föstudagur, janúar 19, 2007

Ég er að spá í hvort ég eigi ekki bara að segja þetta gott. Frá því um jólin hef ég tjáð mig hérna einu sinni. Á sama tíma hef ég skrifað 12 sinnum í live journal. Held að það segi sitt. Einhverra hluta vegna finn ég fyrir kröfu til að segja alltaf eitthvað af viti hérna og þegar það gerist ekki sný ég mér að live journal þar sem væntingarnar eru í lágmarki. Þar virðist ég lifa í þeirri blekkingu að enginn sem ég þekki sé að lesa um mig. Kannski er líka miklu þægilegar að blaðra um ekki neitt á enskri tungu. Við sjáum til. Ekki búast a.m.k. við stórtíðindum á þessum vettvangi í nánustu framtíð - ég ætla ekki að eyða blogginu eða neitt svo drastískt en ef þig langar til að fylgjast með stórtíðindum í mínu lífi er vænlegast að fylgjast með hamborgarabúllunni.

Engin ummæli: