þriðjudagur, október 13, 2009

Hvað er svo í gangi núna? Skyldi Mangi trúa? Það er auðvitað fullt í gangi. Nema hvað.

Margt smátt endaði farsællega - þrefalt húrra fyrir því. Mér tekst enn að sneiða framhjá svínaflensu svo og öðrum pestum. Ánægjuefni. Er að tækla einleikjanámskeið hjá Hugleik þessa dagana og það er ekkert nema gaman. Afraksturinn verður sýndur 1. nóvember. Svo ætlum við Júlía, Siggi og Tóró að skrifa heilt leikrit um rokkhljómsveitir og Hugleikur ætlar að setja það upp. Það er auðvitað lang skemmtilegast. Já og New York um jólin.

Framtíðin bara býsna björt. Sem er kannski írónískt í ljósi titils þessa bloggs. Talandi um heimsendi - þótt ég viti mæta vel að 21. desember árið 2012 verið tíðindalítill (fyrir utan tilraunir mínar til að ná mér eftir epískt fyllerí fertugsafmælisins þann tuttugasta) og ber frekar dempaðar væntingar til gæða stórslysamynda yfirleitt (og Roland Emmerich mynda sérstaklega) er ég nokkuð spennt fyrir 2012:



Eyðing heimsins og Adam Lambert. Held það sé ekki til betri samsetning með poppkorninu :D

Engin ummæli: