mánudagur, september 01, 2008

Yfirdráttarlán. Mikið glettilega er auðvelt að venjast þeim. Ég man ekki hvað ég búin að vera með slíkt lengi. Alltof lengi því ég er löngu hætt að geta hugsað í inneignum, aðeins skuldum.

Og svo tekur maður skyndilega eftir því að vaxtagreiðslunar eru ca. 8000 kr. á mánuði og ef ég tæki lífeyrissjóðslán til 5 ára mundi ég borga svipaða upphæð nema ég borgaði niður lánið líka. No brainer. Ég hef að vísu verið að borga niður yfirdráttinn en það gengur hægt og þetta er bara svo mihihiHI-klu hagstæðara. Eina gildran er sú að maður gæti frestast til að ná sér í annan jafn skæðan yfirdrátt. En þá er bara að vona að eitthvað hafi aukist á þroskann með árunum. 7-9-13.

Hugleikur er byrjaður á sínum barningi. Fyrsti samlestur fyrir afmælistengdu einþáttungasýninguna var haldinn í gær og þar var kominn haugur af nýjum þáttum ásamt haug af gröðum leikstjórum sem allir vildu negla það sama. Eða næstum því. Ég fékk þann sem ég vildi en ekki voru allir jafn heppnir. Ég fékk líka leikstjóra að þeim sem ég skrifaði og held bara að Unnur Gutt sé ákkúrat rétta manneskjan í djobbið. Ef ég hefði ekki skrifað hann hefði ég sennilega vilja leikstýra honum sjálf :þ Ég hef ekki ennþá prófað að leikstýra svona eintali. Grunar að það sé glettilega snúið.

Annars eru verkefnin bara byrjuð að hlaðast upp líkt og í fyrra og ég virðist ekki hafa þróað með mér hæfileikann til að segja nei á þessu ári sem liðið er. Spái taugaáfalli í kringum lok október.

2 ummæli:

jennzla sagði...

Hehe já þeir reddast víst alltaf hlutirnir ;o)

Og ég hef ákveðið að þjást af tímabundinni blindu á yfirdráttinn minn....! Held ég hafi leyfi til þess næstu misserin...!

Spunkhildur sagði...

Zatan í helvíti fitnar í hvert skipti sem einhver borgar yfirdráttarvexti, svo mikið er víst...