mánudagur, júlí 06, 2009

Ég held að Móri sé búinn að ákveða að vera innköttur. Honum finnst þetta "úti" ágætlega spennandi og í gær eyddi hann dágóðum tíma þar. Borðaði fullt af grasi. Gubbaði því á eldhúsgólfið. Í dag skildi ég eftir opið út á meðan ég fór út með ruslið og hann sýndi enga tilburði til að fara nokkuð. Lúrir núna á peysunum mínum og virðist svakalega sáttur við lífið. Ég er þá ekki að neyða hann til neins.

Er heldur ekki að neyða sjálfa mig til neins. Nýt þess bara að hanga heima og hafa engin verkefni ókláruð hangandi yfir hausnum. Fólk er sífellt að spyrja mig hvenær ég fer í frí en mér er eiginlega alveg sama. Þetta er hið raunverulega frí. Áhyggju- og stresslausir dagar. Skiptir þá engu þótt ég eyði helmingnum af þeim tíma í vinnunni. Ég er alveg jafn áhyggju- og stresslaus þar. Það er skelfilega rólegt í Reykjavík þessa dagana. Svo margir annað hvort í ferðalögum, á Egilsstöðum eða í barneiginum. Nú þegar ég hef loksins samvisku til að hitta fólk eru flestir farnir og restin sennilega búina að gleyma tilvist minni. Ef einhver les þetta: Halló! Ég heiti Ásta og býð í heimsókn nótt sem nýtan dag (vantar góða afsökun fyrir allshera tiltekt)!

Halldór og fjölskylda eru nú flutt aftur heim frá Danmörku en samt soldið eins og þau hafi flutt út aftur því framvegis munu þau búa í Vestmannaeyjum. Nokkurn veginn jafn dýrt að fljúga þangað en gengið er vísu aðeins hagstæðara.

Engin ummæli: