fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Úff - það hefur verið þeytingur á manni þetta sumar. Fyrst skólinn, svo Tenerife og síðast Neata hátíðin í Lettlandi. Ég held ég sleppi því að skrifa ferðasögun þar sem ég hef verið skikkuð til að rita hana fyrir leiklist.is og mun bara linka í hana þegar að því kemur. Annars hefur Jenný gert henni ansi góðs skil á sínu bloggi.

Ég veit ekki hvort ég var undir þetta miklum áhrifum frá sorglegum lettneskum aðbúnaði eða skelfilegum húsgagnaverslunum sem ég slysaðist inn í þar í landi en eftir að ég kom heim hef ég verið uppfull af löngununum til að breyta og bæta heima hjá mér. Ég hef hent ca. 160000 tonnum af drasli, málað veggina í stofunni og keypt mér nýjan sófa og sófaborð. Þetta maníukast er alveg örugglega ekki búið en kannski í smá pásu í bili á meðan buddan jafnar sig.

Það er líka alveg spurning hvort undirmeðvitundin sé að reyna að koma mér undan því að skrifa leikrit sem ég var lofa upp í ermina á mér. Það verður allsherja afmælisþema hjá Hugleik næsta vetur; fyrst afmælistengd einþáttungasýning í nóvember og svo endurunnin söngleikjaútgáfa af gamla Hugleiksleikritinu "Ó þú" í mars með hátíðarsýningu á 25 ára afmælisdaginn og alles. Mér þykir líkleg að ég leikstýri í því fyrra - allt opið með það síðara. Það er bara stór spurningarmerki við það hvort afmæliseinþáttungur eftir mig rati í ört stækkandi pottinn (voru komnir þangað ca. 14 síðast þegar talið var). Það veltur auðvitað algjörlega á því að ég hætta að gera eitthvað allt annað.

Eins og t.d. Project Hundred. Sem ku hafa dottið niður í Project Fifty. Mér fannst þetta skemmileg hugmynd og ákvað að skella mér með í þetta - með því að fá lánaða vél úti í bæ. Maður bara reddar sér.