þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Ég er svo vitlaus. Gasalega ánægð með smá launahækkun sem er svo öll étin í einum munnbita af verðbólgunni. Það eina sem ekki hefur hækkað er leigan í kjallaranum. Nú er tíminn til að segja upp Stöð 2 og huga að sjálfsþurftarbúskapnum sem hefur setið á hakanum (rabbabaragrautur í matinn næstu 2 mánuði.)

Sérstaklega ef ég á að hafa efni á þessari fartölvu.

Óvenjuleg framkvæmdagleði hefur láti á sér kræla svona í rassgatinu á sumrinu. Dröslaði kommóðudruslu, sem einhver leigjandi skildi eftir í fyrndinni, út úr geymslunni - pússaði hana og málaði og gerði að fínasta stofustássi. Og hef nú stað til að troða öllu þessu smádóti sem vill safnast fyrir í kringum mann. Er fyrirmunað að skilja hvers vegna ég var ekki búin að þessu fyrir löngu.

Er að fara í fyrsta söngtíma vetrarins á eftir - hjá nýjum kennara. Ég er líka með nýjan píanista. Og þarf/get kannski farið í píanónám. Það er reyndar ekki komið í ljós ennþá. Endalausar breytingar einmitt þegar maður var búinn að troða lífinu í fastar skorður. Sem er gott. Hvað er gaman af lífinu ef það er alltaf eins? Það sama á augljóslega við um stofuna (heimspekileg samlíking milli ólíkra þátta lífsins: tjekk.)

Smá updeit í lokin - fyrst ég var með óþarfa tilkynningagleði: Embla missti barnið. Hún var komin rétt 4 mánuði á leið.

Engin ummæli: