fimmtudagur, apríl 29, 2010

Ef þú ert ekki nú þegar búin(n) að sjá Rokk þá mæli ég eindregið með að þú drífir þig. Frábært skemmtun og alvöru rokk. Ég myndi mæla með þessari sýningingu þótt ég væri ekki einn af höfundum :)



Uppselt á fyrst tvær, uppselt á 4. sýningu og örfá sæti laus á 3. (í kvöld) og 5. (lokasýningu.) Sem þýðir að það er í raun uppselt en við bókum aðeins yfir það sem salurinn tekur því það vill brenna við að fólk afpanti á síðustu mínútu eða mæti bara ekki og þá er leiðinlegt að hafa vísað fólki frá. Það er alltaf hægt að bæta við nokkrum stólum.

Já og svo verða tvær aukasýningar 13. og 14. maí.

Ég hefði auðvitað átt að vera löngu búin að plögga sýninguna. Hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Ég hef bara verið soldið annars hugar. Eldhúsið mitt er loksins að skríða saman; innréttingin komin upp, öll helstu tæki komin í hús og í þessum rituðu orðum á dúkari að vera á fullu að leggja dúk á gólfið. Svo er nóg að gera á Brautargengi og í Tónó.

Talandi um... getur einhver bent á laust skrifstofuhúsnæði - kannski 15-20m2 - fyrir sem minnstan pening? Það er kominn alvarlegur brett-up-ermar tími.