þriðjudagur, janúar 23, 2007
Landið er að þiðna. Mikið ofboðslega er ég fegin. Og mikið ofboðslega vona ég að þetta verði viðvarandi ástand. Aldrei aftur skal ég hallmæla gróðurhúsaáhrifunum svo lengi sem þau bjóða upp á ótímabær hlýindi. Kuldinn hefur ekki góð áhrif á mig. Á meðan aðrir (hugsanlega, sumir, hlýtur að vera) fyllast orku og eldmóð í gaddinum til þess að halda á sér hita leggst ég undir feld, slekk á heilastarfsemi og borða mér til hlýju. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver bjarnagen leyndust í móðurættinni. Sem dæmi: ég brunaði í gegnum alla 11 þætti sem komnir eru af Studio 60 on the Sunset Strip (gaman gaman) yfir helgina ásamt því að horfa á slatta af kvikmyndum og ýmsar aðra þætti. Þetta kalla ég að lifa veturinn af. Nú, þegar mér er loksins hvorki kalt á nefi né puttum, get ég byrjað að hugsa um að eiga félagslíf.
Fór á Foreldra á föstudaginn. Hún var góð.
Horfði á Börn á laugardaginn. Hún var líka góð.
Stóra spurningin er auðvitað hvor er betri. Svarið er: hvur veit? Kosturinn við "Börn" er sá að sögurnar þrjár eru allar jafn tragískar og ná að spinna saman hámark á réttu augnabliki. Þótt að viss leyti sé um sjálfstæðar sögur að ræða hafa þær áhrif á hvor aðra - orsök í einni leiðir til afleiðinga í annarri o.s.frv. Því er ekki fyrir að fara í "Foreldrum." Tvær þeirra tengjast jú nokkuð en ekki á jafn afdrifaríkan hátt og í "Börnum." Þriðja sagan er svo til alveg ótengd við hinar tvær. Því má auðvitað ekki gleyma að þetta átti upphaflega að vera ein mynd (og þá kölluð "Kvikyndi") og allar sex sögurnar tengdust innbyrðis á mun flóknari hátt. Það tókst vel að aðgreina sögurnar í "Börnum" og gera að einni heild en "Foreldrar" ber það kannski með sér að vera restin. Engu að síður er um virkilega vandaða mynd að ræða og mun kómískari heldur en "Börn." Margar skemmtilega útfærðar senur - grátbroslegar jafnvel en þó án þess að verða pínlegar (list sem alltof fáir íslenskir kvikmyndagerðarmenn virðast geta tileinkað sér) - og leikurinn óaðfinnanlegur. Er sérstök ástæða til að hampa Nönnu Kristínu sem hverfur gjörsamlega inn í persónu sína. Það reynist líka vera kostur að sögurnar fjalla allar um ofur hversdagslega hluti. Við hlæjum að og finnum mest til með þeim sem við þekkjum.
Hvað undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva varðar hef ég aðeins eitt að segja: ái.
Fór á Foreldra á föstudaginn. Hún var góð.
Horfði á Börn á laugardaginn. Hún var líka góð.
Stóra spurningin er auðvitað hvor er betri. Svarið er: hvur veit? Kosturinn við "Börn" er sá að sögurnar þrjár eru allar jafn tragískar og ná að spinna saman hámark á réttu augnabliki. Þótt að viss leyti sé um sjálfstæðar sögur að ræða hafa þær áhrif á hvor aðra - orsök í einni leiðir til afleiðinga í annarri o.s.frv. Því er ekki fyrir að fara í "Foreldrum." Tvær þeirra tengjast jú nokkuð en ekki á jafn afdrifaríkan hátt og í "Börnum." Þriðja sagan er svo til alveg ótengd við hinar tvær. Því má auðvitað ekki gleyma að þetta átti upphaflega að vera ein mynd (og þá kölluð "Kvikyndi") og allar sex sögurnar tengdust innbyrðis á mun flóknari hátt. Það tókst vel að aðgreina sögurnar í "Börnum" og gera að einni heild en "Foreldrar" ber það kannski með sér að vera restin. Engu að síður er um virkilega vandaða mynd að ræða og mun kómískari heldur en "Börn." Margar skemmtilega útfærðar senur - grátbroslegar jafnvel en þó án þess að verða pínlegar (list sem alltof fáir íslenskir kvikmyndagerðarmenn virðast geta tileinkað sér) - og leikurinn óaðfinnanlegur. Er sérstök ástæða til að hampa Nönnu Kristínu sem hverfur gjörsamlega inn í persónu sína. Það reynist líka vera kostur að sögurnar fjalla allar um ofur hversdagslega hluti. Við hlæjum að og finnum mest til með þeim sem við þekkjum.
Hvað undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva varðar hef ég aðeins eitt að segja: ái.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Og ekki má gleyma því að konan hennar Jódísar hún Puff Mama, á barasta risastóran þátt í gerð beggja myndanna. Þarmeð eru þær hafnar yfir gagnrýni af minni hálfu.
Hún kom hinsvegar hvergi nærri júróvísjón og kann ég því bestu þakkir. Náði að sjá tvö lög og fann mig knúna til þess að slökkva á viðtækinu, ég geng ekki heil til skógar andlega og fann strax að þarna var um efni að ræða sem hefði getað skutlað mér inn á deild með hraði.
Haha. Alltaf þegar menn segjast ætla að hætta að blogga, þá fá þeir ritræpu. ;-) Ég þarf yfirleitt ekki nema að huxa það.
Hehe - ég sagðist nú aldrei beint ætla að hætta. Hélt það hefði bara gerst af sjálfu sér. En það kemur víst í sama stað niður :þ
"Phnepl" segir Blogger og gefur mér langt nef.
Ætlaði að lesa allt bloggið, en hætti snarlega við þegar talið kom að bíómyndunum tveimur.
á nebbla eftir að sjá þær báðar.
en vona samt að ég fá prik fyrir viðleitni.
Gróurhúsaáhrifin eru ósköp næs hér og nú. Að vísu verða þau smátt og smátt til þess að stór hluti jarðarinnar verður eyðimörk en við skulum nú ekki eyðileggja hauststemninguna með því að hugsa út fyrir landsteinana eða meira en ár fram í tímann.
Ég ætlaði að skrifa um Börn og Foreldra sjálf en hef engu við þinn dóm að bæta svo ég ætla að láta nægja að vísa í hann.
Skrifa ummæli