miðvikudagur, september 24, 2008

Þetta árið eiga allir afmæli.

Merkilegt hvernig það gerist.

En enginn á afmæli í ár eins og Hugleikur. Núna standa fullt af leikstjórum sveittir yfir æfingum á fullt af stuttverkum og hafa rúman mánuð til stefnu. Þá verður blásið til allsherja amælisþemaðrar stuttverkahátíðar í fjölnotasal Listasafnsins. Takið helgina 31. okt - 2. nóv. frá.

Svo á pabbi afmæli í desember og ætlar að verða sjötugur. Ég veit ekki... hann ber það ekki með sér. Lítið bara á myndina hér til hægri - varla merkjanlegur munur. Hallast helst að því að hann sé að ljúga. Getur ekki verið að hann sé deginu eldri en 53. Sem gerir mig 19. Fínt mál.

Engu að síður skal haldið upp á tímamótin og ætlar öll fjölskyldan að hittast í Köben og endurnýja kynnin við íslenskuskotnu Daninna sem við erum skyld og halda ærlegt partý.

Svo á ég víst líka afmæli í desember og verð árinu eldri. Hef tekið þá ákvörðun að hér eftir teljast öll ár vera plús. Þetta árið verð ég +1. Á næsta ári +2 o.s.frv. Finnst það sérlega jákvæð stefna í mínu lífi. Tímamót eru bara til leiðinda. Nema auðvitað þegar þau gefa tilefni til partýhalds.

Og afmælisgjöfin ár (hinthint):





Má alveg vera jólagjöf líka.

Frá öllum sem ég þekki.

Engin ummæli: