fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Sumarvertíðin er búin - og þá tekur vetrarvertíðin við. Alltaf skal eitthvað vera að gerast.

Skólinn byrjar bráðum hjá mér og kannski kominn tími til að tékka á hvað felst í því. Ég hef einhvern veginn ekki haft tíma til að hugsa um það.

Síðan er það MA ritgerði. Ójá. Ég ætla opinberlega að byrja á þeim fjanda aftur. Meðfram fullri vinnu og fullu námi. Það ætti að verða áhugavert. Enn sem komið er þarf að toga upp úr mér umfjöllunarefnið með grettistaki því ég er ennþá nokkuð óviss um hvað hentar til skrifa. Vil rannsaka efnið soldið betur áður en ég stekk út í þessa djúpu. Það er samt all í myndarlegum startholum - er að svipast um eftir skrifstofuaðstöðu (og er með eina í sigtinu sem hefur ekki verið endanlega staðfest) svo og fartölvu (ditto) og vantar núna aðeins 2-3 lausa tíma til að kíkja á bókasafnið. Sem er snúið þegar safnið lokar kl. 5 á daginn. Semsagt - í hnotskurn - MA ritgerð í vinnslu og opið veiðileyfi á sjálfa mig ef ég klára ekki fyrir vorið.

Einnig - ég pantaði bústað (m/potti) yfir eina helgi eftir 3 vikur. Namm...

5 ummæli:

Svandís sagði...

Kannski maður ætti að athuga hvort enn er séns til að skrifa BS ritgerð í viðskiptafræði og fara í ritgerðakeppni við þig ;)

Ásta sagði...

Já hvernig væri... ;)

fangor sagði...

ég dáist að framtakssemi þinni. ég á nú einmitt eftir ba ritgerð í bókmenntafræði. við ættum kannski að gerast tríó?

Siggalára sagði...

Ég get sagt ykkur að það er ógurlega góð tilfinning að vera búinn aððessu. (Þegar frá líður verður manni hins vegar nokkuð sama... og þegar enn lengra líður frá fer maður að fá fráhvarfseinkenni og skoða námsskrána í ýmsum námum í háskólum eins og það komi manni við...)

Ásta sagði...

Það hlýtur þó að vera gott að hafa möguleikann til staðar og ekki þessa fjandans MA ritgerð að setja manni stólinn fyrir dyrnar.