Gleðileg jól!
miðvikudagur, desember 24, 2008
þriðjudagur, desember 23, 2008
Desembermánuði tókst að vera jafn annasamur og aðrir mánuðir til þessa. Afmæli voru tekin með trukki - bæði mitt og pabba. Hann smalaði öllum dönskudveljandi fjölskyldumeðlimum í julefrokost í Kaupmannahöfn í tilefni af sjötugsafmælinu en ég hélt - í fyrsta skipt - kvöldverðarboð fyrir vini mína. Kölluðu þessir viðburðir bæði á all mikla skipulagninu fyrirfram svo og veglega afslöppun til þess að ná sér eftir á.
Í gegnum hamagang þennan allan tókst mér að klára jólagjafainnkaupin en á meðan sat ritgerðin á hakanum. Ég vona bara að leiðbeinandinn fyrirgefi mér - ég hef ekki talað við hann síðan í nóvember. Væntanlega tekst mér að komast í skriftastuð eftir mesta jólahasarinn.
Annars lítið að gerast. Jú, Reifararottur rumskuðu úr djúpum dvala og tjáðu sig um jólahátíðina.
Í gegnum hamagang þennan allan tókst mér að klára jólagjafainnkaupin en á meðan sat ritgerðin á hakanum. Ég vona bara að leiðbeinandinn fyrirgefi mér - ég hef ekki talað við hann síðan í nóvember. Væntanlega tekst mér að komast í skriftastuð eftir mesta jólahasarinn.
Annars lítið að gerast. Jú, Reifararottur rumskuðu úr djúpum dvala og tjáðu sig um jólahátíðina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)