Gabríel dó í nótt. Hann átti víst bara að vera með ígerð og óglatt af lyfjun en reyndist vera með biluð nýru og ofþornaður. Þegar dýralæknirinn gerði sér loks grein fyrir því hversu alvarlega veikur hann var reyndist það of seint og hann dó nokkrum klukkutímum síðar.
Ég sé ekki fram á að vera neitt sérstaklega skemmtileg þessa vikuna.
8 ummæli:
Þú mátt bara alveg vera skrýtin þessa vikuna, jafnvel þá næstu ef útí það er farið. Hugsa til þín.
JóÝr
æ hjartað mitt, ég samhryggist.
Æi það er leitt að vita, þar sem ég á gæludýr sem er algjörlega hluti af fjölskyldu minni þá skil ég vel að líðan þín sé ekki sem best núna. Samhryggist þér. Knús og kram ljúfan mín og takk fyrir kveðjuna.
Æji, þú ert nú aldrei leiðinleg, en vá hvað þetta er sorglegt.
Ég samhryggist elskan mín.
Samúðarkveðja af Vesturgötunni, það er eðlilegt að vera skrýtinn.
samhryggist
Ó, æji... samhryggist... hef ekki komið við hér í langan tíma og hefði gefið þér extra knús í gær ef ég hefði vitað... en sendi þér hér með rafrænt faðm :-) Kv, Siggadís
Skrifa ummæli