föstudagur, febrúar 08, 2008
Risastórar hamingjuóskir til Sigguláru og Siggudísar sem eignuðust sitt hvort barnið í vikunni - annars vegar strák og hins vegar stelpu. Gaman að heyra hvað allt gekk vel og Snúður og Snælda hress og kát.
Barátta mín við Símabáknið fékk farsælan endi. Ég lúffaði reyndar fyrir þeim eftir að hafa fengið ótal neitanir við beiðnum mínum og borgaði reikninginn. Ég sá hreinlega ekki fram á að hafa orku eða tíma til að standa í þessu. En reyndist svo eiga hauk í horni þar sem Logan ofurSímastarfsmaður var en hann gekk í málið fyrir mig og varð mér út um endurgreiðslu. Ég skulda honum bjór - eða fimmtán (þetta var aldrei spurning um peninga - bara prinsipp).
Annars er bara brjálað að gera. Æfingar á nær hverju kvöldi, skóli inni á milli, vinna alla daga og aumingja ég á ekkert frí inni. Til að halda upp á það er því kjörið að bæta aðeins á bunkann og ætlum við Auður og fara að grúska í útvarpsþáttum í vor. Meira um það þegar eitthvað verður komið á koppinn.
Nú ætla ég heim úr vinnunni, reyna að þerra á mér fæturna og hafa súpu í kvöldmatinn. Var að henda 20. þús. krónum í dekkjaverkstæðið í dag. Það sprakk nefnilega enn og aftur á bílnum í morgun og fyrir rest þurfti ég að kaupa tvö ný framdekk. Þetta með að bíllinn væri á fjórum heilsársdekkjum? Ekki svo mikið. Ég hef verið að brölta um í fannferginu á þessum líka handónýtu sumardekkjum. Geri aðrir betur.
Barátta mín við Símabáknið fékk farsælan endi. Ég lúffaði reyndar fyrir þeim eftir að hafa fengið ótal neitanir við beiðnum mínum og borgaði reikninginn. Ég sá hreinlega ekki fram á að hafa orku eða tíma til að standa í þessu. En reyndist svo eiga hauk í horni þar sem Logan ofurSímastarfsmaður var en hann gekk í málið fyrir mig og varð mér út um endurgreiðslu. Ég skulda honum bjór - eða fimmtán (þetta var aldrei spurning um peninga - bara prinsipp).
Annars er bara brjálað að gera. Æfingar á nær hverju kvöldi, skóli inni á milli, vinna alla daga og aumingja ég á ekkert frí inni. Til að halda upp á það er því kjörið að bæta aðeins á bunkann og ætlum við Auður og fara að grúska í útvarpsþáttum í vor. Meira um það þegar eitthvað verður komið á koppinn.
Nú ætla ég heim úr vinnunni, reyna að þerra á mér fæturna og hafa súpu í kvöldmatinn. Var að henda 20. þús. krónum í dekkjaverkstæðið í dag. Það sprakk nefnilega enn og aftur á bílnum í morgun og fyrir rest þurfti ég að kaupa tvö ný framdekk. Þetta með að bíllinn væri á fjórum heilsársdekkjum? Ekki svo mikið. Ég hef verið að brölta um í fannferginu á þessum líka handónýtu sumardekkjum. Geri aðrir betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já hérna sko þetta í sambandi við heimsendir hjá þér er ekki allveg rétt sko hann er að vísu árið 2012
en það verður enginn heimsendir árið 2012 kemur pláneta sem heitir nibiru og fer yfir segulsvið jarðar (hún gerir það á 30 þúsund ára fresti) og á þessari plánetu eru svonefndar geimverur sem að kalla sig reptilians og þeir eiga eftir að gera innrás en þá mun annar geimverukynstofn ganga til liðs við okkur að nafni pleiadians þeir eru í galactic federation og þeir munu hjálpa okkur í þessu stríði ... það er eiginlega skilda þeirra aðví þeir eru í galactic federation sambandinu að verja okkur aðví að við höfum allsekki nóga þekkingu né tækni til að takast á við þá einsömul en árið 2012 þá koma þessir pleidians og munu byrja með vaktaskipti á jörðini og heimurinn mun líða undir lok eða allavegana einsog við þekkjum hann ... kv kiddi
Þakka þér kærlega fyrir aðvörunina Kiddi. Heimsendirinn sem ég vísa í er reyndar af öðrum og mun persónulegri toga en vaninn er en ég skal hafa augun opin fyrir innrásinni.
Skrifa ummæli