mánudagur, maí 30, 2005

Ég gerði það loksins! Ég pantaði bústað á vegum stéttafélagsins. Þann 24. júní næstkomandi verður hægt að finna mig uppi í Biskupstungum að sleikja sólina ofan í rúmgóðum potti með bjór við hönd. Ætla að lifa letilífi þar í viku. Gestir velkomnir (á meðan pottapláss leyfir.)

fimmtudagur, maí 26, 2005

Góður nætursvefn gerir kraftaverk. Eftir afar ruglingslegar draumfarir um söngnám, Eurovision og geimverur vaknaði ég endurnærð í morgun hafandi látið undirmeðvitundina alfarið um að greiða úr geðshræringu gærdagsins. Talaði svo við kennarann minn áðan sem er rasandi yfir þessu hneyksli sem borgin skellti á alla tónlistaskóla núna nýlega. Já bara núna í þessari viku held ég. Tónó er víst ekki eini skólinn sem er að lenda í þessari vitleysu (Siggalára – Árni ætti endilega að tékka á Söngskólanum og athuga stöðuna.) Á meðan er ég orðin pollróleg á ný; ætla að taka námskeið í hljómfræði í júní og almennt að sníða mér stakk eftir vexti. Miðað við það fjaðrafok sem þessi ákvörðun borgarinnar virðist hafa valdið er aldrei að vita nema einhverjar breytingar verði gerðar. Maður ætti kannski að reyna að troða þessu í blöðin? Reyna að róta soldið í málinu?

Nú þarf ég bara að fá tölvuna mína á ný svo ég geti farið að skrifa allar þær greinar sem við Auður erum að plotta. Það verður ekkert elsku mamma get ég sagt ykkur ... Muahahaha! ;)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Ég er ekki í skapi til að fara út í einhverja ítarlega sálma. Hér er einfalda útgáfan: borgin breytti lögum um skóla. Nú þarftu að vera 25 ára ef þú vilt fara í söngnám í Tónlistarskóla Reykjavíkur (veit ekki með aðrar deildir.) Sem þýðir að mér er sparkað út áður en ég kemst inn. Og þannig er það :(

mánudagur, maí 23, 2005

Júróvisjón smjúróvisjón. Eins og ég hef nú gaman af uppákomunni og allri vitleysunni í kringum hana er ekki laust við að ég sé alltaf með soldið vont bragð í munninum eftir hverja keppni. Sérstaklega ef ómerkileg lög vinna. En það er allt í lagi. Ég verð búin að gleyma öllum slíkum smáatriðum að ári og eftir lifir aðeins minningin um partýið. Sem tókst með miklum ágætum. Við hittumst 10 heima hjá Nönnu og Jóni Geir, gáfum lögum stig eftir brjóstaskorum og partýgildi, drukkum bollu og súpu, stóðum sem klettur með Noregi og Moldavíu, lýstum yfir almennu frati á tónlistarsmekk Evrópu og heltum okkur út í Singstarkeppni. Það verður ekki frá honum tekið að sannur sigurvegar kvöldins var Gummi gítar fyrir ógleymanlegan flutning á Franz Ferdinand slagaranum "Take me out." Ég hef sjaldan verið jafn nálægt því að pissa á mig. Það skal tekið fram að Gummi hafði aldrei heyrt þetta lag áður. Eftir tvær umferði var setið og spjallað í smá stund og svo haldið heim á leið. Síðustu þrjú Eurovision kvöld hef ég afrekað það að sneiða algjörlega framhjá miðbænum. Er að spá í að gera það að hefð.

Var óvenju atorkusöm í gær - svo mjög að mér leist varla á blikuna. Sló allan garðinn, rakaði og tók saman. Gekk síðan niður í bæ, náði í bílinn og brunaði í mat til foreldranna. Þrátt fyrir lokkandi boð Nönnu að koma og spila Carcassonne ákvað ég að hanga heima og slappa af (enda þreytt eftir átökin) en fékk þá þá flugu í hausinn að hengja upp gluggatjöld. Sem ég þurfti fyrst að falda. Tókst að detta niður af stól á meðan ég var að vesenast við brautirnar og lenda utan í borðkanti á leið niður. Er með myndarlegan marblett á vinstri mjöðm og vott af bólgu. Sem er í raun hið besta mál því það kallast á við bólguna sem er ennþá á þeirri hægri og gerir mig vonandi bara symmetrískari. Eða hugsanlega hólóttari. Þannig að á miðnætti var stofuglugginn minn aftur orðinn blóðrauður og fólk getur hætt að villast á leið í heimsókn.

föstudagur, maí 20, 2005

Whee - fyrstu fimm mínúturnar af League of Gentlemen's Apocalypse :)

Maður þarf kannski að vera rétt stemndur fyrir þessa vitleysu, ég veit það ekki. Voru þættirnir ekki sýndir hérna einhvern tímann?
Ææ - útskúfuð frá úrslitakeppninni. Og Blaðið í dag stútfullt af girnilegum Júrótilboðum (sko ef Selma vinnur.) Ekkert við því að gera annað en að skemmta sér ærlega annað kvöld.

Ég kíkti heim til mágkonunnar í grill í gær. Halldór var ekki heima framan af þannig að við reyndum að tjónka við krakkana og grillið eftir bestu getu þar til vel var liðið á keppnina og við gátum sest til borðs (eða öllu heldur Jóhanna Ýr grillaði og ég sat í sófanum með bjór.) Þá var litli bróðir mættur og dýrindins matur snæddur. Gísli Hrafn stefnir í prýðis Júróspeking og var Noregur í miklu uppáhaldi hjá honum (og ... Rúmenía? Moldavía?) Hann hafði í öllu falli betra skynbragð á því hvaða lög voru líklega til að ná til fjöldans heldur en við hin. Sá ekki hvað honum fannst um íslenska lagið því Sigrún Ýr sá ástæðu til að reyna að keppa við Selmu og gólaði svo kröftulega með að ekki var nokkur leið að heyra í laginu nema með því að taka barnið upp og veit því smá athygli á meðan. Annars var aðalfókusinn á hatta og önnur höfuðdjásn og mikið spáð og spekúleraða í hárteyjur, spennur með stórum blómum (fylgir því að eiga 13 ára systur) og fyrrnefnda hatta:Við mágkonurnar (+ Auður í öðru bæjarfélagi) sammælgdumst um að kjósa Slóveníu og síðan var brunað á tónleika með Hrauni á Rósenberg. Þar var sveitin að halda upp á útgáfu á partýdiskinum Partý! og tókst af stakri prýði að spila 3 tíma prógram af eingöngu frumsömdu efni. Ég kom alltof seint heim og þrátt fyrir sáralitla áfengisneyslu líður eins og ég sé þunn. Sennilega svefnleysi að kenna. Nema ég sé ennþá að reyna að jafna mig á atriðinu frá Hvíta-Rússlandi.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Já ég held það bara:You scored as Existentialist. Existentialism emphasizes human capability. There is no greater power interfering with life and thus it is up to us to make things happen. Sometimes considered a negative and depressing world view, your optimism towards human accomplishment is immense. Mankind is condemned to be free and must accept the responsibility.


Cultural Creative

81%

Existentialist

81%

Postmodernist

81%

Modernist

63%

Materialist

56%

Romanticist

56%

Idealist

31%

Fundamentalist

25%

What is Your World View? (corrected...hopefully)
created with QuizFarm.com


Átti afskaplega afslappaða helgi - þrátt fyrir ófá bílavandamál. Spilaði skuggalega mikið af Carcassonne í boði Nönnu og Jóns Geirs og almennt jók á kynni mín við dvd safnið mitt. Fór í sakleysislegan göngutúr niður götuna mína í góða veðrinu á Hvítasunnunni í því skyni að ná í eina bók og endaði í kaffiboði úti í garði á Eyrarbakka. Í kjölfarið var rúllað yfir á Stokkseyri og heilsað upp á safn búklausra dýra.

Eftir því sem síast meira sumar í loftið langar mig meira og meira í frí. Ég væri jafnvel til í að gera eitthvað í garðinum. Ég er fallin frá öllum ráðagerðum um sumarbústaðaferðir (inn- sem erlendis) sökum áhugaleysis enda getur bara verið fínt að dóla sér í laugum og gönguferðum um borgina og dagsferðum um nærliggjandi sveitir. Það er a.m.k. planið í dag. Ég er hæstánægð með það og er bara farin að hlakka til.

föstudagur, maí 13, 2005

Mér er alveg hætt að lítast á blikuna. Allt sem ég á – allt sem ég nota – virðist vera að detta í sundur. Þau tæki sem ég kemst í nágrenni við gefa upp öndina í grunsamlega miklum mæli:

Tölva – biluð í bráðum fjórar vikur
Úr – datt í sundur
Bíll – vatnskassi dó
Vídeótæki – étur spólur af áfergju
Ristavél – kveikti í innstungu, sprengdi öryggi og dó

Allt hefur þetta gerst á innan við mánuði. Sími, sjónvarp og dvd spilari virka ennþá en ég er orðin nokkuð áhyggjufull. Ætli ég sé farin að gefa af mér einhverjar rafsegulbylgjur sem, tja, bræða málma og pilla plasthlífar af úrum? Ég er greinilega stórhættuleg og ætti að halda mig vandlega frá öllum iðnvæddum svæðum ef ég vil ekki valda stórslysi. Helst hefði ég vilja fara í bústað um helgina en mér finnst ekki líklegt að eitthvað losni úr þessu og svo fer ég ekki langt á biluðum bílnum. Þannig að; hvítasunnuhelginni verður eytt í eins miklu tækni-, tækja og tólaleysi og hægt verður að komast af með. Kannski bara uppi í rúmi með góða bók?

P.S. Þeir sem eru ekki búnir að því ennþá eru hérmeð beðnir fallega um að gjörasvovel að taka prófið um mig.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Vera með:

Ég útbjó þartilgert próf um sjálfa mig! Hvað veistu í raun mikið? Hérna geturðu svo tékkað á stigunum.


Það er svo helst í fréttum að ég fjárfesti í karókí disk í Bónus á 889 kr. Ykkur er hollast að óttast heimsóknir til mín í nánustu framtíð. "I will always love you" er þarna á.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ekki veit ég hvað er að koma fyrir erlenda dagskrárgerð hjá ríkissjónvarpinu en það er allt af hinum góða. Ekki nóg með að óvenju mikið magna af gæðaþáttum hefur dúkkað upp í dagskránni upp á síðkastið heldur virðast það ætla að venda kvæði í óvæntan kross og endursýna erlenda þætti! Á dauða mínum átti ég von. Í kvöld verða fyrstu þrír þættirnir af Lost endursýndir í einni bunu og ef einhverjir hafa verið að barma sér fyrir að hafa misst af þessum mikilvægu fyrstu þáttum er nú gulluð tækifæri til að komast inn í þá.

Ég er hins vegar ekki að standa mig í sjónvarpsgeiranum. Sennilega hefur tölvuleysi undanfarnar þrjár vikur gert það að verkum að ég man ekki lengur eftir sjónvarpinu. Hef misst af bæði Survivor og America's Next Top Model tvær vikur í röð (og sá endursýninguna af Suvivor í gær fyrir einskæra tilviljun.) En það sem allra verst er, er að ég steingleymdi hinum bráðskemmtilega samnorræna Eurovision þætti síðasta laugardag. Fór bara allt í einu að spá í þessu í dag og til allra hamingju er hann endursýndur kl. 16:05 í dag (þrefalt húrra fyrir endursýningarstefnu ríkissjónvarpsins!) Sem þýðir að ég fer heim á slaginu 16:00. Get ekki beðið eftir að verða ósammála þeim öllum.

föstudagur, maí 06, 2005

Ég bætti við link hérna til hægri. The Loa - mitt alter ego. Ég byrjaði á þessu live journal kroti fyrir tæpum tveimur árum og var pælingin sú að láta sem fæsta vita svo ég gæti verið nokkuð hreinskilnari þar heldur en hér. Þróunin hefur nú samt orðið sú að ég læt nokkurn veginn sams konar hluti flakka á báðum stöðum (þó aldrei alveg það sama) og virðist hálf kjánalegt að vera eitthvað að halda þessu leyndu. S.s. ég er með annað blogg (sem útskýrir að einhverju leyti af hverju þetta er svona rýrt) og er eini munurinn á því og þessu sá að ég skrifa þar eingöngu á ensku.

Vissu þetta kannski allir?
Prófin afstaðin - einkunnir komnar í hús og ekkert hægt að gera í niðurstöðunum að svo máli komnu. Enda engin ástæða til. Fékk 8 fyrir stigsprófið sem er víst alveg ágætt og 9,75 fyrir tónfræðiprófið sem er, að ég held, barasta dúx. Alltaf gaman að slíku.

Held áfram að reyna að endurvinna framtíðarplön og það nýjasta á dagskrá er að við Auður ætlum að stofna einkaspæjarabissness (þá getum við njósnað um fólk án þess að þurfa að skrifa um það áhugaverðar og upplognar greinar) og við Nanna ætlum að stofna hljómsveit (upphitunarband fyrir Hraun! sem samanstendur eingöngu af grúppíum og spilar bara tvö lög.) Ef mér leiðist ekki tek ég kannski ekki eftir tilgangsleysi lífs míns.

Þegar ég var lítil stúlka og bjó á Búrfellsvirkjun áttum við krakkarnir það gjarnan til að koma sama og búa til leiki. Ég man sérstaklega eftir að hafa setið löngum stundum upp á þaki Þjóðveldisbæjarins ásamt Ninnu, Herdísi, Hafrúnu, Kollu, Ara og hinum krökkunum að skipulega heilu sápuóperurnar með afskaplega flóknum plottum sem fólu m.a. í sér að Kolla og Ari (sem voru sennlega 8 ára) voru uppfinningamanneskjur að búa til alls kyns flóknar græjur. Sú staðreynd að allt sem við vorum að skipuleggja var ekki fyrir fullorðna manneskju að framkvæma - hvað þá nokkra krakkaorma sitjandi úti í sveit uppi á grasþaki - skipti nákvæmlega engu máli. Það var nóg að njóta þess að leyfa ímyndunaraflinu að fara á almennilegt flug því þegar leikurinn hafði verið skipulagður út í ystur æsar vorum við hvort eð er búin að fá leið á honum og sennilega kominn drekkutími.

Mér líður pínulítið þannig núna. Stundum getur verið svo gaman að skipuleggja að framkvæmdin nær aldrei að uppfylla væntingarnar sem gerðar hafa verið. Stundum er það bara allt í lagi.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ég er að gera heiðarlega tilraun til að plana sumarfríðið mitt. Hefur gjarnan verðið lítið verk og létt því ég á sjaldan pening til að gera nokkurn skapaðan hlut. Er farin að horfa löngunaraugum á sumarbústaði – sérstaklega þennan í Þýskalandi sem ég get fengið í viku annað hvort um mánaðamóti júní/júlí eða júlí/ágúst (Verslunarmannahelgin.) Þetta er ekki slæmur díll – 32. þúsund fyrir 6 manns íbúð í eina viku. Ef ég get fengið 5 manns með mér er þetta gjafaverð. Hvað segiði? Er einhver áhugasamur? Það þyrfti að græja þetta frekar fljótt – sérstaklega upp á að fá flug á góðu verði. Þessi íbúð er í Bremen – sem er norðarlega í Þýskaland – ekki svo langt frá Hamburg. Eða Hollandi. Gæti þetta ekki bara orðið soldið gaman? Það er smá séns að mér takist að snúa upp á handleggina á Auði og Ragga, þá vantar bara þrjá...

Að öðru: tölvan mín er farin í læknismeðferð hjá Steina. Málið er ennþá á greiningarstiginu og á ég eftir að heyra í honum um hversu alvarlegt það er. Ætla ekki að stressa mig á því - það fer nú bara eins og það fer. Allar heilunarhugsanir fara beinustu leið til fangor þessa dagana.