þriðjudagur, mars 11, 2008

Þetta er einfaldlega ekki sanngjarnt. Alltaf þarf allt skemmtilegt að gerast á nákvæmilega sama tíma. Nú þarf ég að ákveða mig - í þessari viku, helst í dag - hvernig mig langar að verja fyrri hluta júnímánaðar. Á ég að:

1. Fara á fræðilegt námskeið í mismunandi leikstílum hjá Rúnari Guðbrandssyni - ótrúlega spennandi
2. Fara á grunnnámskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni - ótrúlega gagnlegt
3. Slá þessu upp í kæruleysi og skella mér með kór foreldranna í ævintýraför til New York að syngja Carmina Burana í Carnegie Hall? Það ku ekki vera óalgengt að kórum sé boðið að halda tónleika í húsinu en ætti að verða ótrúlega skemmtilegt engu að síður.

Ég er manneskja sem er haldin svakalegum valkvíða á góðum degi. Þessu sé ég ekki fram á að geta ráðið úr upp á eigin spýtur.

Einhvers staðar á ég Magic 8 ball...

4 ummæli:

Sigríður Lára sagði...

Töfraáttan myndi sjálfsagt segja eitthvað loðið. Eins og hún gerir gjarnan þegar mikið liggur við, ef ég man rétt.

Ég ætla að senda Árna á Bjarna.

(Blogger segir ummhmh... óvenju viðeigandi.)

Ásta sagði...

Ég hallast nokkuð stíft að Bjarna - USA ferðin er eiginlega of dýr og ég held að mér sé meira stætt á því að smygla mér í Bingóförina heldur en hana. Hef varla efni á bæði.

Spunkhildur sagði...

Öll námskeiðin verða endurtekin, og jafnvel önnur ennþá meira spennandi. Hverjar eru líkurnar á að þér verði boðið að syngja þarna aftur???

En svona hugsa ég nú bara...

Spunkhildur sagði...

Taktu upp sex hliða tening. Kastaðu honum á borð. Komi upp 1 eða 2, velurðu kost eitt, komi 3 eða 4 velurðu kost tvö og komi 5 eða 6 velurðu kost þrjú.
Ég er að halda í víking yfir páska, svo ég sé þig með vori.

Gleðilega hátíð!