sunnudagur, október 14, 2012
fimmtudagur, júlí 01, 2010
Fyrir réttum tveimur mánuðum síðan mætti Auður til mín og sagði "Eigum við að gefa út menningartímarit? Núna? Í sumar?" og ég sagði bara jájá og við tók ótrúlega lærdómsríkt tímabil er við reyndum að finna út hvernig í fjandanum maður fer að því að smíða heilt tímarit frá grunni án þess að hafa gert það áður og algjörlega úr eigin vasa. Útkoman er þessi:
Spássían kemur úr prentun upp úr hádegi og fer strax í dreifingu hjá Pennanum. Heimasíðan er í smíðun en einfaldasta útgáfa af vefsíðu sem sést hefur síðan 1997 er komin upp (gerð alfarið á notepad).
Ég er búin að fá ca. 12 taugaáföll bara í vikunni og sér ekki fyrir endann á.
En þetta er samt svolítið gaman :)
Spássían kemur úr prentun upp úr hádegi og fer strax í dreifingu hjá Pennanum. Heimasíðan er í smíðun en einfaldasta útgáfa af vefsíðu sem sést hefur síðan 1997 er komin upp (gerð alfarið á notepad).
Ég er búin að fá ca. 12 taugaáföll bara í vikunni og sér ekki fyrir endann á.
En þetta er samt svolítið gaman :)
sunnudagur, maí 02, 2010
Gosh. Hugleikur - eða öllu heldur sýningin Rokk - vann titilinn "athyglisverðasta áhugasýningin" þetta árið.
Þannig að við förum aftur í Þjóðleikhúsi. Það losnar bara ekki við okkur :)
Í umsögn dómnefndar segir:
ROKK er kröftug sýning þar sem leikur og tónlist njóta sín sérlega vel í skemmtilegri blöndu af gamni og alvöru. Sögusviðið er æfingarými sem tvær hljómsveitir deila með sér án þess að þekkjast nokkuð fyrir. Önnur er hefðbundin karlahljómsveit, hin kvennahljómsveit, en sambýlið leiðir fljótlega af sér margháttaða togstreitu og kostuleg atvik, og auðvitað er ástin fljót að fara á kreik við þessar aðstæður. Persónur hljómsveitarmeðlimanna eru dregnar skýrum og skemmtilegum dráttum, ekki síður en dularfulli uppgjafarpopparinn og húsnæðiseigandinn, sem virðast fylgja í kaupunum. Tónlistarflutningurinn er góður og kraftmikill og í heildina ROKK leikfélagsins Hugleiks bráðskemmtileg, fjörug og hugmyndarík leiksýning.
Í nefndinni voru Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Friðrik Friðriksson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Ég er enn í ekki svo vægu sjokki.
Ef það var ekki fyrir þá er nú augljóslega skyldumæting.
Þannig að við förum aftur í Þjóðleikhúsi. Það losnar bara ekki við okkur :)
Í umsögn dómnefndar segir:
ROKK er kröftug sýning þar sem leikur og tónlist njóta sín sérlega vel í skemmtilegri blöndu af gamni og alvöru. Sögusviðið er æfingarými sem tvær hljómsveitir deila með sér án þess að þekkjast nokkuð fyrir. Önnur er hefðbundin karlahljómsveit, hin kvennahljómsveit, en sambýlið leiðir fljótlega af sér margháttaða togstreitu og kostuleg atvik, og auðvitað er ástin fljót að fara á kreik við þessar aðstæður. Persónur hljómsveitarmeðlimanna eru dregnar skýrum og skemmtilegum dráttum, ekki síður en dularfulli uppgjafarpopparinn og húsnæðiseigandinn, sem virðast fylgja í kaupunum. Tónlistarflutningurinn er góður og kraftmikill og í heildina ROKK leikfélagsins Hugleiks bráðskemmtileg, fjörug og hugmyndarík leiksýning.
Í nefndinni voru Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Friðrik Friðriksson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Ég er enn í ekki svo vægu sjokki.
Ef það var ekki fyrir þá er nú augljóslega skyldumæting.
fimmtudagur, apríl 29, 2010
Ef þú ert ekki nú þegar búin(n) að sjá Rokk þá mæli ég eindregið með að þú drífir þig. Frábært skemmtun og alvöru rokk. Ég myndi mæla með þessari sýningingu þótt ég væri ekki einn af höfundum :)
Uppselt á fyrst tvær, uppselt á 4. sýningu og örfá sæti laus á 3. (í kvöld) og 5. (lokasýningu.) Sem þýðir að það er í raun uppselt en við bókum aðeins yfir það sem salurinn tekur því það vill brenna við að fólk afpanti á síðustu mínútu eða mæti bara ekki og þá er leiðinlegt að hafa vísað fólki frá. Það er alltaf hægt að bæta við nokkrum stólum.
Já og svo verða tvær aukasýningar 13. og 14. maí.
Ég hefði auðvitað átt að vera löngu búin að plögga sýninguna. Hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Ég hef bara verið soldið annars hugar. Eldhúsið mitt er loksins að skríða saman; innréttingin komin upp, öll helstu tæki komin í hús og í þessum rituðu orðum á dúkari að vera á fullu að leggja dúk á gólfið. Svo er nóg að gera á Brautargengi og í Tónó.
Talandi um... getur einhver bent á laust skrifstofuhúsnæði - kannski 15-20m2 - fyrir sem minnstan pening? Það er kominn alvarlegur brett-up-ermar tími.
Uppselt á fyrst tvær, uppselt á 4. sýningu og örfá sæti laus á 3. (í kvöld) og 5. (lokasýningu.) Sem þýðir að það er í raun uppselt en við bókum aðeins yfir það sem salurinn tekur því það vill brenna við að fólk afpanti á síðustu mínútu eða mæti bara ekki og þá er leiðinlegt að hafa vísað fólki frá. Það er alltaf hægt að bæta við nokkrum stólum.
Já og svo verða tvær aukasýningar 13. og 14. maí.
Ég hefði auðvitað átt að vera löngu búin að plögga sýninguna. Hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Ég hef bara verið soldið annars hugar. Eldhúsið mitt er loksins að skríða saman; innréttingin komin upp, öll helstu tæki komin í hús og í þessum rituðu orðum á dúkari að vera á fullu að leggja dúk á gólfið. Svo er nóg að gera á Brautargengi og í Tónó.
Talandi um... getur einhver bent á laust skrifstofuhúsnæði - kannski 15-20m2 - fyrir sem minnstan pening? Það er kominn alvarlegur brett-up-ermar tími.
mánudagur, mars 15, 2010
Yfirdrottnararnir hafa talað: ekkert fésbúkk í vinnunni. Eða msn og þessháttar dót.
Olræt. Þá bloggar maður bara.
Er fortíðarrúnkið ekki ennþá í tísku?
Af sjálfri mér er það að frétta að ég er byrjuð á Brautargengisnámskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð og síðan munum við Auður stofna fyrirtæki í kringum starfsemi okkar. Þessi starfsemi hefur hingað til takmarkast við útvarpsþáttagerð en mun von bráðar fara að færa sig upp á skaptið. Við höfum s.s. ákveðið að við erum frábærar og ætlum að byggja okkar rekstur á þeirri hugmynd. Bókmenntafræðingar í sókn. Námskeiðið mun aðstoða við að slípa til viðskiptahugmyndina og byggja upp grundvöll fyrir rekstri. Og þannig er málum háttað hér á bæ.
Annars eru 2007 gleraugum að gagnast á ýmsum vettvöngum því ég er byrjuð á eldhúsyfirhalningunni loksins með aðstoð hins nýuppgötvaða Ella frænda sem sérhæfir sig í slíkri vinnu. Páskarnir munu fara í niðurrif og málningarvinnu og svo verð ég vonandi komin með almennilega eldhúsinnréttingu (uppþvottavél!) rétt eftir páska.
Talandi um páska. Þá fæ ég páskaegg. Lítið. Fram að því er ég hætt að borða sykur og allt það sem inniheldur sykur í óþarfa magni. Einnig óþarfa fitu. Sjáum svo hvað setur. Á námskeiðinu er manni kennt að líkur þess að áætlanir standist aukist um 100% ef maður skrifar þær niður.
Síðan ætla ég að verða rík og hamingjusöm.
Olræt. Þá bloggar maður bara.
Er fortíðarrúnkið ekki ennþá í tísku?
Af sjálfri mér er það að frétta að ég er byrjuð á Brautargengisnámskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð og síðan munum við Auður stofna fyrirtæki í kringum starfsemi okkar. Þessi starfsemi hefur hingað til takmarkast við útvarpsþáttagerð en mun von bráðar fara að færa sig upp á skaptið. Við höfum s.s. ákveðið að við erum frábærar og ætlum að byggja okkar rekstur á þeirri hugmynd. Bókmenntafræðingar í sókn. Námskeiðið mun aðstoða við að slípa til viðskiptahugmyndina og byggja upp grundvöll fyrir rekstri. Og þannig er málum háttað hér á bæ.
Annars eru 2007 gleraugum að gagnast á ýmsum vettvöngum því ég er byrjuð á eldhúsyfirhalningunni loksins með aðstoð hins nýuppgötvaða Ella frænda sem sérhæfir sig í slíkri vinnu. Páskarnir munu fara í niðurrif og málningarvinnu og svo verð ég vonandi komin með almennilega eldhúsinnréttingu (uppþvottavél!) rétt eftir páska.
Talandi um páska. Þá fæ ég páskaegg. Lítið. Fram að því er ég hætt að borða sykur og allt það sem inniheldur sykur í óþarfa magni. Einnig óþarfa fitu. Sjáum svo hvað setur. Á námskeiðinu er manni kennt að líkur þess að áætlanir standist aukist um 100% ef maður skrifar þær niður.
Síðan ætla ég að verða rík og hamingjusöm.
fimmtudagur, nóvember 19, 2009
Er ekki fínt að koma með nýja færslu á mánaðar fresti? Held mér takist samt að vera með afskastameiri bloggurum miðað við þróunina sem orðið hefur eftir að Facebook tók yfir lífi Íslendinga.
Sem er gott og blessað. Ekki þýðir mikið að slást við þróunina.
Þannig að ég bauð bara Kötu og Auði heim í sushi og meððí á þriðjudagskvöldi. Það mældist afskaplega vel fyrir.
Við Kata vorum að torga næstsíðustu bitnum áðan (enn 9 eftir). Ennþá jafn gómsætir.
Hamingja er sushi og góður félagsskapur.
Sem er gott og blessað. Ekki þýðir mikið að slást við þróunina.
Þannig að ég bauð bara Kötu og Auði heim í sushi og meððí á þriðjudagskvöldi. Það mældist afskaplega vel fyrir.
Við Kata vorum að torga næstsíðustu bitnum áðan (enn 9 eftir). Ennþá jafn gómsætir.
Hamingja er sushi og góður félagsskapur.
þriðjudagur, október 13, 2009
Hvað er svo í gangi núna? Skyldi Mangi trúa? Það er auðvitað fullt í gangi. Nema hvað.
Margt smátt endaði farsællega - þrefalt húrra fyrir því. Mér tekst enn að sneiða framhjá svínaflensu svo og öðrum pestum. Ánægjuefni. Er að tækla einleikjanámskeið hjá Hugleik þessa dagana og það er ekkert nema gaman. Afraksturinn verður sýndur 1. nóvember. Svo ætlum við Júlía, Siggi og Tóró að skrifa heilt leikrit um rokkhljómsveitir og Hugleikur ætlar að setja það upp. Það er auðvitað lang skemmtilegast. Já og New York um jólin.
Framtíðin bara býsna björt. Sem er kannski írónískt í ljósi titils þessa bloggs. Talandi um heimsendi - þótt ég viti mæta vel að 21. desember árið 2012 verið tíðindalítill (fyrir utan tilraunir mínar til að ná mér eftir epískt fyllerí fertugsafmælisins þann tuttugasta) og ber frekar dempaðar væntingar til gæða stórslysamynda yfirleitt (og Roland Emmerich mynda sérstaklega) er ég nokkuð spennt fyrir 2012:
Eyðing heimsins og Adam Lambert. Held það sé ekki til betri samsetning með poppkorninu :D
Margt smátt endaði farsællega - þrefalt húrra fyrir því. Mér tekst enn að sneiða framhjá svínaflensu svo og öðrum pestum. Ánægjuefni. Er að tækla einleikjanámskeið hjá Hugleik þessa dagana og það er ekkert nema gaman. Afraksturinn verður sýndur 1. nóvember. Svo ætlum við Júlía, Siggi og Tóró að skrifa heilt leikrit um rokkhljómsveitir og Hugleikur ætlar að setja það upp. Það er auðvitað lang skemmtilegast. Já og New York um jólin.
Framtíðin bara býsna björt. Sem er kannski írónískt í ljósi titils þessa bloggs. Talandi um heimsendi - þótt ég viti mæta vel að 21. desember árið 2012 verið tíðindalítill (fyrir utan tilraunir mínar til að ná mér eftir epískt fyllerí fertugsafmælisins þann tuttugasta) og ber frekar dempaðar væntingar til gæða stórslysamynda yfirleitt (og Roland Emmerich mynda sérstaklega) er ég nokkuð spennt fyrir 2012:
Eyðing heimsins og Adam Lambert. Held það sé ekki til betri samsetning með poppkorninu :D
föstudagur, október 02, 2009
Ég var eitthvað að tuða yfir Kiljunni í föstudagskaffinu hér í vinnunni og þótti yfirmanninum lítið til skoðanna minna koma. Hann stakk upp á því ég væri bara með minn eigin bókmenntaþátt fyrst ég þættist vita svona mikið um málið.
Lítið mál að redda því.
Næsta sunnudag á Rás 1 ...
Ástarsögur af rithöfundum
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
1. þáttur.
Flutt: sunnudagur 4. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 7. október 2009 kl. 20.30
2. þáttur.
Flutt: sunnudagur 11. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 14. október 2009 kl. 20.30
Lítið mál að redda því.
Næsta sunnudag á Rás 1 ...
Ástarsögur af rithöfundum
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
1. þáttur.
Flutt: sunnudagur 4. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 7. október 2009 kl. 20.30
2. þáttur.
Flutt: sunnudagur 11. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 14. október 2009 kl. 20.30
miðvikudagur, ágúst 26, 2009
Það kannast allir við pýramídasvikamyllur. Þær falla saman þegar allir eru farnir að frétta af þeim.
Það sama á við um hið týpíska góðæri. Þegar sauðsvartur almúginn (það er þú og ég lesandi góður) heldur að hann geti hagnast á því - með gjaldeyrislánum og hvaðeina vitleysu - er það þá þegar búið.
Bara muna það næst.
Þessi viskusteinn er soldið seinn að fatta og er í boði manna sem heita Hannes.
Það sama á við um hið týpíska góðæri. Þegar sauðsvartur almúginn (það er þú og ég lesandi góður) heldur að hann geti hagnast á því - með gjaldeyrislánum og hvaðeina vitleysu - er það þá þegar búið.
Bara muna það næst.
Þessi viskusteinn er soldið seinn að fatta og er í boði manna sem heita Hannes.
þriðjudagur, júlí 28, 2009
Það ku vera algengur síðsumarkvilli að fá skyndilegi ógeð á heimili manns og langa til að gera stórfelldar breytingar á því. Að öðrum kosti flytja eða kveikja í.
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
mánudagur, júlí 06, 2009
Ég held að Móri sé búinn að ákveða að vera innköttur. Honum finnst þetta "úti" ágætlega spennandi og í gær eyddi hann dágóðum tíma þar. Borðaði fullt af grasi. Gubbaði því á eldhúsgólfið. Í dag skildi ég eftir opið út á meðan ég fór út með ruslið og hann sýndi enga tilburði til að fara nokkuð. Lúrir núna á peysunum mínum og virðist svakalega sáttur við lífið. Ég er þá ekki að neyða hann til neins.
Er heldur ekki að neyða sjálfa mig til neins. Nýt þess bara að hanga heima og hafa engin verkefni ókláruð hangandi yfir hausnum. Fólk er sífellt að spyrja mig hvenær ég fer í frí en mér er eiginlega alveg sama. Þetta er hið raunverulega frí. Áhyggju- og stresslausir dagar. Skiptir þá engu þótt ég eyði helmingnum af þeim tíma í vinnunni. Ég er alveg jafn áhyggju- og stresslaus þar. Það er skelfilega rólegt í Reykjavík þessa dagana. Svo margir annað hvort í ferðalögum, á Egilsstöðum eða í barneiginum. Nú þegar ég hef loksins samvisku til að hitta fólk eru flestir farnir og restin sennilega búina að gleyma tilvist minni. Ef einhver les þetta: Halló! Ég heiti Ásta og býð í heimsókn nótt sem nýtan dag (vantar góða afsökun fyrir allshera tiltekt)!
Halldór og fjölskylda eru nú flutt aftur heim frá Danmörku en samt soldið eins og þau hafi flutt út aftur því framvegis munu þau búa í Vestmannaeyjum. Nokkurn veginn jafn dýrt að fljúga þangað en gengið er vísu aðeins hagstæðara.
Er heldur ekki að neyða sjálfa mig til neins. Nýt þess bara að hanga heima og hafa engin verkefni ókláruð hangandi yfir hausnum. Fólk er sífellt að spyrja mig hvenær ég fer í frí en mér er eiginlega alveg sama. Þetta er hið raunverulega frí. Áhyggju- og stresslausir dagar. Skiptir þá engu þótt ég eyði helmingnum af þeim tíma í vinnunni. Ég er alveg jafn áhyggju- og stresslaus þar. Það er skelfilega rólegt í Reykjavík þessa dagana. Svo margir annað hvort í ferðalögum, á Egilsstöðum eða í barneiginum. Nú þegar ég hef loksins samvisku til að hitta fólk eru flestir farnir og restin sennilega búina að gleyma tilvist minni. Ef einhver les þetta: Halló! Ég heiti Ásta og býð í heimsókn nótt sem nýtan dag (vantar góða afsökun fyrir allshera tiltekt)!
Halldór og fjölskylda eru nú flutt aftur heim frá Danmörku en samt soldið eins og þau hafi flutt út aftur því framvegis munu þau búa í Vestmannaeyjum. Nokkurn veginn jafn dýrt að fljúga þangað en gengið er vísu aðeins hagstæðara.
fimmtudagur, júní 11, 2009
Á morgun held ég norður í öndvegi íslenskra dala og þykist vera leikritaskáld í 10 daga. Það verður eflaust erfitt og gaman - alveg eins og í fyrra. Nema núna þarf ég galdra fram leikrit í fullri lengd *gúlp*
Á sama tíma rembust við Auður við að klára útvarpsþátt nr. 2 - hann verður tekinn upp í fyrramálið og er svo gott sem tilbúinn (og upplýsingar um þættina má nálgast hér). Þannig að það er allt á réttu róli. Nema hvað ég er ekki komin með pössun fyrir Móra litla. Hann er - ennþá a.m.k. - bara inniköttur og alltof lítill í sér til að ég vilji skilja hann einan eftir í íbúðinni (nágranni er búinn að bjóðast til líta eftir honum). Og ég get ekki séð að það sé betri lausn að loka hann inni í búri í Kattholti og borga fyrir það fúlgu fjár. Það er bara meira en að segja það að biðja fólk um að taka ókunnan og snaróðan kettling inn á heimilið. Hann er reyndar ofboðslega kelinn og góður - nema þegar ég hef verið mikið í burtu. Þá ertu tekin æðiskost um íbúðina og vei því sem verður á hans vegi. Rafmagnssnúrur fá sérstaklega að kenna á því. Núna á stuttu tíma er ég búin að tapa handfrjálsabúnaðinum fyrir símann, hleðslutækinu, flakkaranum og heimasímanum í kattarginið. Allt þunnar snúrur eða tengt þunnum snúrum sem liggja nú í bútum. Ég þarf greinilega annað hvort að fara að vera meira heima eða hleypa honum út svo hann geti étið mýs og spörfugla. Svona áður en hann verður nógu stór til að ráða við almennilegar snúrur með almennilegu rafmagni.
Á sama tíma rembust við Auður við að klára útvarpsþátt nr. 2 - hann verður tekinn upp í fyrramálið og er svo gott sem tilbúinn (og upplýsingar um þættina má nálgast hér). Þannig að það er allt á réttu róli. Nema hvað ég er ekki komin með pössun fyrir Móra litla. Hann er - ennþá a.m.k. - bara inniköttur og alltof lítill í sér til að ég vilji skilja hann einan eftir í íbúðinni (nágranni er búinn að bjóðast til líta eftir honum). Og ég get ekki séð að það sé betri lausn að loka hann inni í búri í Kattholti og borga fyrir það fúlgu fjár. Það er bara meira en að segja það að biðja fólk um að taka ókunnan og snaróðan kettling inn á heimilið. Hann er reyndar ofboðslega kelinn og góður - nema þegar ég hef verið mikið í burtu. Þá ertu tekin æðiskost um íbúðina og vei því sem verður á hans vegi. Rafmagnssnúrur fá sérstaklega að kenna á því. Núna á stuttu tíma er ég búin að tapa handfrjálsabúnaðinum fyrir símann, hleðslutækinu, flakkaranum og heimasímanum í kattarginið. Allt þunnar snúrur eða tengt þunnum snúrum sem liggja nú í bútum. Ég þarf greinilega annað hvort að fara að vera meira heima eða hleypa honum út svo hann geti étið mýs og spörfugla. Svona áður en hann verður nógu stór til að ráða við almennilegar snúrur með almennilegu rafmagni.
miðvikudagur, maí 13, 2009
Þá er bara komið að því. Síðasti atriðið á dagskrá. Tónheyrn, píanópróf, söngpróf og mastersritgerð í höfn og aðeins frumsýningin eftir. Næsta föstudag. Ca. 20 vansvefta leikarar og 7 hljóðfæraleikarar stíga á stokk og flytja (endur)frumsaminn söngleik eftir hugleikskri uppskrift. Sjá nánar hér.
HUGLEIKUR FRUMSÝNIR Ó, ÞÚ AFTUR
Hugleikur frumsýnir "Ó, þú aftur" eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins föstudaginn 15. maí kl. 20.
Að hugleikskum sið leikur tónlist stórt hlutverk í sýningunni, en höfundar hennar eru Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilmarsson, Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson.
Klassísk ástarsaga
Um er að ræða klassíska ástarsögu sem byggir á persónum og stefjum úr "Pilti og stúlku" eftir Jón Thoroddsen. Ungu elskendurnir Sigríður og Indriði verða ástfangin í sveitinni og einsetja sér að hittast í borginni að lokinni sláturtíð. Það gengur hins vegar ekki áreynslulaust fyrir sig, því þegar til borgarinnar er komið er svo ótal margt sem glepur, s.s. fjöldamótmæli, vængstífðir hrafnar, framandi skemmtistaðir, kynleg grös og alls kyns ólifnaður. Auk þess hefur önnur sveitastúlka, Gróa, augastað á Indriða og gerir allt til þess að koma í veg fyrir að ástfangna parið nái saman. Í örvæntingu sinni heldur Sigríður til Danmerkur til að hjúkra gömlum íslenskum presti meðan Indriði fer á sjóinn þess fullviss að hann finni aldrei stúlkuna sína aftur.
Miðasalan er í höndum Þjóðleikhússins á vefnum: www.leikhusid.is og í síma: 551-1200.
Sýningarplan:
1. Frumsýning föstudaginn 15. maí kl. 20 - UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 17. maí kl. 20
3. sýning miðvikudaginn 20. maí kl. 20
4. sýning föstudaginn 22. maí kl. 20
5. sýning sunnudaginn 24. maí kl. 20
6. sýning miðvikudaginn 27. maí kl. 20
7. sýning fimmtudaginn 28. maí kl. 20
8. sýning föstudaginn 29. maí kl. 20 - LOKASÝNING
HUGLEIKUR FRUMSÝNIR Ó, ÞÚ AFTUR
Hugleikur frumsýnir "Ó, þú aftur" eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins föstudaginn 15. maí kl. 20.
Að hugleikskum sið leikur tónlist stórt hlutverk í sýningunni, en höfundar hennar eru Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilmarsson, Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson.
Klassísk ástarsaga
Um er að ræða klassíska ástarsögu sem byggir á persónum og stefjum úr "Pilti og stúlku" eftir Jón Thoroddsen. Ungu elskendurnir Sigríður og Indriði verða ástfangin í sveitinni og einsetja sér að hittast í borginni að lokinni sláturtíð. Það gengur hins vegar ekki áreynslulaust fyrir sig, því þegar til borgarinnar er komið er svo ótal margt sem glepur, s.s. fjöldamótmæli, vængstífðir hrafnar, framandi skemmtistaðir, kynleg grös og alls kyns ólifnaður. Auk þess hefur önnur sveitastúlka, Gróa, augastað á Indriða og gerir allt til þess að koma í veg fyrir að ástfangna parið nái saman. Í örvæntingu sinni heldur Sigríður til Danmerkur til að hjúkra gömlum íslenskum presti meðan Indriði fer á sjóinn þess fullviss að hann finni aldrei stúlkuna sína aftur.
Miðasalan er í höndum Þjóðleikhússins á vefnum: www.leikhusid.is og í síma: 551-1200.
Sýningarplan:
1. Frumsýning föstudaginn 15. maí kl. 20 - UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 17. maí kl. 20
3. sýning miðvikudaginn 20. maí kl. 20
4. sýning föstudaginn 22. maí kl. 20
5. sýning sunnudaginn 24. maí kl. 20
6. sýning miðvikudaginn 27. maí kl. 20
7. sýning fimmtudaginn 28. maí kl. 20
8. sýning föstudaginn 29. maí kl. 20 - LOKASÝNING
miðvikudagur, apríl 29, 2009
Mitt í allri geðveikinni gerðist eitthvað óhugsandi. Ég hætti að horfa á sjónvarp. Allir mínir uppáhaldsþættir hafa smám saman dottið út af skylduáhorfslistanum og nú er eiginlega bara einn eftir: American Idol. Enda með öllum önnunum er það fullt starf að fylgjast með þeirri maskínu sem þessi eini þáttur er. Sýndur tvisvar í vikur (og hægt að horfa í "real time" á netinu ef maður veit hvar á að leita) og svo endalaust magn af spekúlasjónum, samsæriskenningum og hysteríu. En vel þess virði:
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)