þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Óskar

Jæja - kominn sá tími og ég heltist úr lestinni. Einhvern veginn beit ég það í mig að ég væri búin að sjá einhvern slatta af tilnefndum myndum en þegar betur var að gáð kom í ljós að ég var búin að sjá nákvæmlega tvær: Brokeback Mountain og Walk the line (er ég þá að tala um þær myndir sem fengu tilnefningar í aðalflokkunum - fyrir leik, leikstjórn, handrit, bestu mynd.)

Þannig að - nú hef ég sett mér það takmark að vera búin að sjá a.m.k. meirihluta kvikmynda í þessum helstu flokkum áður en kvöldið rennur upp. Ég er reyndar ekkert svo viss um að ég nenni að horfa á herlegheitin sem sjálf útsendingin er en finnst einhverra hluta vegna að ég þurfi að hafa upplýsta skoðun á framgangi mála. Það gengur alveg ágætlega að sanka þeim að sér - nú þarf ég bara að finna tíma til að setjast niður og láta verða af öllu þessu áhorfi:

Syriana
Good night and good luck (er spenntust fyrir þessari)
The Constant Gardener
Crash
Munich (já og þessari)
Capote

Einhverjar fleiri myndir komust reyndar á Óskarblaðið en þá með afar fáar tilnefningar, ég búin að sjá þær eða þær virkuðu ekki spennandi - því munu þær fá að mæta afgangi nema eitthvað svakalegt gerist. Ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Pride and Prejudice en entist ekki nema í 10 mínútur - það truflaði mig endalaust að það var til augljóslega miklu betri útgáfa (BBC.)

Svo er fólki velkomið að setjast niður með mér og glápa á þessi ósköp (hvenær sem það nú verður - þessa dagana er eitthvað svo auðvelt að henda bara Babylon 5 diski í DVD spilarann og týna sér í geimsápuævintýrum.)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held að ég sé bara búin að horfa á Brokeback Mountain.....ég er samt með aðgang að nokkrum hinna.

Kallast það ekki framtaksleysi?

fangor sagði...

ég villlll!! hef ekkert annað að gera. bring'em on hon..

Ásta sagði...

Þú gerir þér grein fyrir að það þýðir að þú þarft að koma í heimsókn til mín - er það ekki? Vissara að hafa þetta á hreinu...

frizbee sagði...

Þú mátt alveg vera spennt fyrir Crash líka! gæðigæði!

fangor sagði...

ég kemst ennþá út úr húsi. varlega.

Ásta sagði...

Ég hef heyrt æði misjafna hluti um Crash - bæði góða og slæma. Nanna - fyrst þú ert ennþá ferðafær skulum við reyna að stefna á þetta í kvöld, annað kvöld eða á laugardagskvöld.

frizbee sagði...

Hún er reyndar dáldið að syngja "why can't we all just get along"-slagarann dáldið hátt, en hún gerir það vel.

Eina sem böggaði mig var endirinn, og hvernig hann var keimlíkur annarri kvikmynd sem fjallar um breiskleika mannskeppnunnar. Segi ekki meir til að skemma ekki...

Ásta sagði...

Ok - ég gef henni séns. Það er líka ágætt að halda væntingum í lágmarki þegar maður horfir á myndir.