Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
miðvikudagur, apríl 29, 2009
Mitt í allri geðveikinni gerðist eitthvað óhugsandi. Ég hætti að horfa á sjónvarp. Allir mínir uppáhaldsþættir hafa smám saman dottið út af skylduáhorfslistanum og nú er eiginlega bara einn eftir: American Idol. Enda með öllum önnunum er það fullt starf að fylgjast með þeirri maskínu sem þessi eini þáttur er. Sýndur tvisvar í vikur (og hægt að horfa í "real time" á netinu ef maður veit hvar á að leita) og svo endalaust magn af spekúlasjónum, samsæriskenningum og hysteríu. En vel þess virði:
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
sunnudagur, apríl 26, 2009
Apríl varð semsagt mánuður geðstropsins. Fékk mitt fyrsta almennilega taugaáfall - það entist að vísu aðeins í einn dag og virtist landlægt. Var einn þriðjudaginn stödd í herbergi með þremur öðrum manneskjum sem höfðu allar einnig farið á taugum daginn áður. Spes.
Einhvern veginn er þetta að smella saman á lokasprettinum en getur seint talist ánægjulegt. Tónheyrnarprófið gekk að vísu vel, fékk 8,25 sem í mínum heimi telst bara ansi gott. Píanóprófið gekk svona lala, spilaði lögin nokkurn veginn klakklaust en tónstigarnir fór allir út um þúfur. Hef ekki hugmynd um einkunnina og er eiginlega alveg sama. Ætlaði mér hvort eð er aldei meira en að klára þetta grunnstig. Söngprófið er á morgun og ætti að verða sársaukalaust svo lengi sem prófdómarinn biður ekki um Sommersang eftir Carl Nielsen (og les ekki þetta blogg). Alltof mikið af dönskum texta fyrir eina manneskju að læra utan að. Er á síðustu klukkutímum búin að taka til í eldhúsinu, vaska allt upp sem hægt er, þrífa baðherbergið hátt og lágt og setja í eina þvottavél - bara svo ég þurfi ekki að berjast við að læra síðustu tvö erindin.
Leikritið - "Ó, þú ... aftur" - er í blússandi vinnslu. Allir söngvar æfast nú með (nær)fullskipaðri brasshljómsveit, heilu senurnar að smella saman og súlumeyjar komnar með djarfa larfa. Frumsýning 15. maí á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Meira um það síðar.
Og svo er það ritgerðin. Elsku ritgerðin. Sem hefur búið með mér í 10 ár. Hóf lífsferil sinn sem skítug rotta sem engan og ekkert vildi þýðast og var troðið inn innstu myrkur. Einstaka sinnum dregin fram, kjökrandi og ræfilsleg, en lítil lífsmerki fundust og henni troðið til baka jafnharðan og vart hugað líf. Svo skyndilega var hún mætt á svæðið, soldið sjúskuð og illa lyktandi en í banastuði og hefur vaxið og dafnað í allan vetur. Þarf bara að finna nokkra góða daga til að einbeita mér að engu öðru og svo, í næstu viku, verður henni skilað hvað sem hver segir.
Og þá ... ætla ég að anda.
Einhvern veginn er þetta að smella saman á lokasprettinum en getur seint talist ánægjulegt. Tónheyrnarprófið gekk að vísu vel, fékk 8,25 sem í mínum heimi telst bara ansi gott. Píanóprófið gekk svona lala, spilaði lögin nokkurn veginn klakklaust en tónstigarnir fór allir út um þúfur. Hef ekki hugmynd um einkunnina og er eiginlega alveg sama. Ætlaði mér hvort eð er aldei meira en að klára þetta grunnstig. Söngprófið er á morgun og ætti að verða sársaukalaust svo lengi sem prófdómarinn biður ekki um Sommersang eftir Carl Nielsen (og les ekki þetta blogg). Alltof mikið af dönskum texta fyrir eina manneskju að læra utan að. Er á síðustu klukkutímum búin að taka til í eldhúsinu, vaska allt upp sem hægt er, þrífa baðherbergið hátt og lágt og setja í eina þvottavél - bara svo ég þurfi ekki að berjast við að læra síðustu tvö erindin.
Leikritið - "Ó, þú ... aftur" - er í blússandi vinnslu. Allir söngvar æfast nú með (nær)fullskipaðri brasshljómsveit, heilu senurnar að smella saman og súlumeyjar komnar með djarfa larfa. Frumsýning 15. maí á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Meira um það síðar.
Og svo er það ritgerðin. Elsku ritgerðin. Sem hefur búið með mér í 10 ár. Hóf lífsferil sinn sem skítug rotta sem engan og ekkert vildi þýðast og var troðið inn innstu myrkur. Einstaka sinnum dregin fram, kjökrandi og ræfilsleg, en lítil lífsmerki fundust og henni troðið til baka jafnharðan og vart hugað líf. Svo skyndilega var hún mætt á svæðið, soldið sjúskuð og illa lyktandi en í banastuði og hefur vaxið og dafnað í allan vetur. Þarf bara að finna nokkra góða daga til að einbeita mér að engu öðru og svo, í næstu viku, verður henni skilað hvað sem hver segir.
Og þá ... ætla ég að anda.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)