fimmtudagur, júlí 01, 2010

Fyrir réttum tveimur mánuðum síðan mætti Auður til mín og sagði "Eigum við að gefa út menningartímarit? Núna? Í sumar?" og ég sagði bara jájá og við tók ótrúlega lærdómsríkt tímabil er við reyndum að finna út hvernig í fjandanum maður fer að því að smíða heilt tímarit frá grunni án þess að hafa gert það áður og algjörlega úr eigin vasa. Útkoman er þessi:



Spássían kemur úr prentun upp úr hádegi og fer strax í dreifingu hjá Pennanum. Heimasíðan er í smíðun en einfaldasta útgáfa af vefsíðu sem sést hefur síðan 1997 er komin upp (gerð alfarið á notepad).

Ég er búin að fá ca. 12 taugaáföll bara í vikunni og sér ekki fyrir endann á.

En þetta er samt svolítið gaman :)