miðvikudagur, desember 27, 2006

Jólin fór fram - venju samkvæmt - í frið og spekt heima hjá bróður mínum. Krakkarnir voru að springa af spenningi og fengu því að opna jólagjafir frá foreldrunum fyrst og var hamingjan með fenginn slík að þau litu varla við öðrum gjöfum eftir það. Gísli Hrafn varð að stökkbreyttri ninja skjalböku á táningsaldri og duldist engum að hann var ekkert smá flottur - enda spígsporaði hann um allt í múnderingunni og tilkynnti öllum sem heyra vildu einmitt það:




Sigrún Ýr varð húsfrú hin mikla með glænýja fasteign:




Ekki var sama hver fékk að kíkja í heimsókn en mér skilst að seinna um kvöldið hafi hún hleypt þessum lýð inn fyrir náð og miskunn:




Annars var af nógu að taka þetta kvöld - og útbýttað undir öruggri stjórn Hebu:




Og allir fengu pakka - meira að segja krumpaðir kallar:




Engin mynd náðist af mér og mömmu enda var kapphlaupið við að rífa upp pakkana - sem tók rúma 2 tíma - þvílíkt að sáralítill tími gafst fyrir myndatökur. Enda gleymdi ég flassi í flestum tilfellum eins og sést.

Engin ummæli: