fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Er ekki fínt að koma með nýja færslu á mánaðar fresti? Held mér takist samt að vera með afskastameiri bloggurum miðað við þróunina sem orðið hefur eftir að Facebook tók yfir lífi Íslendinga.

Sem er gott og blessað. Ekki þýðir mikið að slást við þróunina.

Þannig að ég bauð bara Kötu og Auði heim í sushi og meððí á þriðjudagskvöldi. Það mældist afskaplega vel fyrir.Við Kata vorum að torga næstsíðustu bitnum áðan (enn 9 eftir). Ennþá jafn gómsætir.

Hamingja er sushi og góður félagsskapur.

2 ummæli:

eva sagði...

Hvað varð um mánaðarlega færslu? Ég væri allavega til í að sjá eitthvað frá þér oftar.

Ásta sagði...

Ég er miklu duglegri að skrifa hérna:

http://theloa.livejournal.com/

Enda fólk duglegra að kommenta.