laugardagur, nóvember 22, 2008

Kvikmynd dagsins er Ironed Jawed Angels. Hún fjallar um baráttu bandarískra kvenna í byrjun 20. aldar fyrir kosningarétti:



Þær stunduðu eingöngu friðsæmleg mótmæli og hlutu að launum fangelsisvist fyrir að efla til óeirða (þeirra karla sem veittust að þeim). Þá lögðust þær í hungurverkfall. Á meðan aðrir hópar kvenna kusu að bíða eftir að stjórnvöld vinsamlegast veitti þeim réttindi þorðu þessar konur að berjast fyrir sínum og þegar til kom, var það það sem til þurfti. Stundum þarf að hrifsa til sín réttinn og þegar ýtt er á - ýta fastar á móti. Þetta vissi Rosa Parks svo og Stonewall mótmælendurnir. Enginn hefur nokkurn tímann komið réttlæti til leiðar með því að sitja með hendur í skauti.

Engin ummæli: