þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Ég er haldin jólatrega. Held hann sé landlægur. Mig langar mest til að skipta um stöð þegar jólaauglýsingarnar birtast. Hef enga lyst á smákökum eða jólaöli. Þjóðmálstress í bland við skólastress er ekki mjög hátíðarhvetjandi. Ég veit satt að segja ekki hvað ég get gert til að koma mér í þetta jólaskap en finnst einhvern veginn að mér beri skylda til að bretta upp ermar og láta verða af því. Það er kominn tími á jólagjafakaup ef ekkert annað - sem þarf að gerast áður en ég fer til Danmerkur í næstu viku. Ég er bara ekki að meika enn einn hlut til að velta mér upp úr. Mælirinn reynist nefnilega vera yfirfullur.
Björtu hliðarnar ... björtu hliðarnar ... Er sæmilega vel sett jólafatalega séð. Og það verður steik á aðfangadagskvöld. Og kannski smá hlé á geðveikinni.
Björtu hliðarnar ... björtu hliðarnar ... Er sæmilega vel sett jólafatalega séð. Og það verður steik á aðfangadagskvöld. Og kannski smá hlé á geðveikinni.
laugardagur, nóvember 22, 2008
Kvikmynd dagsins er Ironed Jawed Angels. Hún fjallar um baráttu bandarískra kvenna í byrjun 20. aldar fyrir kosningarétti:
Þær stunduðu eingöngu friðsæmleg mótmæli og hlutu að launum fangelsisvist fyrir að efla til óeirða (þeirra karla sem veittust að þeim). Þá lögðust þær í hungurverkfall. Á meðan aðrir hópar kvenna kusu að bíða eftir að stjórnvöld vinsamlegast veitti þeim réttindi þorðu þessar konur að berjast fyrir sínum og þegar til kom, var það það sem til þurfti. Stundum þarf að hrifsa til sín réttinn og þegar ýtt er á - ýta fastar á móti. Þetta vissi Rosa Parks svo og Stonewall mótmælendurnir. Enginn hefur nokkurn tímann komið réttlæti til leiðar með því að sitja með hendur í skauti.
Þær stunduðu eingöngu friðsæmleg mótmæli og hlutu að launum fangelsisvist fyrir að efla til óeirða (þeirra karla sem veittust að þeim). Þá lögðust þær í hungurverkfall. Á meðan aðrir hópar kvenna kusu að bíða eftir að stjórnvöld vinsamlegast veitti þeim réttindi þorðu þessar konur að berjast fyrir sínum og þegar til kom, var það það sem til þurfti. Stundum þarf að hrifsa til sín réttinn og þegar ýtt er á - ýta fastar á móti. Þetta vissi Rosa Parks svo og Stonewall mótmælendurnir. Enginn hefur nokkurn tímann komið réttlæti til leiðar með því að sitja með hendur í skauti.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)