þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Ég er haldin jólatrega. Held hann sé landlægur. Mig langar mest til að skipta um stöð þegar jólaauglýsingarnar birtast. Hef enga lyst á smákökum eða jólaöli. Þjóðmálstress í bland við skólastress er ekki mjög hátíðarhvetjandi. Ég veit satt að segja ekki hvað ég get gert til að koma mér í þetta jólaskap en finnst einhvern veginn að mér beri skylda til að bretta upp ermar og láta verða af því. Það er kominn tími á jólagjafakaup ef ekkert annað - sem þarf að gerast áður en ég fer til Danmerkur í næstu viku. Ég er bara ekki að meika enn einn hlut til að velta mér upp úr. Mælirinn reynist nefnilega vera yfirfullur.

Björtu hliðarnar ... björtu hliðarnar ... Er sæmilega vel sett jólafatalega séð. Og það verður steik á aðfangadagskvöld. Og kannski smá hlé á geðveikinni.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ég er á leið á Hótel mömmu yfir jólin og verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka svolítið til.
Mér þykir þó fullsnemmt að hlusta á jólalög í nóvember.