sunnudagur, maí 02, 2010

Gosh. Hugleikur - eða öllu heldur sýningin Rokk - vann titilinn "athyglisverðasta áhugasýningin" þetta árið.

Þannig að við förum aftur í Þjóðleikhúsi. Það losnar bara ekki við okkur :)

Í umsögn dómnefndar segir:

ROKK er kröftug sýning þar sem leikur og tónlist njóta sín sérlega vel í skemmtilegri blöndu af gamni og alvöru. Sögusviðið er æfingarými sem tvær hljómsveitir deila með sér án þess að þekkjast nokkuð fyrir. Önnur er hefðbundin karlahljómsveit, hin kvennahljómsveit, en sambýlið leiðir fljótlega af sér margháttaða togstreitu og kostuleg atvik, og auðvitað er ástin fljót að fara á kreik við þessar aðstæður. Persónur hljómsveitarmeðlimanna eru dregnar skýrum og skemmtilegum dráttum, ekki síður en dularfulli uppgjafarpopparinn og húsnæðiseigandinn, sem virðast fylgja í kaupunum. Tónlistarflutningurinn er góður og kraftmikill og í heildina ROKK leikfélagsins Hugleiks bráðskemmtileg, fjörug og hugmyndarík leiksýning.

Í nefndinni voru Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Friðrik Friðriksson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Ég er enn í ekki svo vægu sjokki.

Ef það var ekki fyrir þá er nú augljóslega skyldumæting.