laugardagur, febrúar 18, 2006
Jæja - þá er þetta bara allt í einu búið og aðeins heimferðin langa eftir. Þetta síðasta kvöld mitt í Wollongong erum við að súpa hvítvín og borða vínber og fudge - bara prýðisgott i.y.a.m. Ég nenni ekki að blogga neitt um atburði síðustu daga - fólk neyðist bara til að hitta mig og tala við mig þegar ég kem heim ef það vill heyra eitthvað af hinum mýmörgu ævintýrum útbakkans.
Flugið mitt fer á morgun frá Sydney kl. 17 að staðartíma og eftir laaaaaangt stopp bæði í Singapore og London kem ég til Íslands rétt fyrir miðnætti á mánudag. Einnig að staðartíma. Hefði ekkert á móti því að fá far ef einhver nennir...
Svandís - ég verð í bandi við þig á þriðjudaginn og leið og ég næ meðvitund.
Btw - áströlskum sjónvarpsstöðvum finnst það hið besta mál að bjóða löndum sínum upp á Crocodile Dundee í Los Angeles sem eðal sjónvarpsefni á laugardagskvöldi - og það án þess að skammast sín.
Flugið mitt fer á morgun frá Sydney kl. 17 að staðartíma og eftir laaaaaangt stopp bæði í Singapore og London kem ég til Íslands rétt fyrir miðnætti á mánudag. Einnig að staðartíma. Hefði ekkert á móti því að fá far ef einhver nennir...
Svandís - ég verð í bandi við þig á þriðjudaginn og leið og ég næ meðvitund.
Btw - áströlskum sjónvarpsstöðvum finnst það hið besta mál að bjóða löndum sínum upp á Crocodile Dundee í Los Angeles sem eðal sjónvarpsefni á laugardagskvöldi - og það án þess að skammast sín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli