þriðjudagur, september 30, 2003Þessi kumpáni býr á desktoppnum mínum og unir sér vel.

Hann heitir Oddur.

Sjáið bara hvað hann er sætur og vinarlegur. Með rauðan bolta.
Heilræði dagsins

Þegar þreytan er þetta öflug er heilastarfsemi alveg í lágmarki og hugmyndir að bloggfærslum eftir því. Ég er umkringd rafvirkjum í dag sem keppast við að rífa og toga í leiðslur. Hef fengið upphringingar frá bæði konunni sem kallir mig elskuna sína og manninum sem kallar mig frú. Vinnuumhverfi mitt er ekki að örva mig á andlega sviðinu, ekkert verður úr vinnu og því sit ég og stari fram fyrir mig og tel mínúturnar þar til ég get farið heim, skriðið upp í rúm og aldrei skriðið fram úr því aftur.

Blah.


Viðbót:
Þeir eru byrjaðir að bora. Kill me. Kill me now.

mánudagur, september 29, 2003

Heilræði dagsins.

Jæja. Þetta var venju fremur róleg helgi. Við Auður tóku smá törn með vínflöskurnar á föstudagskvöldið en fórum samt snemma að sofa. Laugardagurinn fór í kaffihús + fjölskylduheimsókn og svo maraþon áhorf á 10th Kingdom heima hjá Nönnu. Þetta 7 tíma stórvirki fór misvel í fólk og það tíndist inn í rúm jafnt og þétt. Við Stebbi gerðum heiðarlega tilraun til svona 4 en þá skreið ég heim. Enda búin að sjá þættina áður.

Það merkilegasta sem gerðist í gær var að það rigndi svörtum ruslapokum fyrir utan stofugluggann minn. Bletturinn er nú þakinn tréspænum.

Mánudagar eru ekki vænlegir til vitræns bloggs og því ætla ég alveg að láta það vera að reyna að framkalla slíkt. Jóga var erfitt en afskaplega hollt og Skotta ætlar að elda dýrindis mat handa mér (og einhverjum öðrum) í kvöld. Nammi namm.

Over and out.

laugardagur, september 27, 2003

Ég þarf svo að þrífa heimilið mitt. Alveg makalaust hvað það er alltaf erfitt að byrja. Í staðinn sest maður niður og bloggar eða skríður upp í rúm og les blöðin í sjötta sinn. Annars væri ég miklu meira til í að þrífa íbúð einhvers annars. Bara ef ég þarf ekki að hugsa um eigin skít. Það er málið er það ekki? Það liggur einhvern veginn miklu betur fyrir manni að þrífa annarra manna íbúðir heldur en manns eigin. Sennilega vegna þess að maður veit að þegar maður fer frá skínandi hreinu og gljáfægðu híbýlunum mun maður ekki þurfa að horfa upp á listaverkið óhreinkað og útbíað - og þótt það gerist þá þarf maður ekki sjálfur að skrúbba sama blettinn aftur og aftur (svo er líka stundum gaman að hjálpa aðeins vinum sínum.)
Því finnst mér að koma ætti upp þrifhring. Hópur af fólki ætti að skiptast á að þrífa íbúðir hvors annars - kannski allsherjar hreingerningar einu sinni í mánuði. Á meðan þú hreinsar ofninn hjá Möggu er Magga að pússa silfrið hans Tóta á meðan Tóti hendir vínflöskunum hennar Ásu á meðan Ása raðar vídeóspólunum hennar Jónu á meðan Jóna brýtur þvottinn hans Stjána á meðan Stjáni vaskar upp fyrir þig. Og svo stokkast þessi röð upp mánuði síðar. Ég er að fá endalaust góðar hugmyndir. Skil ekki af hverju eitthvað þessu líkt hefur ekki komist í framkvæmd fyrr.
Hver vill kíkja í heimsókn og skúra? Ég skal þurrka af heima hjá þér!

fimmtudagur, september 25, 2003

Með haustinu færist fiðringur í kroppinn. Að því er virðist. Spunkhildur er að óska eftir félagsskap á laugardaginn og Siggaplebbi vill hitta fólk helgina þar á eftir.

Sjálf man ég ekki eftir neinum plönum á næstunni (fyrir utan kvöldið í kvöld) en er opin fyrir öllu. Einhvers staðar verður sennilega glápt á nýjustu hópáráttu Íslendinga - PoppÆdolið. Það er klukkutími á föstudagskvöldið. Síðan er ekki úr vegi að bregða sér í kaffi einhvers staðar á laugardeginu. Spurningin er bara sú hvort ég sé að gleyma einhverju. Himinhár aldur veldur minnisleysi og mér þætti vænt um ef ég væri látin vita af annars steingleymdum plönum fyrir næstu þrjá daga.

miðvikudagur, september 24, 2003

Gott að vera í jóga. Er búin að kaupa mér mánaðarkort í hádegistímana og svo er bara að sjá hvernig þetta virkar með sjúkraþjálfuninni. Verð ég kannski lokins orðin symmetrísk eftir mánuð?
Svo er ég miklu hrifnari af þessu heldur en brjáluðu eróbikktjútti þar sem allt gengur út á "BRENNA!! BRENNA!! SVÍÐA!! GRÁTA!! EMJA!! - til þess að geta loksins öðlast hinn fyrirheitna sixpakk. Alltaf einblínt á markmiðið en ekki leiðina þangað. Fyrir mér er markmiðið alltaf svo langt í burtu að það tekur því ekki að vera að leggja af stað - ekki fyrir þetta ferðalag. Hver mundi með réttu ráði borga fyrir það tækifæri að fá að draga 10 tonna hnullung með rasskinnunum upp Esjuna? Sérstaklega þegar það eru hverfandi líkur á að maður komist nokkurn tímann á toppinn.

Þá vil ég frekar fljóta í lífsorkunni, lifa í augnablikinu og blása úr annarri nös. Ég kann ósköp vel við tíma þar sem byrjað er á því að dreifa snýtubréfum.

þriðjudagur, september 23, 2003

Pirringur dagsins nr. 1

Þegar fólk nýtir skrifstofurými þitt sem kaffistofu

Ég er með prentara/fax/skanna/ljósritunarvél staðsetta á borði fyrir aftan mig. Yfirleitt er ég sú eina sem nota þetta apparat en aðrir á skrifstofunni hafa aðgang að því. Það er svosem allt í lagi - ég get vel þolað það ef fólk er að maukast eitthvað á bakvið mig rétt á meðan það brúkar tækið. Það sem ég þoli ekki er þegar það hangir þarna áfram og fer á tjattið við einhverja manneskju sem er nýkomin inn. Það hefur kannski ekkert vantalað mig enda er ég bara að vinnan vinnuna mína (eða blogga sem krefst nú ákveðinnar einbeitingar) og kemur í staðinn fram við mig eins og hvert annað skrifstofuhúsgagn. Ég bíð alltaf eftir því að einhver skilji kaffbollann eftir á hausnum á mér (í staðinn skilur það svo kannski kaffibolla eftir einhvers staðar í beinni lyktarlínu sem er lítið skárra - þoli ekki lyktina af köldu kaffi - viðbjóður). Bara vegna þess að mitt vinnusvæði er opið en ekki lokuð skrifstofa fyrirgeri ég víst öllum réttindum mínum og kröfu á virðingu. Ég sæi ekki nokkra aðra manneskju hérna þola það að fólk æddi inn á skrifstofurnar þeirra og héldi uppi hrókasamræðum um pólitík eða garðrækt án þess að virða það viðlits eða taka á nokkurn hátt tillit til þess.

Og hana nú!

Viðbót:
Mig langar í arkitektúrnám!

mánudagur, september 22, 2003

Helgin var viðburðarík ef róleg. Öllum helstu pólum góðrar helgar voru gerð skil og voru skipti óvenju jöfn:

Á föstudagskvöldið var áfengiskvótinn nýttur með aðstoð Auðar undir sjónvarpsglápi (Idol) og leikjaskipulagningu.
Laugardagurinn fór í að uppfylla fjölskyldu og íþróttaþarfir þar sem ég spilaði í fjöldatafli kvenna á Ráðhúsinu og heilsaði síðan um kvöldið upp á foreldrana og barnabarnið þeirra.
Sunnudagurinn var svo dagur mikillar menningar þar sem ég afrekaði það að fara þrisvar sinnum á kaffihús og horfa á alla "League of Extraordinary Gentlemen."

Geri aðrir betur.

föstudagur, september 19, 2003

Eiginkona vinnufélaga míns er búin að sitja inni í eldhúsi hérna á skrifstofunni í þrjú kortér og tala um herbalife og megrunarkúra. Eftir 20 mínútur flúði ég inn í vinnuna sem skyndilega fékk á sig þennan líka fína afþreyingarblæ. Það er gaman að fletta upp á viðföngum og tegundum! Allt er betra en eilífðarfyrirlestrarnir.

Herbalifesúkkulaði bragðast eins og kennaratyggjó.

Mér skilst að það standi til að sprella eitthvað í kvöld. Ég finn mig sem viljalaust verkfæri í höndum djammóðra kvenna og er það vel. Ætti kannski að hætta þessari vinnuvitleysu - ómurinn úr eldhúsinu berst hvort eð er til mín - og skella mér í ríkið. Rommbirgðirnar eru orðnar hættulega rýrar.

fimmtudagur, september 18, 2003

Fæðing að listaverki snemma í vor:


Ljótbjörg says:
  má ég senda þér dóna sögu? 
Ljótbjörg says:  hvernig spyr ég? http://www.michaelkelly.fsnet.co.uk/fnj.htm 
Ljótbjörg says:  ég er ekki mikið fyrir þetta slash fyrirbæri en mér fannst þessi nokkuð góð 
Fúlhildur says:
  Ég get ekki staðið í því að vera að klæmast endalaust í vinnunni, kona! 
Ljótbjörg says:
  af hverju ekki? 
Fúlhildur says:
  við skulum bara gera það í kvöld 
Fúlhildur says:
  klæmast hressilega 
Fúlhildur says:
  hehe 
Fúlhildur says:
  kasta fram hálfkveðnum vísum 
Fúlhildur says:
  eigum við ekki að hittast frekar snemma? 
Ljótbjörg says:
  jújú - hvenær varstu að spá? 
Fúlhildur says: 
svona 7 kannski 
Fúlhildur says:
  er að vinna í fyrramálið og vil kannski fara heim fyrir miðnætti - eins og öskubuska 
Ljótbjörg says:
  skil það 
Ljótbjörg says:
  þá á ég bara von á þér um sjöleitið 
Fúlhildur says: 
ok 
Ljótbjörg says:
  og komdu með hárkollu og myndavél 
Fúlhildur says:
  you pervert 
Fúlhildur says:
  hvað með hatt? 
Fúlhildur says:
  ,,you can leave your hat on" 
Ljótbjörg says:
  já ætlaði einmitt að stinga upp á hatti- áttu einhvern? 
Fúlhildur says:
  er komin í geðveikt stuð, orðin æst eftir söguna 
Ljótbjörg says:
 ;) 
Fúlhildur says:
  neeei engan hatt 
Ljótbjörg says:
  ekki ég heldur 
Fúlhildur says:
  úff 
Ljótbjörg says:
  hmm 
Fúlhildur says: 
við verðum bara að fótósjoppa hann á hausinn 
Ljótbjörg says: 
það ætti að vera vel hægt 
Fúlhildur says:  við erum svo snjallar 
Ljótbjörg says:
  ekkert smá - ég er búin að prófa míkrafóninn og finna forrit þannig að það virkar 
Fúlhildur says:
  vúú 
Fúlhildur says:
  söngstu eitthvað fallegt? woman in love? 
Fúlhildur says:
  við getum algjörlega fríkað út, sungið inn heilu ljóðabálkana 
Fúlhildur says:
  sungið stefnuskrána 
Fúlhildur says:
  við hvaða lag? 
Ljótbjörg says: 
við finnum út úr því 
Fúlhildur says:
  siggi var úti 
Fúlhildur says:
  ég þekki kátan krókódíl 
Ljótbjörg says:
  mér var reyndar að detta í hug að við gætum búið til hatt - smá pappi, skæri, heftari og fjólublátt efni... 
Fúlhildur says:
  föndra? 
Fúlhildur says:
  ja við getum reynt 
Fúlhildur says:
  en ef ég þekki mig rétt tekst mér að hefta fingurna á mér saman og klippa í nefið á mér 
Fúlhildur says:
  en það verður bara gaman 
Ljótbjörg says:
  nóg að gera 
Ljótbjörg says:
  Siggi var úti passar mjög vel við stefnuskrárljóðið 
Fúlhildur says:
  hún er sópran, eða hvað? 
Ljótbjörg says:
  ætli hún sé ekki mezzósópran 
Ljótbjörg says:
  eða kannski bara 1. sópran - og hefur gaman af að sýna hvað hún kemst hátt 
Fúlhildur says: 
now you lost me 
Fúlhildur says: 
en ég hugsa að það verði fyndnara ef ég reyni að syngja undir þínum leiðbeiningum 
Fúlhildur says: 
kannski ekki fallegt.... 
Fúlhildur says: 
svo getur karítas hjálpað
Fúlhildur says: 
ein sem vill afhjúpa tónlistarhæfileikana
Ljótbjörg says: 
við verðum sennilega að prófa okkur áfram - finna hvað hentar henni best


Mig dreymdi óvenjulega í nótt. Ég var nýkomin í fangelsi og átti að afplána 1 árs dóm fyrir glæp sem ég framdi en man ekki hver var. Fangelsið sjálft var ekki eins og í bíómyndum heldur minnti það meira á hótel eða heimavistarskóla - en fangelsi engu að síður. Draumurinn gekk út á það að ég var að reyna að koma mér fyrir og sætta mig við orðinn hlut. Reyna að komast inn í rútínu svo þessir 365 dagar gætu farið að líða. Mér leið samt ekki það illa við þurfa að afplána dóm fyrir einhvern glæp sem ég var sek fyrir. Það sem aðallega lagðist á sálina var að enginn vildi segja mér hvernig þessi staður virkaði. Ég gat ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað mætti og hvað ekki og hvað ég ætti og ætti ekki að gera. Þurfti því að þreifa mig áfram í blindi og reka mig á reglurnar. Mjög óþæglegt sem hafði þær afleiðingar að ég missti alla sjálfstjórn og öskraði yfir alla að enginn vildi segja mér neitt, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera o.s.frv. Stjórnandi fangelsins var mjög skilningsríkur (skilningsrík?) og fór með mig inn á skrifstofu að ræða málin. Og meira man ég ekki.

Er einhver sem treystir sér til að túlka þessar stórmerkilegu draumfarir? Er ég kannski búin að horfa aðeins of mikið á Oz? Fangelsið sem ég var í minnti á engan hátt á þann ágæta þátt. Í fyrsta lagi er ég kvenkyns. Nokkuð mikilvægur punktur finnst mér. Ég sá ekki eina glerhurð - engin eiturlyf, slagsmál, morð, nauðganir, presta eða söngleiki. Þau vandamál sem ég var að kljást við minntu í engu á þau vandamál sem oftast er fjallað um í Oz.

Annars er ég bara nokkuð sátt við lífið nú þegar ég er orðin frjáls sem fuglinn á ný. Árstíðirnar farnar að haga sér samkvæmt áætlun: loksins er komið almennilegt íslenskt veður - norðanátt, ískaldur vindur ásamt sól í heiði. Nú er ég aftur farin að kannast við mig á Íslandi. Ég er jafnvel farin að gera mér vonir um vetur búast við vetri!

Kannski lækkandi loftþrýstingur komi af stað þunglyndislegum draumförum?

I am Augustus Hill

Which Oz character are YOU?

miðvikudagur, september 17, 2003

Ætli það sé nokkur að lesa bloggið mitt? A.m.k. hefur enginn kommentað í viku.

En það er allt í lagi - þá tala ég bara við sjálfa mig.

Hef ákveðið að skella mér í jóga til hennar Ástu Arnar einhvern tímann á næstu dögum. Hún er staðsett í Borgartúni og er með hádegistíma sem er of fullkomið til að sleppa því. Kemur einhver með? Nei?

Við Auður hittumst í gær til að skipuleggja leikinn. Byrjuðum á því að mála okkur út í horn, hentum svo öllum sem við höfðum gert og byrjuðum upp á nýtt. Við vorum komnar með endalaust flókin fyrirmæli fyrir alltof margar persónur en í hinni nýju mynd verður þetta mjög einfalt. Stóra spurningin er bara hvort einhver á Twister. Á einhver Twister?

þriðjudagur, september 16, 2003

Fór og hitti hana Ausupausu á Svarta Kaffinu í hádeginu í dag. Starfsfólkið þar er nú ekkert að sálast úr þjónustulund. Þurfti að bíða í 20 mínútur eftir súpu! En ég hefði auðvitað átt að segja eitthvað fyrr en var svolítið annars hugar. Þannig er að það er komið nýtt plan. Nýtt plan fyrir nýtt partý: "The Lord of the Rings Roleplaying Shindig" (from the people who brought you The Ultimate Discworld Pub-crawl Roleplaying Game I and II TM). Þetta partý mun verða haldið einhvern tímann á næstu 30 dögum og reglurnar eru einfaldar. Hver gestur verður fyrirfram ákveðin persóna úr bókunum með smá baksögu, búningar eru skylda, áfengi hjálpar til og svo hittist fólk og fær nokkur létt fyrirmæli. Síðan verður meira áfengi.

Lengra eru við nú ekki komnar en munum hittast í kvöld og leggja línurnar og skipuleggja yfir okkur.

Og að því tilefni:


Sam's my fancy!
What's your fancy? Click here and tell the world!

mánudagur, september 15, 2003

Þá er afskaplega ströngu námskeiði lokið og ég orðin viðræðu- og blogghæf á ný. Sá tí­mi sem fór ekki í­ námskeiðið fór alfarið í afslöppun og svefn (og eitt fyllerí­). Nú þegar ég er byrjuð í­ vinnunni á ný er eins og ég sé komin í­ frí­. Smá reikningastúss og tölvuplokk - fer létt með það. Annars var þetta afskaplega gagnlegt námskeið og fóru flestir nemendur heim með það veganesti að a) þeir gátu miklu meira en þeir héldu að þeir gætu, b) hvernig ætti að undirbúa vinnuna og selja hugmyndirnar þjóskum leikstjórum c) lí­mbyssa reddar öllu. Annars var þetta námskeið uppfullt af allskonar sniðugum tipsum og nú þegar maður hefur öðlast smá verklag- og vit virkar búningahlutskiptið í leikhúsinu ekki jafn vanþakklátt og það hefur stundum gert.

miðvikudagur, september 10, 2003

Jæja - þá er hið stórmerkilega Gerva og búninganámskeið að hefjast og er fyrsti tíminn í kvöld. Næstu 4 daga verð ég svo upptekin við að klippa, líma, teikna og guð-má-vita-hvað og mun hvergi komast í návígi við tölvur nema heima hjá mér á kvöldin. Hætt er við því að bloggið verði fátæklegt og magurt fram yfir helgi.

Annars þarf ég að birgja mig upp af efni fyrir kvöldið - fékk nefnilega þennan skemmtilega póst:


Okkur langar að biðja ykkur að grípa með ykkur eftirfarandi til að hafa á námskeiðinu - bara það sem þið eigið - ekki kaupa neitt, það verður líka eitthvað á staðnum.

Leikhúsbækur
(je sjör - er að safna - nei annars á kannski eina)
Búningabækur (ahemm...)
Listasögubækur (einhvern tímann gaf ákveðin kona (*hóst*Auður*hóst*) mér lítið kver með gömlum ljósmyndum af hálf- ef ekki alnöktum karlmönnum - hvað ætli hafi orðið um hana?)
allskonar tímarit - líka sem má klippa niður - helling (ég á nokkur eintök af Lifandi vísindum)
Skæri (tjekk)
Lím (allt lím sem ég átti fór í hattinn góða - þarf að kaupa meira)
Liti - tré / vatns / túss... (eitthvað til í gestadótakassanum)
Myndir af eigin verkum (sem gerð voru eftir 12 ára aldur? umm...)


Held ég sé bara tilbúin í slaginn.

þriðjudagur, september 09, 2003

Ég er búin að uppgötva hinn fullkomna megrunarkúr! Þú einfaldlega deyfir tungu og kjálka nokkrum sinnum á dag og missir um leið alla lyst á mat. Kjálkinn verður aumur sem gerir alla tuggu erfiða og tungan breytist í skynlausan húðpoka sem minnir mest á slímugt lindýr og er ekki til að auka á aðdráttarafl matar. Hver er tilgangurinn með því að raða í sig dýrindis réttum á borð við nautasteik, súkkulaði, kartöfluflögur, pylsur, saltfisk, sushi, kjöt í karrí, pizzu með pepperoni, flatköku með spægipylsu, jarðaberjasjeik, gleym-mér-ei hamborgara, super nachos, tapas, makkarónur og ost, hamborgarahrygg og sviðasultu ef ekkert bragð finnst? Það hjálpar svo upp á að þegar ekki er hægt að finna mun á ljúffengum hrognum og eigin tungu getur verðið beinlínis stórhættulegt að borða og farsælast að sleppa því.

Næsta mál á dagskrá er að gera þessi deyfilyf lögleg fyrir almenning.

Við munum kannski minna á slefandi hálfvita en við verðum grannir slefandi hálfvitar!

mánudagur, september 08, 2003

Ekki búast við undrum og stórmerkjum á þessari síðu í dag (öfugt við aðra daga.) Ég var í sjúkraþjálfun í hádeginu, er meira eða minna dofin frá toppi til táar og við það að sofna ofan á reikningabunkanum.

Horfði aftur á "Pirates of the Caribbean" í gær ásamt fangor, Jóni Geir og Steina. Þessi mynd var alveg jafn ágæt í seinna skiptið. Þessi spes heimaútgáfa kom líka með skemmtilegum zoom effektum sem vantaði alveg í bíóútgáfuna.

jack shiny
Duh. You are "But WHY's the rum gone?!"
You're not the smartest one in the bunch, but
you're sweetly appealing and you don't let
disappointment get to you. Everybody
identifies with you, because let's face it, why
IS the rum gone?


Which one of Captain Jack Sparrow's bizarre sayings from Pirates of the Caribbean are you?
brought to you by Quizilla


föstudagur, september 05, 2003

Þetta er ekki baðherbergið mitt en svipað að stærð og kræsileika áður en framkvæmdir hófustLoksins! Loksins fæ ég að misnota aðstöðu mína sem ríkisstarfsmaður! Fyrirtækið sem ég starfa hjá á víst heil ósköp af notuðum en vel með förnum salernum og vöskum og ekki einn af þeim er bleikur! Þar sem ekki er mikill markaður fyrir notaðar græjur af þessu tagi er þessum hlutum iðullega hent og ég get því bara farið og valið nýja - og hvíta - keramiskbrunna í kjallarabaðherbergið. Gratís. Lifi spillingin!
Aaahhh - ég braut tönn! Andskotans, djöfulsins, helvítis ... Sirka 1/4 af yfirborði eins jaxl er horfinn og ég á ekki tíma hjá tannlækni fyrr en á þriðjudaginn. Þarf að tyggja með hægri þangað til því taugarnar eru allar berar og aumar :(

Sjúkraþjálfunin hefur haft þau áhrif að ég sef alla daga. Sofnaði um sexleytið í gær og svaf í einn og hálfan tíma og var svo farin að sofa kl. hálftólf í gær sem er kraftaverk fyrir mig. Held samt að þessi meðferð sé að hafa einhver áhrif - finnst ég ekki alveg jafn bólgin.

En í skemmtilegri fréttum þá skellti ég mér í leikhús í gær og sá loksins Grimmsævintýri hjá Leikfélagi Kópavogs. Mikið gaman - þótt vantað hafi hálftíma í sýninguna (sem er stytt vegna leikferðar sem félagið er að fara í). En ég hef eina spurningu: eins og sést á myndinni sem ég tók af heimsíðu leikfélagsins er Toggi að spila á fagott. Mér fannst hann bara spila á óbó! Er ég orðin svona athyglisskert af tannpínu og svefndrunga að ég þekki ekki muninn á fagott og óbó eða er hér brögð í tafli? Hmmm...

fimmtudagur, september 04, 2003

Var að koma úr sjúkraþjálfun. Ekkert nema þreyta og slappleiki. Vil heim að sofa!

Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz...............
Eitt í viðbót og svo er ég hætt ... í bili.

What is Your Destiny? by Valcion
Name
Color
Birthday
DestinySavior of the human race
Date when you fufill your destinyJune 26, 2003
Created with quill18's MemeGen!


Hmm... hvað var ég eiginlega að gera 26. júní? Þetta var fimmtudagur - daginn áður en jazzhátíðin byrjaði - ég var stödd fyrir austan. Vorum við að tjalda í stofunni eða gerðist það seinna? Kannski Ísfólkið og MasterMind hafi fangað alla mína athygli. Í öllu falli hef ég augljóslega verið mjög upptekin þennan dag og ekki mátt vera að því að bjarga mannkyninu. Ég biðst innilegrar afsökunar. Í alvöru. Þetta gerist ekki aftur.

miðvikudagur, september 03, 2003

Þessi meme eru sniðug - ég líka búa til :)


Fangelsisdómur þinn by asta
Nafn
Hvenær ertu handtekin(n)?July 28, 2028
Hvað færðu margra ára dóm?25
Hvaða glæp fremurðu?Stelur rifsberjum úr öllum görðum Þingholtsins
Hvernig vegnar þér inni?Ert með fangaverðina í vasanu - gegn smá greiða
Hvernig vegnar þér eftir afplánun?Pabbi reddar þér bankastjórastöðu
Created with quill18's MemeGen!

þriðjudagur, september 02, 2003

Hvenær mun ég ... mun ég finna frægð?
Ég get ei svarað ... get ei svarað því.

Þetta hins vegar ...

F A M E by spazyspag
Name:
Youre famous for:Acting
You get famous:March 18, 2052
You make $$ per/year:$319,497,889,993,464
Do people like you?48901954 People think you rock.
Dead/Alive:Dead
Created with quill18's MemeGen!


Ég sé þetta núna - það mun taka 49 ár að fullkomna leikhæfileika mína og þegar ég drepst loks úr þreytu og andlegu álagi 79 ára að aldri næ ég heimsfrægð fyrir hlutverk mitt í Börn náttúrunnar 2: ógnvætturin á elliheimilinu (leikstýrt af mjög hrumum Lars von Trier). Afkomendur mínir eyða svo næstu 26 árum í að slást um trilljónirnar (!) í réttarsölum landsins og ég verð afskaplega fegin að vera dauð.
Á meðan ég man þá vil ég þakka bróður mínum og mágkonu fyrir að eignast þennan hérna:

Gísli HrafnÞykir alveg ótrúlega vænt um þetta barn.
Var að bilast á geði sökum hreyfingarleysis og þráláts mjaðmameins og dreif mig í sjúkraþjálfun. Hallelúja! Næstu vikur má finna mig í Gáska í Bolholti að láta mér batna á fullu. Var farin að finna fyrir þrá eftir líkamsrækt og þá er nú ástandið orðið ansi slæmt.

mánudagur, september 01, 2003

Já var það ekki? :)

Thu ert nornin


Hvada persona ur Astriki ertu?
brought to you by Quizilla


Vei - litla kisan er komin í leitirnar. Nýi fíni leigjandinn minn hringdi áðan og sagði að Lísa hefði komið inn í kjallarann. Hún lokaði köttinn þar inni og þegar ég kom að sat Lísa stjörf og í losti uppi í gluggakistu. Stóri heimurinn víst alltof stór. Ég þurfti að toga hana úr glugganum með afli en þegar við komum upp vildi hún ekki að haldið yrði á sér. Ég þurfti því að sleppa henni til að opna dyrnar en hún fór ekkert heldur beið á meðan og mjálmaði og kvartaði hástöfum - eins og þetta væri mér að kenna. Sem það var auðvitað - ég opnaði jú gluggann sem hún svo skreið út um. Ég á þetta illa hannaða hús með of mjóum gluggasillum sem ekki er hægt að snúa sér við á án þess að hrynja niður. Síðan um leið og ég opnaði dyrnar hentist hún inn og undir rúm. Á von á að sjá hana aftur einhvern tímann með vorinu.
Það er alltaf sama sagan þegar maður byrjar á einhverjum framkvæmdum. Allt í einu sér maður allt rykið í horninu - hið metafóríska svo og eiginlega ryk. Mestur tími um helgina fór í að skrapa málningu af sturtubotninu á meðan nágrannakona mín einbeitti sér að því að gera vaskinn þann hreinasta í heimi og losa hann við allan kísil. Við erum hugsanlega of smámunasamar. Svo lekur klósettið víst líka og ekki er hægt að mála gólfið fyrr en búið er að laga það og svona verða allar samræður við mig út þessa viku.

Í öðrum fréttum þá tókst mér að tapa öðrum kettinu. Lísa litla (áður Smeagle) stökk út um glugga kl. hálf fjögur í gær og hefur ekki sést síðan. Gabríel er hæstánægður og hefur ekki eytt jafn miklum tíma heima hjá sér í rúman mánuð. Nú fær hann loksins frið til að sofa. Eigingjarna kvikindi. Annars hafa bæst við tveir kvenmenn á þrítugsaldri í húsið og báðar virðast vera ástfangnar að honum og vilja ættleiða þannig að það væsir nú ekki um hann þótt Lísa flækist aðeins fyrir fótum hans.