fimmtudagur, desember 20, 2007Ammæli í dag. Svo sem ekkert í frásögu færandi. Aldurkomplexarnir hafa ekki enn orðið mér að aldurtila enda hef ég ákveðið að taka fílósófíska pólinn á þetta; ég verð aldrei yngri en ákkúrat í dag. Og varla getur maður kvartað yfir því að verða eldri - það er nú enn sem komið er bara ein leið til að sleppa því og hún er sínu verri en aukinn árafjöldi.

2 ummæli:

Svandís sagði...

Til hamingju með afmælið Ásta mín. Vona að þú hafir átt góðan dag og skemmtilegan dag. Mig langar í súkkulaðihúðaðar piparkökur. Svoleiðis lúxus hef ég aldrei smakkað.

Siggadis sagði...

Til hamingju með afmælið :-)