þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Ég er svo vitlaus. Gasalega ánægð með smá launahækkun sem er svo öll étin í einum munnbita af verðbólgunni. Það eina sem ekki hefur hækkað er leigan í kjallaranum. Nú er tíminn til að segja upp Stöð 2 og huga að sjálfsþurftarbúskapnum sem hefur setið á hakanum (rabbabaragrautur í matinn næstu 2 mánuði.)
Sérstaklega ef ég á að hafa efni á þessari fartölvu.
Óvenjuleg framkvæmdagleði hefur láti á sér kræla svona í rassgatinu á sumrinu. Dröslaði kommóðudruslu, sem einhver leigjandi skildi eftir í fyrndinni, út úr geymslunni - pússaði hana og málaði og gerði að fínasta stofustássi. Og hef nú stað til að troða öllu þessu smádóti sem vill safnast fyrir í kringum mann. Er fyrirmunað að skilja hvers vegna ég var ekki búin að þessu fyrir löngu.
Er að fara í fyrsta söngtíma vetrarins á eftir - hjá nýjum kennara. Ég er líka með nýjan píanista. Og þarf/get kannski farið í píanónám. Það er reyndar ekki komið í ljós ennþá. Endalausar breytingar einmitt þegar maður var búinn að troða lífinu í fastar skorður. Sem er gott. Hvað er gaman af lífinu ef það er alltaf eins? Það sama á augljóslega við um stofuna (heimspekileg samlíking milli ólíkra þátta lífsins: tjekk.)
Smá updeit í lokin - fyrst ég var með óþarfa tilkynningagleði: Embla missti barnið. Hún var komin rétt 4 mánuði á leið.
Sérstaklega ef ég á að hafa efni á þessari fartölvu.
Óvenjuleg framkvæmdagleði hefur láti á sér kræla svona í rassgatinu á sumrinu. Dröslaði kommóðudruslu, sem einhver leigjandi skildi eftir í fyrndinni, út úr geymslunni - pússaði hana og málaði og gerði að fínasta stofustássi. Og hef nú stað til að troða öllu þessu smádóti sem vill safnast fyrir í kringum mann. Er fyrirmunað að skilja hvers vegna ég var ekki búin að þessu fyrir löngu.
Er að fara í fyrsta söngtíma vetrarins á eftir - hjá nýjum kennara. Ég er líka með nýjan píanista. Og þarf/get kannski farið í píanónám. Það er reyndar ekki komið í ljós ennþá. Endalausar breytingar einmitt þegar maður var búinn að troða lífinu í fastar skorður. Sem er gott. Hvað er gaman af lífinu ef það er alltaf eins? Það sama á augljóslega við um stofuna (heimspekileg samlíking milli ólíkra þátta lífsins: tjekk.)
Smá updeit í lokin - fyrst ég var með óþarfa tilkynningagleði: Embla missti barnið. Hún var komin rétt 4 mánuði á leið.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Sunday Bloody Sunday
Það er í tísku að klína inn á blogg linkum af fróðlegum youtube myndböndum.
Ekki vil ég eftirbátur kallast (enda mun það sennilega verða nafnið á örverpi Siggu og Rannsóknarskipa ca. 2019) og stenst því ekki mátið að birta sennilega besta U2 cover sem ég hef heyrt. Ég er ekkert sértaklega spennt fyrir hljómsveitinni en væri alveg til í að dilla mér við þetta.
Það er í tísku að klína inn á blogg linkum af fróðlegum youtube myndböndum.
Ekki vil ég eftirbátur kallast (enda mun það sennilega verða nafnið á örverpi Siggu og Rannsóknarskipa ca. 2019) og stenst því ekki mátið að birta sennilega besta U2 cover sem ég hef heyrt. Ég er ekkert sértaklega spennt fyrir hljómsveitinni en væri alveg til í að dilla mér við þetta.
laugardagur, ágúst 19, 2006
Risastórar hamingjuóskir handa Berglindi og Svandís sem eignuðust drengi með tveggja daga millibili - 16. og 18. ágúst. Það var kominn tími á jafna soldið kvenmiðað kynjahlutfallið í krakkaflóru Naflalóar (a.m.k. miðað við það sem komið er á þessu ári.)
Næst í röðinni - ef mér skjátlast ekki - er Embla með sitt fjórða næsta febrúar. Og þannig heldur það áfram.
Næst í röðinni - ef mér skjátlast ekki - er Embla með sitt fjórða næsta febrúar. Og þannig heldur það áfram.
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Sumarvertíðin er búin - og þá tekur vetrarvertíðin við. Alltaf skal eitthvað vera að gerast.
Skólinn byrjar bráðum hjá mér og kannski kominn tími til að tékka á hvað felst í því. Ég hef einhvern veginn ekki haft tíma til að hugsa um það.
Síðan er það MA ritgerði. Ójá. Ég ætla opinberlega að byrja á þeim fjanda aftur. Meðfram fullri vinnu og fullu námi. Það ætti að verða áhugavert. Enn sem komið er þarf að toga upp úr mér umfjöllunarefnið með grettistaki því ég er ennþá nokkuð óviss um hvað hentar til skrifa. Vil rannsaka efnið soldið betur áður en ég stekk út í þessa djúpu. Það er samt all í myndarlegum startholum - er að svipast um eftir skrifstofuaðstöðu (og er með eina í sigtinu sem hefur ekki verið endanlega staðfest) svo og fartölvu (ditto) og vantar núna aðeins 2-3 lausa tíma til að kíkja á bókasafnið. Sem er snúið þegar safnið lokar kl. 5 á daginn. Semsagt - í hnotskurn - MA ritgerð í vinnslu og opið veiðileyfi á sjálfa mig ef ég klára ekki fyrir vorið.
Einnig - ég pantaði bústað (m/potti) yfir eina helgi eftir 3 vikur. Namm...
Skólinn byrjar bráðum hjá mér og kannski kominn tími til að tékka á hvað felst í því. Ég hef einhvern veginn ekki haft tíma til að hugsa um það.
Síðan er það MA ritgerði. Ójá. Ég ætla opinberlega að byrja á þeim fjanda aftur. Meðfram fullri vinnu og fullu námi. Það ætti að verða áhugavert. Enn sem komið er þarf að toga upp úr mér umfjöllunarefnið með grettistaki því ég er ennþá nokkuð óviss um hvað hentar til skrifa. Vil rannsaka efnið soldið betur áður en ég stekk út í þessa djúpu. Það er samt all í myndarlegum startholum - er að svipast um eftir skrifstofuaðstöðu (og er með eina í sigtinu sem hefur ekki verið endanlega staðfest) svo og fartölvu (ditto) og vantar núna aðeins 2-3 lausa tíma til að kíkja á bókasafnið. Sem er snúið þegar safnið lokar kl. 5 á daginn. Semsagt - í hnotskurn - MA ritgerð í vinnslu og opið veiðileyfi á sjálfa mig ef ég klára ekki fyrir vorið.
Einnig - ég pantaði bústað (m/potti) yfir eina helgi eftir 3 vikur. Namm...
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Nú er Mávs-ævintýrið senn á enda og síðustu forvöð að berja sýninguna augum annað kvöld kl. 7 eða á Dalvík næstkomandi laugardag kl. 5. Veðurspá er hagstæð þótt hlýr klæðnaður, útilegustólar og regnhlífar séu jafnan góð hugmynd á íslenskum sumarkvöldum.
Þetta er allt kyrfilega merkt þannig að ekkert vandamál ætti að vera að ramba á rétta staðinn.
Þetta er allt kyrfilega merkt þannig að ekkert vandamál ætti að vera að ramba á rétta staðinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)