sunnudagur, febrúar 05, 2006

Arkaði niður á strönd í dag við fjórða mann, vel mökuð SPF 30+ og body-surfaði í sjónum. Sem laun fyrir varkárni og erfiði dagsins er ég skaðbrunnin á fremsta hluta handa og fóta. Spáin segir að það verði þrumuverður á morgun sem verður mér sennilega til lífs.

Annars er ég búin að vera hinn skemmtilegasti gestur og skiptast á annars vegar að sofa og hins vegar éta og drekka gestgjafa mína út á gaddinn.

Ég mundi segja einhver innsæisrík orð um Ástrali upp til hópa en hef aðeins getað fylgst með þeim úr fjarlægð enn sem komið er. Ég get hins vegar flutt langa pistla um skómenningu þeirra sem ég er nú þegar orðinn sérfræðingur í (t.d. ef þú ert kvenmaður í leit að sandölum geturðu valið um "thongs" eða eitthvað gasalega kjút með hæl - þægindi eru fyrir karlmenn og krakka.)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bið kærlega að heilsa andfætlingum vorum og öllum þeim skoppandi pokaspendýrum sem á vegi þínum kunna að verða.

Stuðkveðjur frá Köben.

fangor sagði...

öfund!!! skilaðu bestu kveðjum til auðar og ragga.

Rannveig sagði...

ÁSTRALÍA ÓMÆGOD!!!
góða skemmtun góða.

Nafnlaus sagði...

Sæl Ásta mín. Gott þu skemmtir þér vel. Brenndu þig nú ekki.
Nú er kuldi og smásnjór. Hlakka til að heyra frá þér aftur.

Spunkhildur sagði...

Hér er skítaveður og ógeð. Ég brann í ljósum í dag þannig að við erum á sama báti með það. Talandi um báta, ég fór og hitti kafbát og annan skipakost hjá Sigguláru í dag og kafbátur bað að heilsa þér. Gvuðdómlegt barn....

Nafnlaus sagði...

hey þú... ég er græn af öfund. Vil helst ekki tala við þig mikið. En ég var að fá vinnu í sumar og við verðum aldeilis nágrannar, er að fara að vinna í sama húsi og þú hehe. Heyrðu, ef þú sérð Kim Possible eða Línu Langsokk búninga á SÝH þarna úti, endilega pikkaðu eins og einn upp og ég borga þér. Já, og smókes í the Freehaven muhohoho
Kv, Frekja mágkona