skrifstofurými þitt sem kaffistofu

Ég er með prentara/fax/skanna/ljósritunarvél staðsetta á borði fyrir aftan mig. Yfirleitt er ég sú eina sem nota þetta apparat en aðrir á skrifstofunni hafa aðgang að því. Það er svosem allt í lagi - ég get vel þolað það ef fólk er að maukast eitthvað á bakvið mig rétt á meðan það brúkar tækið. Það sem ég þoli ekki er þegar það hangir þarna áfram og fer á tjattið við einhverja manneskju sem er nýkomin inn. Það hefur kannski ekkert vantalað mig enda er ég bara að vinnan vinnuna mína (eða blogga sem krefst nú ákveðinnar einbeitingar) og kemur í staðinn fram við mig eins og hvert annað skrifstofuhúsgagn. Ég bíð alltaf eftir því að einhver skilji kaffbollann eftir á hausnum á mér (í staðinn skilur það svo kannski kaffibolla eftir einhvers staðar í beinni lyktarlínu sem er lítið skárra - þoli ekki lyktina af köldu kaffi - viðbjóður). Bara vegna þess að mitt vinnusvæði er opið en ekki lokuð skrifstofa fyrirgeri ég víst öllum réttindum mínum og kröfu á virðingu. Ég sæi ekki nokkra aðra manneskju hérna þola það að fólk æddi inn á skrifstofurnar þeirra og héldi uppi hrókasamræðum um pólitík eða garðrækt án þess að virða það viðlits eða taka á nokkurn hátt tillit til þess.

Og hana nú!

Viðbót:
Mig langar í arkitektúrnám!

Engin ummæli: