miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Nú er Mávs-ævintýrið senn á enda og síðustu forvöð að berja sýninguna augum annað kvöld kl. 7 eða á Dalvík næstkomandi laugardag kl. 5. Veðurspá er hagstæð þótt hlýr klæðnaður, útilegustólar og regnhlífar séu jafnan góð hugmynd á íslenskum sumarkvöldum.

Þetta er allt kyrfilega merkt þannig að ekkert vandamál ætti að vera að ramba á rétta staðinn.

1 ummæli:

Gerður sagði...

Hæ og takk fyrir síðast! Sjáumst vonandi á Menningarnótt?