þriðjudagur, júlí 28, 2009
Það ku vera algengur síðsumarkvilli að fá skyndilegi ógeð á heimili manns og langa til að gera stórfelldar breytingar á því. Að öðrum kosti flytja eða kveikja í.
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli