
Þannig að - nú hef ég sett mér það takmark að vera búin að sjá a.m.k. meirihluta kvikmynda í þessum helstu flokkum áður en kvöldið rennur upp. Ég er reyndar ekkert svo viss um að ég nenni að horfa á herlegheitin sem sjálf útsendingin er en finnst einhverra hluta vegna að ég þurfi að hafa upplýsta skoðun á framgangi mála. Það gengur alveg ágætlega að sanka þeim að sér - nú þarf ég bara að finna tíma til að setjast niður og láta verða af öllu þessu áhorfi:
Syriana
Good night and good luck (er spenntust fyrir þessari)
The Constant Gardener
Crash
Munich (já og þessari)
Capote
Einhverjar fleiri myndir komust reyndar á Óskarblaðið en þá með afar fáar tilnefningar, ég búin að sjá þær eða þær virkuðu ekki spennandi - því munu þær fá að mæta afgangi nema eitthvað svakalegt gerist. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Pride and Prejudice en entist ekki nema í 10 mínútur - það truflaði mig endalaust að það var til augljóslega miklu betri útgáfa (BBC.)
Svo er fólki velkomið að setjast niður með mér og glápa á þessi ósköp (hvenær sem það nú verður - þessa dagana er eitthvað svo auðvelt að henda bara Babylon 5 diski í DVD spilarann og týna sér í geimsápuævintýrum.)