miðvikudagur, mars 17, 2004

Bjart er yfir dölum, sól skín á heiði, snjórinn bráðnar á Esjunni og ég er að fá kvef og kverkaskít. Týpískt.

Krufði heimsmálin til mergjar ásamt Auði (og smá víni) í gærkvöldi. Niðurstaðan er sú að a) fólk er heimskt b) heimurinn er að fara fjandans til c) það borgar sig miklu frekar að búa í heimi sem mótaður er af hugsunum, tilfinningum og skoðunum Auðar heldur en mínum.

Eins og gefur að skilja taka svona rökræðu dágóðan tíma og lauk samdrykkjunni ekki fyrr en um eittleytið. Tókst mér síðan ekki að dröslast í rúmið fyrr en um hálfþrjú og kom það mér virkilega á óvart hvað ég var hress í morgun. Þakka ég hressilegum skammti af hvítvíni fyrir.

Það hlýtur því að teljast kaldhæðni örlaganna að eftir svona óábyrga þriðjudagskvöldstund með engum eftirköstum skuli ég vera að fá einhverja pest.

Já, nei! Ég harðneita að trúa á karma!

Engin ummæli: