þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Óskar
Jæja - kominn sá tími og ég heltist úr lestinni. Einhvern veginn beit ég það í mig að ég væri búin að sjá einhvern slatta af tilnefndum myndum en þegar betur var að gáð kom í ljós að ég var búin að sjá nákvæmlega tvær: Brokeback Mountain og Walk the line (er ég þá að tala um þær myndir sem fengu tilnefningar í aðalflokkunum - fyrir leik, leikstjórn, handrit, bestu mynd.)
Þannig að - nú hef ég sett mér það takmark að vera búin að sjá a.m.k. meirihluta kvikmynda í þessum helstu flokkum áður en kvöldið rennur upp. Ég er reyndar ekkert svo viss um að ég nenni að horfa á herlegheitin sem sjálf útsendingin er en finnst einhverra hluta vegna að ég þurfi að hafa upplýsta skoðun á framgangi mála. Það gengur alveg ágætlega að sanka þeim að sér - nú þarf ég bara að finna tíma til að setjast niður og láta verða af öllu þessu áhorfi:
Syriana
Good night and good luck (er spenntust fyrir þessari)
The Constant Gardener
Crash
Munich (já og þessari)
Capote
Einhverjar fleiri myndir komust reyndar á Óskarblaðið en þá með afar fáar tilnefningar, ég búin að sjá þær eða þær virkuðu ekki spennandi - því munu þær fá að mæta afgangi nema eitthvað svakalegt gerist. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Pride and Prejudice en entist ekki nema í 10 mínútur - það truflaði mig endalaust að það var til augljóslega miklu betri útgáfa (BBC.)
Svo er fólki velkomið að setjast niður með mér og glápa á þessi ósköp (hvenær sem það nú verður - þessa dagana er eitthvað svo auðvelt að henda bara Babylon 5 diski í DVD spilarann og týna sér í geimsápuævintýrum.)
Jæja - kominn sá tími og ég heltist úr lestinni. Einhvern veginn beit ég það í mig að ég væri búin að sjá einhvern slatta af tilnefndum myndum en þegar betur var að gáð kom í ljós að ég var búin að sjá nákvæmlega tvær: Brokeback Mountain og Walk the line (er ég þá að tala um þær myndir sem fengu tilnefningar í aðalflokkunum - fyrir leik, leikstjórn, handrit, bestu mynd.)
Þannig að - nú hef ég sett mér það takmark að vera búin að sjá a.m.k. meirihluta kvikmynda í þessum helstu flokkum áður en kvöldið rennur upp. Ég er reyndar ekkert svo viss um að ég nenni að horfa á herlegheitin sem sjálf útsendingin er en finnst einhverra hluta vegna að ég þurfi að hafa upplýsta skoðun á framgangi mála. Það gengur alveg ágætlega að sanka þeim að sér - nú þarf ég bara að finna tíma til að setjast niður og láta verða af öllu þessu áhorfi:
Syriana
Good night and good luck (er spenntust fyrir þessari)
The Constant Gardener
Crash
Munich (já og þessari)
Capote
Einhverjar fleiri myndir komust reyndar á Óskarblaðið en þá með afar fáar tilnefningar, ég búin að sjá þær eða þær virkuðu ekki spennandi - því munu þær fá að mæta afgangi nema eitthvað svakalegt gerist. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Pride and Prejudice en entist ekki nema í 10 mínútur - það truflaði mig endalaust að það var til augljóslega miklu betri útgáfa (BBC.)
Svo er fólki velkomið að setjast niður með mér og glápa á þessi ósköp (hvenær sem það nú verður - þessa dagana er eitthvað svo auðvelt að henda bara Babylon 5 diski í DVD spilarann og týna sér í geimsápuævintýrum.)
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Já - komin heim úr heimsreisu og loksins farin að minna á viti borna manneskju. Svaf í rúma 12 tíma í gær og í nótt og veitti ekki af. Ég veit að flesta þyrstir í fréttir og ferðalýsingar af hinum framandi landi og er ég hrædd um að þar muni ég valda vonbrigðum. Held nefnilega að flestir líti á Ástralíu sem hið endanlega Langtíburtistan - ólgandi samfélag framandi menningastrauma, hressilegs nýlenduanda afkomenda uppreisnarseggja sem lifa í sátt og samlyndi við frumbyggja með rætur djúpt ofan í rauðan sandinn. Og það má vel vera - en ekki hlaupið að því að koma auga á það. Ég rak mig miklu meira á alla þá sameiginlegu og kunnuglegu þætti sem landið hefur upp á að bjóða:
Fyrir utan kakkalakkaauglýsingarnar er sjónvarpið alveg nákvæmlega eins; Lost, Desperate housewives og raunveruleikaþættir í hrönnum.
Þótt hitinn gæti verið þrúgandi komu slæmir rigningadagar inn á milli. Þegar ég lít út um gluggann hér er auðvelt að ímynda sér að ég sé ennþá í Ástralíu. Túnin eru græn og göturnar votur. Hægri réttur umferðarinnar kemur upp um landið. Og skortur á pálmatrjám.
Gríðarleg minnimáttarkennd gagnvart umheiminum, sú tilfinning að eyjastatusinn geri það að verkum að allir gleymi manni, ámótleg þörf til að rifna úr stolti þegar samlanda tekst að láta á sér bera á erlendum vettvangi - já eða fær bara að vera með.
Fólk af asísku bergi brotið mun algengara úti á götu heldur en svart fólk.
Sundárátta.
Greiður aðgangur að ýmsum sykurlausum kóladrykkjum í öllum verslunum (mjög mikilvægt atriði og alls ekki sjálfsagt hef ég komist að.)
Á íslandi er viðkvæðið "þetta reddast" - "no worries" segja Ástralir við öll tækifæri og þannig er það bara.
Auðvitað var slatti af hlutum sem stangast á í samfélögunum tveimur:
Thongs - þau sem fara á fæturnar. Mig grunar að fólk fái ekki afgreiðslu í bönkum nema það mæti skóað á þann hátt.
Maður staulast inn í einhverja búð eða veitingastað; móður og másandi, svitinn rennur í stríðum straumum og myndar polla á gólfi:
Skraufaþurr Ástrali: "G'day mate. Beautiful day, eh?"
Fljótandi Íslendingur: *más*
Skraufaþurr Ástrali: "No worries."
Strendur - öldur - bjór - vín ... fleiri strendur - stærri öldur - meiri bjór - betra vín...
Tónlistin. Ég gæti alveg trúað að það sé margt skemmtilegt að gerast í frumbyggjatónlist - en tónlistasmekkur hins meðal skjannahvíta Ástrala er skelfilega vondur. Endlaust kántrí og meðalmennskurokk. Allt eins og einstaklega óspennandi.
Almennt fínn matur, ansi hollur og á viðráðanlegu verði. Slysaðist ekki inn á einn einasta skyndibitastað á meðan ég var þarna. Pizza telst ekki með er það nokkuð?
Kengúrukjöt á grillið. Herramannsmatur er það er ekki of steikt (þarf helst vera soldið bleikt ennþá ef það á ekki að myndast lifrarbragð.) Er líka prýðisgott kalt ofan á brauð með brie osti.
Feminíski andinn svífur ekki beint yfir vötnum. Þó er að myndast þar þverpólitísk samstaða sem konur alls staðar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Fyrir utan kakkalakkaauglýsingarnar er sjónvarpið alveg nákvæmlega eins; Lost, Desperate housewives og raunveruleikaþættir í hrönnum.
Þótt hitinn gæti verið þrúgandi komu slæmir rigningadagar inn á milli. Þegar ég lít út um gluggann hér er auðvelt að ímynda sér að ég sé ennþá í Ástralíu. Túnin eru græn og göturnar votur. Hægri réttur umferðarinnar kemur upp um landið. Og skortur á pálmatrjám.
Gríðarleg minnimáttarkennd gagnvart umheiminum, sú tilfinning að eyjastatusinn geri það að verkum að allir gleymi manni, ámótleg þörf til að rifna úr stolti þegar samlanda tekst að láta á sér bera á erlendum vettvangi - já eða fær bara að vera með.
Fólk af asísku bergi brotið mun algengara úti á götu heldur en svart fólk.
Sundárátta.
Greiður aðgangur að ýmsum sykurlausum kóladrykkjum í öllum verslunum (mjög mikilvægt atriði og alls ekki sjálfsagt hef ég komist að.)
Á íslandi er viðkvæðið "þetta reddast" - "no worries" segja Ástralir við öll tækifæri og þannig er það bara.
Auðvitað var slatti af hlutum sem stangast á í samfélögunum tveimur:
Thongs - þau sem fara á fæturnar. Mig grunar að fólk fái ekki afgreiðslu í bönkum nema það mæti skóað á þann hátt.
Maður staulast inn í einhverja búð eða veitingastað; móður og másandi, svitinn rennur í stríðum straumum og myndar polla á gólfi:
Skraufaþurr Ástrali: "G'day mate. Beautiful day, eh?"
Fljótandi Íslendingur: *más*
Skraufaþurr Ástrali: "No worries."
Strendur - öldur - bjór - vín ... fleiri strendur - stærri öldur - meiri bjór - betra vín...
Tónlistin. Ég gæti alveg trúað að það sé margt skemmtilegt að gerast í frumbyggjatónlist - en tónlistasmekkur hins meðal skjannahvíta Ástrala er skelfilega vondur. Endlaust kántrí og meðalmennskurokk. Allt eins og einstaklega óspennandi.
Almennt fínn matur, ansi hollur og á viðráðanlegu verði. Slysaðist ekki inn á einn einasta skyndibitastað á meðan ég var þarna. Pizza telst ekki með er það nokkuð?
Kengúrukjöt á grillið. Herramannsmatur er það er ekki of steikt (þarf helst vera soldið bleikt ennþá ef það á ekki að myndast lifrarbragð.) Er líka prýðisgott kalt ofan á brauð með brie osti.
Feminíski andinn svífur ekki beint yfir vötnum. Þó er að myndast þar þverpólitísk samstaða sem konur alls staðar mættu taka sér til fyrirmyndar.
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Á hóteli í Singapore. Bara ansi gott. Gó
Á hóteli í Singapore. Bara ansi gott. Góða nótt - verð vakin eftir 7 tíma.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Jæja - þá er þetta bara allt í einu búið og aðeins heimferðin langa eftir. Þetta síðasta kvöld mitt í Wollongong erum við að súpa hvítvín og borða vínber og fudge - bara prýðisgott i.y.a.m. Ég nenni ekki að blogga neitt um atburði síðustu daga - fólk neyðist bara til að hitta mig og tala við mig þegar ég kem heim ef það vill heyra eitthvað af hinum mýmörgu ævintýrum útbakkans.
Flugið mitt fer á morgun frá Sydney kl. 17 að staðartíma og eftir laaaaaangt stopp bæði í Singapore og London kem ég til Íslands rétt fyrir miðnætti á mánudag. Einnig að staðartíma. Hefði ekkert á móti því að fá far ef einhver nennir...
Svandís - ég verð í bandi við þig á þriðjudaginn og leið og ég næ meðvitund.
Btw - áströlskum sjónvarpsstöðvum finnst það hið besta mál að bjóða löndum sínum upp á Crocodile Dundee í Los Angeles sem eðal sjónvarpsefni á laugardagskvöldi - og það án þess að skammast sín.
Flugið mitt fer á morgun frá Sydney kl. 17 að staðartíma og eftir laaaaaangt stopp bæði í Singapore og London kem ég til Íslands rétt fyrir miðnætti á mánudag. Einnig að staðartíma. Hefði ekkert á móti því að fá far ef einhver nennir...
Svandís - ég verð í bandi við þig á þriðjudaginn og leið og ég næ meðvitund.
Btw - áströlskum sjónvarpsstöðvum finnst það hið besta mál að bjóða löndum sínum upp á Crocodile Dundee í Los Angeles sem eðal sjónvarpsefni á laugardagskvöldi - og það án þess að skammast sín.
föstudagur, febrúar 17, 2006
En lífið í Ástralíu snýst ekki bara um d
En lífið í Ástralíu snýst ekki bara um drykkju og strandferðir. Við kíktum í dýragarð í síðustu viku þar sem Auður hitti þennan vinalega krókódíl.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Mávarnir þurfa líka
Mávarnir þurfa líka að kæla á sér tærnar. Nema þeir séu að plotta að stela samlokunni minni...
mánudagur, febrúar 13, 2006
Ja hérna. Sit núna ein í kotinu og myndast við að drífa mig í sturtu. Ætla að hitta Auði niðri í bæ eftir klukkutíma þar sem hún er búin að mæla sér mót við íslenska stelpu og fyrrum þjáningarsystur úr bókmenntafræðinni. Við þekkjum hana auðvitað ekki neitt en það hefur nú aldrei stoppað Íslendinga í útlöndum.
Eins og kannski sést er lífið ekki eintómar strandferðir og vímsmökkunarsvöll hérna undir niðri. Í dag er t.d. skýjað og frekar rigningalegt (þó alltaf heitt á íslenskan mælikvarða.) Svo var Mastercard að senda mér hressilega ískalda vatnsgusa í formi sms - 5000 kr. eftir á erlendri heimild. Og ég sem hef ekki keypt mér neitt (nema iPod, 4 pör af skóm og vín)! Hér eftir verða allar skemmtanir á sparlegum nótum. Það þarf t.d. að drekka allt vínið í ísskápnum.
Eins og kannski sést er lífið ekki eintómar strandferðir og vímsmökkunarsvöll hérna undir niðri. Í dag er t.d. skýjað og frekar rigningalegt (þó alltaf heitt á íslenskan mælikvarða.) Svo var Mastercard að senda mér hressilega ískalda vatnsgusa í formi sms - 5000 kr. eftir á erlendri heimild. Og ég sem hef ekki keypt mér neitt (nema iPod, 4 pör af skóm og vín)! Hér eftir verða allar skemmtanir á sparlegum nótum. Það þarf t.d. að drekka allt vínið í ísskápnum.
laugardagur, febrúar 11, 2006
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Uppi á þaki á bar í Sydney þegar þetta e
Uppi á þaki á bar í Sydney þegar þetta er skrifað. Tvær hvítvínsflöskur liggja í valnum.
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Arkaði niður á strönd í dag við fjórða mann, vel mökuð SPF 30+ og body-surfaði í sjónum. Sem laun fyrir varkárni og erfiði dagsins er ég skaðbrunnin á fremsta hluta handa og fóta. Spáin segir að það verði þrumuverður á morgun sem verður mér sennilega til lífs.
Annars er ég búin að vera hinn skemmtilegasti gestur og skiptast á annars vegar að sofa og hins vegar éta og drekka gestgjafa mína út á gaddinn.
Ég mundi segja einhver innsæisrík orð um Ástrali upp til hópa en hef aðeins getað fylgst með þeim úr fjarlægð enn sem komið er. Ég get hins vegar flutt langa pistla um skómenningu þeirra sem ég er nú þegar orðinn sérfræðingur í (t.d. ef þú ert kvenmaður í leit að sandölum geturðu valið um "thongs" eða eitthvað gasalega kjút með hæl - þægindi eru fyrir karlmenn og krakka.)
Annars er ég búin að vera hinn skemmtilegasti gestur og skiptast á annars vegar að sofa og hins vegar éta og drekka gestgjafa mína út á gaddinn.
Ég mundi segja einhver innsæisrík orð um Ástrali upp til hópa en hef aðeins getað fylgst með þeim úr fjarlægð enn sem komið er. Ég get hins vegar flutt langa pistla um skómenningu þeirra sem ég er nú þegar orðinn sérfræðingur í (t.d. ef þú ert kvenmaður í leit að sandölum geturðu valið um "thongs" eða eitthvað gasalega kjút með hæl - þægindi eru fyrir karlmenn og krakka.)
Sent eingöngu til að drepa fólk úr öfund
Sent eingöngu til að drepa fólk úr öfund ;)
Ennþá engin kengúrusteik. Stefnir í að sú fyrsta sem ég hitti verði lifandi...
Ennþá engin kengúrusteik. Stefnir í að sú fyrsta sem ég hitti verði lifandi...
föstudagur, febrúar 03, 2006
Komin! Búin að vera
Komin! Búin að vera í Ástralíu í 90 mínútur og hef enga kengúru séð - grillaða eður ei...
Ég elska - elska! - flugvöllinn í Singap
Ég elska - elska! - flugvöllinn í Singapore! Var að koma úr nuddi og sturtu. Er snarlega hætt að hatast út í ferðalög
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)