mánudagur, febrúar 13, 2006

Ja hérna. Sit núna ein í kotinu og myndast við að drífa mig í sturtu. Ætla að hitta Auði niðri í bæ eftir klukkutíma þar sem hún er búin að mæla sér mót við íslenska stelpu og fyrrum þjáningarsystur úr bókmenntafræðinni. Við þekkjum hana auðvitað ekki neitt en það hefur nú aldrei stoppað Íslendinga í útlöndum.

Eins og kannski sést er lífið ekki eintómar strandferðir og vímsmökkunarsvöll hérna undir niðri. Í dag er t.d. skýjað og frekar rigningalegt (þó alltaf heitt á íslenskan mælikvarða.) Svo var Mastercard að senda mér hressilega ískalda vatnsgusa í formi sms - 5000 kr. eftir á erlendri heimild. Og ég sem hef ekki keypt mér neitt (nema iPod, 4 pör af skóm og vín)! Hér eftir verða allar skemmtanir á sparlegum nótum. Það þarf t.d. að drekka allt vínið í ísskápnum.

2 ummæli:

mamma sagði...

Hi Asta mín. Eg skal fara til MC og ath. hvort hegt se ad haekka erl. uttektina. Kvedja mamma

mamma sagði...

Fór til MC their sogdu mer ad thu hefdir þegar sott um haekkun.
Kvedja mamma