mánudagur, mars 15, 2010

Yfirdrottnararnir hafa talað: ekkert fésbúkk í vinnunni. Eða msn og þessháttar dót.

Olræt. Þá bloggar maður bara.

Er fortíðarrúnkið ekki ennþá í tísku?

Af sjálfri mér er það að frétta að ég er byrjuð á Brautargengisnámskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð og síðan munum við Auður stofna fyrirtæki í kringum starfsemi okkar. Þessi starfsemi hefur hingað til takmarkast við útvarpsþáttagerð en mun von bráðar fara að færa sig upp á skaptið. Við höfum s.s. ákveðið að við erum frábærar og ætlum að byggja okkar rekstur á þeirri hugmynd. Bókmenntafræðingar í sókn. Námskeiðið mun aðstoða við að slípa til viðskiptahugmyndina og byggja upp grundvöll fyrir rekstri. Og þannig er málum háttað hér á bæ.

Annars eru 2007 gleraugum að gagnast á ýmsum vettvöngum því ég er byrjuð á eldhúsyfirhalningunni loksins með aðstoð hins nýuppgötvaða Ella frænda sem sérhæfir sig í slíkri vinnu. Páskarnir munu fara í niðurrif og málningarvinnu og svo verð ég vonandi komin með almennilega eldhúsinnréttingu (uppþvottavél!) rétt eftir páska.

Talandi um páska. Þá fæ ég páskaegg. Lítið. Fram að því er ég hætt að borða sykur og allt það sem inniheldur sykur í óþarfa magni. Einnig óþarfa fitu. Sjáum svo hvað setur. Á námskeiðinu er manni kennt að líkur þess að áætlanir standist aukist um 100% ef maður skrifar þær niður.

Síðan ætla ég að verða rík og hamingjusöm.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þig :)

Þurfið þið Auður ekki að ráða bókasafnsviðskiptafræðing með bókhaldsreynslu til starfa eftir tvö eða þrjú ár?

Kv.
Svandís

Ásta sagði...

Algjörlega. Held að nafnið þitt sé þegar komið einhvers staðar inn í viðskiptaplanið :)

Nafnlaus sagði...

Ekkert facebook, þetta finnst mér illa gert hjá þeim.

En til hamingju með elduhúsframkvæmdir og fyrirtækjapælingar!!

Skotta

Sigga Lára sagði...

Tala nú ekki um ef maður skrifa fyrirætlanir niður á bloggið sitt þar sem þær liggja síðan fyrir hunda og manna fótum.

Enn líklegra að maður reyni allavega pínulítið að standa við þær. :)

Blogger segir treandy...