Gleðileg jól frá Århus
fimmtudagur, desember 20, 2007
Ammæli í dag. Svo sem ekkert í frásögu færandi. Aldurkomplexarnir hafa ekki enn orðið mér að aldurtila enda hef ég ákveðið að taka fílósófíska pólinn á þetta; ég verð aldrei yngri en ákkúrat í dag. Og varla getur maður kvartað yfir því að verða eldri - það er nú enn sem komið er bara ein leið til að sleppa því og hún er sínu verri en aukinn árafjöldi.
föstudagur, desember 14, 2007
Ég er og verð símalaus frameftir degi. Ef einhvern skyldir reyna að ná í mig. Jólaherlegheit Hrauns voru tekin upp í gær og síminn minn sennilega orðið eftir heima hjá Svavari enda var ég orðin frávita af þreytu undir lokin og rétt hafði það að muna eftir sjálfri mér.
Rakst á þessa dásamlegu frétt um Akranesing sem vill fyrir alla muni ekki kenna bílinn sinn við neitt gay - sem er kannski skiljanlegt ef við förum út í bíllinn-sem-framlenging-á-ákveðnum-líkamsparti pælinguna:
"Til að bjarga málunum ákvað ég að fá mér einkanúmer [...] Það er skemmtilegt að segja frá því að tveimur dögum eftir að ég fékk nýja númerið mætti ég gömlum félaga mínum frá Hvanneyri sem þekkti mig á númerinu. Hann snéri við og við áttum ánægjulega endurfundi. Ég sé ekki fyrir mér að hann hefði gert slíkt hið sama og haft fyrir því að elta mann uppi á bíl með númerinu GAY-17,” sagði Ófeigur Gestsson.
Hvur veit, Ófeigur minn, hvur veit. Sælir eru einfaldir ;)
Rakst á þessa dásamlegu frétt um Akranesing sem vill fyrir alla muni ekki kenna bílinn sinn við neitt gay - sem er kannski skiljanlegt ef við förum út í bíllinn-sem-framlenging-á-ákveðnum-líkamsparti pælinguna:
"Til að bjarga málunum ákvað ég að fá mér einkanúmer [...] Það er skemmtilegt að segja frá því að tveimur dögum eftir að ég fékk nýja númerið mætti ég gömlum félaga mínum frá Hvanneyri sem þekkti mig á númerinu. Hann snéri við og við áttum ánægjulega endurfundi. Ég sé ekki fyrir mér að hann hefði gert slíkt hið sama og haft fyrir því að elta mann uppi á bíl með númerinu GAY-17,” sagði Ófeigur Gestsson.
Hvur veit, Ófeigur minn, hvur veit. Sælir eru einfaldir ;)
þriðjudagur, desember 11, 2007
Hvernig væri nú að virkja Hraunherinn og taka þessa jólalagakeppni? Helgi og hljóðfæraleikararnir eru komnir með afgerandi forystu.
Þá er ég lokst frumsýnd!
Aftansöngur jóla - desemberkjallaradagskrá Hugleiks - var frumsýndur á sunnudaginn og tókst bara ansi vel þótt ég segi sjálf frá. Mikið sungið, leikið og haft gaman.
Úr verkinu "Nýjar bomsur"
Svo maður plöggi nú almennilega:
Leikfélagið Hugleikur heldur árlega jólaskemmtun sína í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 9. desember og þriðjudaginn 11. desember. Dagskráin hefur yfirskriftina "Aftansöngur jóla", enda verður sungið um aftaninn, auk þess sem aftansöngur kemur við sögu í tveimur leikþáttum sem sýndir verða.
Alls verða fluttir þrír nýir leikþættir eftir félagsmenn, sem meira eða minna tengjast jólunum. Verkin sem sýnd verða eru:
Á í messunni e. Árna Friðriksson í leikstjórn Júlíu Hannam
Nýjar bomsur e. Sigurð H. Pálsson í leikstjórn Ástu Gísladóttur
Þykist þú eiga veski? e. Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Nönnu Vilhelmsdóttur
Auk leikþáttanna verða flutt ósköpin öll af jólalegri tónlist. Fram koma einsöngvarar úr röðum Hugleikara, kammerkórinn Hjárómur lætur sig ekki vanta, og á þriðjudagskvöldið stígur hljómsveitin Hraun á stokk. Hraun verður fjarri góðu gamni á sunnudagskvöldið, en það kemur til af góðu, þar sem hljómsveitin verður í London að keppa til úrslita í hljómsveitakeppni BBC World Service, The Next Big Thing.
Loks má gera ráð fyrir að gestum gefist kostur á að spreyta sig á föndri.
Húsið opnar kl. 20:30, en dagskráin hefst kl. 21:00 bæði kvöldin. Almennt miðaverð er 1000 kr.
Aftansöngur jóla - desemberkjallaradagskrá Hugleiks - var frumsýndur á sunnudaginn og tókst bara ansi vel þótt ég segi sjálf frá. Mikið sungið, leikið og haft gaman.
Úr verkinu "Nýjar bomsur"
Svo maður plöggi nú almennilega:
Leikfélagið Hugleikur heldur árlega jólaskemmtun sína í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 9. desember og þriðjudaginn 11. desember. Dagskráin hefur yfirskriftina "Aftansöngur jóla", enda verður sungið um aftaninn, auk þess sem aftansöngur kemur við sögu í tveimur leikþáttum sem sýndir verða.
Alls verða fluttir þrír nýir leikþættir eftir félagsmenn, sem meira eða minna tengjast jólunum. Verkin sem sýnd verða eru:
Á í messunni e. Árna Friðriksson í leikstjórn Júlíu Hannam
Nýjar bomsur e. Sigurð H. Pálsson í leikstjórn Ástu Gísladóttur
Þykist þú eiga veski? e. Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Nönnu Vilhelmsdóttur
Auk leikþáttanna verða flutt ósköpin öll af jólalegri tónlist. Fram koma einsöngvarar úr röðum Hugleikara, kammerkórinn Hjárómur lætur sig ekki vanta, og á þriðjudagskvöldið stígur hljómsveitin Hraun á stokk. Hraun verður fjarri góðu gamni á sunnudagskvöldið, en það kemur til af góðu, þar sem hljómsveitin verður í London að keppa til úrslita í hljómsveitakeppni BBC World Service, The Next Big Thing.
Loks má gera ráð fyrir að gestum gefist kostur á að spreyta sig á föndri.
Húsið opnar kl. 20:30, en dagskráin hefst kl. 21:00 bæði kvöldin. Almennt miðaverð er 1000 kr.
föstudagur, desember 07, 2007
Ég er soldið farin að sjá 13. desember í hillingum. Þá verður allt búið - leikhússstúss og skóli. Það sér reyndar fyrir endann á öllu stressi. Jólatónleikar Tónó voru síðasta mánudag og gengu bara sæmilega og litla óþekka verkið sem Hjárómur tók að sér fyrir Helgu Ragnars var flutt á miðvikudag við góðar undirtektir og kannski nokkrar undrandi augabrúnir. Jóladagskrá Hugleiks er í óða önn að klambrast saman og ekkert eftir í skólanum nema einn píanótími og einn söngtími.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
Nú er mig soldið farið að langa til að sofa svefni hinna óstressuðu og setjast síðan niður í góðra vina hópi með stóóóóóóra hvítvínsflösku. Eða tvær.
mánudagur, desember 03, 2007
Innilega til hamingju Hraun!
Á myndina vantar Gunnar Ben - ©Stebbi
Þá er það bara endaspretturinn... ;)
Á myndina vantar Gunnar Ben - ©Stebbi
Þá er það bara endaspretturinn... ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)