miðvikudagur, janúar 30, 2008

Æfingar á "39 og ½ viku" eru hafnar með trukki og er í nógu að snúast. Áhugasamir geta fylgst með framgangi mála í nýrri hugleikskri æfingadagbók.

Það hefur afskaplega lítið annað komist að hjá mér undanfarið nema ef vera skyldi fyrirhugaðir tónleikar í Norræna húsinu næstu helgi. Þetta ku vera sams konar tónleikar og haldnir voru í fyrra - s.s. ýmsir Tónó nemendur að flytja þematengt efni. Breytingin í ár felst fyrst og fremst í því að taugar mínar liggja ekki í rjúkandi rústum yfir þessu öllu saman. Í fyrra voru það 1 eða 2 angurvær sönglög ala Britten sem ég réð eiginlega ekki við við bestu fáanlegu aðstæður og alls ekki í dimmum og gluggalausum helli Norræna hússin fyrir framan geispandi áhorfendur. Nú í ár syng ég eitt lag - það er skemmtilegt - ég ræð vel við það þótt það sé faktískt erfiðara en hin voru (margt getur breyst á einu ári) og þetta verður bara gaman.

Annars veit ég ekki hvað hefur á daga mína drifið. Síminn reynir að féfletta mig sem mest og best hann getur. Heldur því fram að ég eigi að borga fyrir aðgang að sjónvarpsefni sem ég bað aldrei um. Ég átti víst að telja dagana í þessum frímánuði og hringja síðan og segja þeim að hætta um leið og hann var liðinn. Frá mínum bæjardyrum séð er það argasta ósvífni að gefa mér eitthvað sem ég bað ekki um og senda svo reikning. Ætti ég að prófa þetta sjálf? Hringja í alla yfirmenn Símans, lesa upp fyrir þá úr stjörnuspá Moggans og rukka fyrir lífsfærni? Ég er búin að neita formlega að borga í tvígang og þeir segja bara jú víst. Hvað gerir maður þá?

4 ummæli:

sapuopera sagði...

Votta þér hér með samúð mína vegna allra samskipta við þetta fyrirtæki Satans. Það sem virkaði hjá mér var gamla góða húsráðið að verða bara snarvitlaus.

Ásta sagði...

Ég hef brúkað það áður og veit bara ekki hvort ég hef tíma eða nennu til að standa í því núna. Þeir eru líka greinilega farnir að læra af mistökum og núna má ekki kvarta nema tala við einhvern milliliða sem sendir inn beiðni fyrir mann. Maður getur öskrað á þennan milliliða þar til kýrnar koma heim en það hefur engin áhrif á þennan ósýnilega með öll völdin.

Siggadis sagði...

Vertu bara staðföst í ,,neijunum" - haltu áfram að segja nei og þeir geta ekki gert annað en að draga þetta til baka - á endanum. Svo er bara spurning hvernær hvænær á endanum svosem er... gætir þurft að vera þolinmóð. En ef fyrirtæki tekur upp á svona hjá sjálfum sér geta þeir ekki rukkað þig...

Halla sagði...

Gleðilegt ár Ásta mín og takk fyrir gömlu;-) Gaman að það sé nóg að gera í leikhúsinu, vona að ég komist á sýningu,- það eru allir að sýna á sama tíma og við eða það er brjálað veður, nema hvot tveggja sé.... Sammála stelpunum, haltu bara áfram að segja nei og biddu um sönnun fyrir því að þú hafir beðið um þessa þjónustu. Knús og kram.