sunnudagur, júlí 30, 2006

Jæja - þá erum við frumsýnd. Mér tókst að húrra á hausinn í mínu eina atriði - svo vel víst að margir héldu að það væri með ráðum gert. Nú þarf ég víst að húrra jafn fallega á hausinn í öllum komandi sýningum. Það sem maður gerir ekki fyrir eitt stykki Fynd. Annars var ansi góður rómur gerður að sýningunni og samkvæmt hefðinni var glampandi sól og dásamlegheit út alla sýninguna.

Var að koma heim úr frumsýningarpartýinu sem er ennþá í fullu fjöri á Selfossi í þessum rituðu orðum. Við eyddum kvöldinu í Helli (sjá mynd að neðan) ásamt gömlum Bandalagsskólafélögum þar sem var mikið grillað, drukkið og sungið. Og haldnir mini-Bandaleikar. Reyndar skíttapaði mitt lið sökum tjáningarskorts enda kölluðumst við Liðleskjur og bárum nafn með renntu. Sem dæmi: liðamótaleysi Sævar hefði getað tryggt okkur sigur en í staðinn var hann látinn sitja hjá. Við héldum nokkur í bæinn þegar fjörið stóð sem hæst og það verður dásamlegt að hafa engum skyldum að gegna á morgun. A.m.k. ekkert meira krefjandi en bíóferð og tónleikaskrepp.

Spakmæli kvöldsins koma frá Frosta: "Eins og snigill sem býr um sig í annars skel." Mér var fyrirskipað að muna þetta gullkorn af talsvert ölvuðu en ónefndu fólki.
Myndina sendi ég
Powered by Hexia

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Lísa - áræðni að nóttu til.
Myndina sendi ég
Powered by Hexia

mánudagur, júlí 24, 2006

Þannig er nú það

Eftir nákvæmlega 5 daga frumsýnir Leikfélagið Sýnir Mávinn eftir gleðiskáldið Tjekoff í Elliðarárdalnum í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar Denna.

Frumsýning er áætluð kl. 3 og sagan segir að það sé aldrei slæmt veður á sýnískum sýningum. Allir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna eru hvattir til að mæta sem fyrst því þær verða aðeins 3 hér í bænum og ein á Dalvík á Fiskidaginn mikla. Ég veit að sumir lesendur þessa bloggs eru sérlega forvitnir um leikni mína með ákvexti og verður tækifæri til að upplifa það "læf" á sjálfri sýningunni. Plottið þekkja annars allir sem hafa nokkru sinni horft á Bold and the Beautiful:

Glæsileg leikkona sem má muna sinn fífil fegurri eyðri sumri á sveitasetri ásamt fjölskyldu og vinum. Hún hefur togað með sér frægan höfund og kvennabósa sem hefst óðar til við að reyna að fífla unga sveitastúlku sem stjörnur í augum. Til að flækja málin er sonur leikkonunnar, upprennandi skáld sjálfur, yfir sig ástfanginn af þessari stúlku og ekki ánægður með gang mál. S.s. ást og afbrýði í íslenskri rússneskri náttúru.

Í þessari leikgerð er aðeins búið að breyta og bæta og staumlínulaga leikritið. Annars tæki þetta helvíti 4 klukkustundir í flutningu. Nú er það ca. 2 klukkustundir og ætti engum að leiðast.

Frumsýning laugardaginn 29. júlí kl. 15:00
Önnur sýning mánudaginn 31. júlí kl. 20:00
Þriðja sýning fimmtudaginn 10. ágúst kl. 19:00
Fjórða sýning laugardaginn 12. ágúst (á Dalvík - tímasetning auglýst síðar)

Frá æfingum:

Menn, ljón, ernir og akurhænur...

Masha og Trigorín á trúnó

Hljómsveitin

Kvöld í Elliðarárdal

Jakob og Ivan sinna skyldustörfum

Nína færir Dorn falleg blóm

Þetta ætti að kallst dáindis gott dagsverk. Ég var frá æfingu í kvöld sökum bakkvala sem ég er að reyna að tæla í burtu með dópi og sundferðum. Nú sit ég ekki fyrir framan tölvuna sekúndu lengur.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

MávurEr til einhver rótföst regla sem segir til um hvort skrifa eigi “mávur” eða “máfur” – vaff eða eff? Ég veit að báðar útgáfur eru til og að finna í íslensku orðabókinni þótt þar sé “mávur” settur í aðalsæti og “máfur” aðeins = sjá mávur. Enda segir hver titrandi taugafruma í líkamanum mér að “mávurinn” sé hinn eini rétti og þegar ég sé effið frekjast með blóðlangar mig til að kroppa það burt. En hvað segja spekingarnir um málið?

Annars man ég nú ekki betur en að fuglinn í fjörunni heiti már þannig að þessi smámunasemi er kannski óþörf.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Það hvarflaði að mér í eitt augnablik að skrifa vælulegan póst um ástandið þessa dagna en fékk þá heiftarlegt deja vu kast. Hafði því næst upp á þessari færslu - skrifuð við svipaðar aðstæður fyrir 2. árum. Þetta var nú víst ekki svo slæmt því hlutirnir litur ólíkt betur út daginn eftir og þrátt fyrir óþarfalega mikla þreytu er lund mín nú bara ansi létt en ef það er ekki brotið...

Gátlisti lífs míns

- bak sem vill ekki lagast (ekkert að bakinu - hins vegar útbíuð í harðsperrum eftir sataníska hnébeygjuupphitun um helgina)
- óklífanlegt reikningafjall (ekki núna - er að róta í bókhaldi sem virðist samansett af blindum, spastískum púkum)
- æfingar á hverju kvöldi næstu 10 daga þar sem ég fæ að sitja og frjósa úr kulda í þrjá tíma í senn (tjekk - fæ reyndar frí bæði á föstudag og laugardag þannig að það er mikil framför í þeim efnum)
- engir möguleikar á að taka frí þessa viku eða næstu (4 vinnudagar eftir og þá er ég komin í 2 vikna frí- jibbí!)
- ennþá enga heimatölvu (tölvan er þæg núna)
- enga peninga (tjekk)
- enga sól (tjekk)
- enga glætu (tjekk)
- engan sundbol (onei - hef síðan eignast heila tvo)
- ósamstarfsfúsa ketti (þau reyna)
- vælulegan tón í röddinni og þunglamalegt yfirbragð (ég er lika að reyna...)

sunnudagur, júlí 16, 2006

Myndina sendi ég
Powered by Hexia

No comment
Myndina sendi ég
Powered by Hexia

laugardagur, júlí 15, 2006

Myndina sendi ég
Powered by Hexia

Myndina sendi ég
Powered by Hexia

Myndina sendi ég
Powered by Hexia

Það er fallegt á Hellissandi á sumrin
Myndina sendi ég
Powered by Hexia

föstudagur, júlí 14, 2006

Rockstar Rockstar Rockstar

Ég var ein af fáum sem hafði minna en engan áhuga á Rockstar: INXS þegar þeir þættir voru sýndir - jafnvel þótt ég eigi í fórum mínum einu markverðu plötuna sem sú hljómsveit gaf frá sér. Mér leiðist almennt sýndarmennska rokkaranna og gat ekki skilið þann pól sem útúrkókaðir og nýafvatnaðir dómararnir voru að taka í hæðina. Það hjálpaði sennilega ekki að hafa draug Michael Hutchins svífandi yfir útsendingum.

Nú er komin röðin að Rockstar: Supernova og nú er þó byrjað með næstum því ferskt - a.m.k. nýstrokið - band. Smá endurnýjun og nýting í gangi en þannig er það jú alltaf. Íslendingur með í för sem virðist bara vera nokkuð vel til fundið - þrátt fyrir smá byrjunaraulahrolla.

Ég hef reyndar ekki afrekað það ennþá að sjá heilan þátt sökum leikrita-anna en það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Ég heyri eftir á frá því sem markvert er og get séð allt sem ég kæri mig um á netinu á hinni prýðisgóðu heimasíðu þáttanna.

Ég spá því að einhver miðlungs karl-skussinn muni vinna þessa keppni - og að Magni hangi inni nógu lengi til að halda upp heiðri lands og þjóðar. Dilana - sem ber höfuð og herða yfir alla aðra keppendur þrátt fyrir smæð - á ekki að vinna. Ég get ekki ímyndað mér að það sé hollt fyrir hennar frama að sitja uppi með þessa afdönkuðu rokkara. Einhver lævís framleiðandi ætti að sjá sér leik á borði - bjóða henni gull og græna skóga og feitan plötusamning - og hún getur þá látið sig falla úr keppni undir lokin sökum, ja, óviðráðanlegs hiksta kannski? Það er afskaplega lítið rokkað við hiksta.

föstudagur, júlí 07, 2006

Maraþon rennsli í gær - 90% handritslaust - sem þýddi að ég þurfti að "hvísla" sirka helmingnum af textanum í leikara. Þetta er nú samt allt að koma. En ég er dauðuppgefin eftir gærdaginn. Ætla því að leyfa mér að svindla og setja inn þessar myndir í staðinn fyrir innsæisfullar lýsingar á gærdeginum - eins og mér er nú annars tamt.



Upphitun - ég er ekki svo viss um að þið viljið vita hvað var að gerast þarna



Já og svo það sé á hreinu þá er þetta ekki rétt leikmynd. Eða leikhús.



Masha (Anna Begga) og Trígorín (Tolli) í heimspekilegum vangaveltum



Arkadína (Júlía) og Tréplev (Gummi) rifja upp fallegar minningar



Formaður (Hrund) og leikstjóri (Denni) skeggræða


Frí í dag - guði sé lof - en annað eins á döfinni. En þá förum við líka að færa okkur yfir í Elliðarárdal sem ætti að vera ólíkt meira hressandi. Svo lítur út fyrir að ég sé komin með hlutverk - sennilega eitt það minnsta í bókmenntasögunni frá því að Varríus var og hét. Jafnvel minna því engan texta mun ég hafa. A.m.k. alveg jafn textalaust. Og miðað við hversu gífurlega mikill Shakespeare-fanboy Tsjekoff var þá kæmi ekki á óvart þótt þarna væri enn ein lymskuleg tilvísunin.

mánudagur, júlí 03, 2006

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar, sól á sumarhimni og Ásta Gísla á djamminu. Engu að síður var hægt að glitta í eitt af þessu þrennu síðustu helgi. Ég var ofurliði borin af Auði, Áslaugu og Sóleyju, toguð niður í bæ og lét mér bara vel líka. Lét fyrst teyma mig inn á Hraun-laust Rosenberg sem var ný og skelfileg reynsla (þótt viss huggun væri í því að sjá tvær fimmtugar gellur takað sporið af miklu krafti fyrir framan fýldan trúbador.) Síðan var það röðin á Thorvaldssen sem var nokkurn veginn eins upplifun og inni á Thorvaldssen nema þar kostaði bjór 800 kr. Kvöldið allt var hið ljúfasta og eftirköstin lítil sem enginn. Ég afrekaði það meira að segja að taka til og skúra á heimilinu ásamt því að slá garðinn og klippa limgerði. Allt í allt - hin árangursríkasta helgi.

Punkturinn yfir i-ið var svo smá kameo í sjónvarpþætti allra landsmanna - Út og suður - en Gísli og co. höfðu heimsótt Húsabakka á meðan á leiklistarnámskeiðunum stóð í júní. Þeir sem misstu af geta horft hér.