miðvikudagur, maí 11, 2005

Ekki veit ég hvað er að koma fyrir erlenda dagskrárgerð hjá ríkissjónvarpinu en það er allt af hinum góða. Ekki nóg með að óvenju mikið magna af gæðaþáttum hefur dúkkað upp í dagskránni upp á síðkastið heldur virðast það ætla að venda kvæði í óvæntan kross og endursýna erlenda þætti! Á dauða mínum átti ég von. Í kvöld verða fyrstu þrír þættirnir af Lost endursýndir í einni bunu og ef einhverjir hafa verið að barma sér fyrir að hafa misst af þessum mikilvægu fyrstu þáttum er nú gulluð tækifæri til að komast inn í þá.

Ég er hins vegar ekki að standa mig í sjónvarpsgeiranum. Sennilega hefur tölvuleysi undanfarnar þrjár vikur gert það að verkum að ég man ekki lengur eftir sjónvarpinu. Hef misst af bæði Survivor og America's Next Top Model tvær vikur í röð (og sá endursýninguna af Suvivor í gær fyrir einskæra tilviljun.) En það sem allra verst er, er að ég steingleymdi hinum bráðskemmtilega samnorræna Eurovision þætti síðasta laugardag. Fór bara allt í einu að spá í þessu í dag og til allra hamingju er hann endursýndur kl. 16:05 í dag (þrefalt húrra fyrir endursýningarstefnu ríkissjónvarpsins!) Sem þýðir að ég fer heim á slaginu 16:00. Get ekki beðið eftir að verða ósammála þeim öllum.

Engin ummæli: