þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Bloggið mitt hefur verið í hálfgerðri tilvistarkreppu undanfarið. Og hefur kannski liðið fyrir að fá að vera birtingarmynd minns eigin lífsóróa. Það er svo margt sem mig langar til að gera en kem ekki í verk. Það er svo ennþá meira sem ég vildi ekki gera en kemst ekki undan. Í staðinn réðst ég á mygluna í kjallaranum.
Við myglan eigum okkar langa sögu. Ég veit ekki hvaðan hún kemur en pabbi virðist halda að sprunga í útvegg sé orsökin. Ég held að húsið sé að hefna sín á þeirri endulausu runu af mis skemmti- og þrifalegum leigjendum sem ég hef troðið þar inn. Einn tók upp á því að mála stigaganginn í kjallaranum fyrir ca. 2 árum. Áður en hann málaði var engin mygla - nú er mygla. Hann gerði það afskaplega illa. Fór aðeins eina umferð yfir veggina, sletti málningu út um allt gólf - þ.á.m. trétröppurnar og hefur sennilega ekkert þrifið áður en hann byrjaði. Hann var síðan svo eftir sig eftir þessi átök að hann hvorki þreif né tók til það sem eftir var af dvöl hans í kjallaranum (kannski ár?) Regluleg hef ég hlussast niður á kjallaratröppurnar og reynt að þrífa myglublettinn sem gerjast þar í einu horni og étur sig upp eftir veggnum. Í hvert skipti kemur bara meira. Reyndur málari sagði mér að notast við klór þar sem sápa mundi bara virka sem æti fyrir mygluna. Það hafði ekkert að segja. Ég var hætt að nenna þessu og kvíða ferðum niður í þvottahús því það fyrsta sem ég sá þegar ég opnaði kjallaradyrnar var nýjasta gæludýrið - undir það síðasta farið að daðra við loftið.
Fyrir
Loksins tók ég eftir því að þar sem málningin hafði flagnað af við þvottatilraunir mínar var engin mygla - á meðan hún grasseraði vel á nýjasta málningarlaginu. Eina rökrétta skýring var því sú að undir eða inní slettunum sem leigjandi hafði klesst á vegginn var einhver drulla sem myglan mín gat maulað á dagslangt. Nú dugðu engin vettlingatök. Með skröpu að vopni réðst ég á óargadýrið og náð því loks í burtu - algjörlega bara með illu. Við bíðum nú - ég og skrapan - eftir að ófyglið láti kræla á sér á ný. Það rétt ræður.
Eftir
Ath. allur allegórískur lestur á ofangreindu er á ábyrgð lesenda.
Við myglan eigum okkar langa sögu. Ég veit ekki hvaðan hún kemur en pabbi virðist halda að sprunga í útvegg sé orsökin. Ég held að húsið sé að hefna sín á þeirri endulausu runu af mis skemmti- og þrifalegum leigjendum sem ég hef troðið þar inn. Einn tók upp á því að mála stigaganginn í kjallaranum fyrir ca. 2 árum. Áður en hann málaði var engin mygla - nú er mygla. Hann gerði það afskaplega illa. Fór aðeins eina umferð yfir veggina, sletti málningu út um allt gólf - þ.á.m. trétröppurnar og hefur sennilega ekkert þrifið áður en hann byrjaði. Hann var síðan svo eftir sig eftir þessi átök að hann hvorki þreif né tók til það sem eftir var af dvöl hans í kjallaranum (kannski ár?) Regluleg hef ég hlussast niður á kjallaratröppurnar og reynt að þrífa myglublettinn sem gerjast þar í einu horni og étur sig upp eftir veggnum. Í hvert skipti kemur bara meira. Reyndur málari sagði mér að notast við klór þar sem sápa mundi bara virka sem æti fyrir mygluna. Það hafði ekkert að segja. Ég var hætt að nenna þessu og kvíða ferðum niður í þvottahús því það fyrsta sem ég sá þegar ég opnaði kjallaradyrnar var nýjasta gæludýrið - undir það síðasta farið að daðra við loftið.
Fyrir
Loksins tók ég eftir því að þar sem málningin hafði flagnað af við þvottatilraunir mínar var engin mygla - á meðan hún grasseraði vel á nýjasta málningarlaginu. Eina rökrétta skýring var því sú að undir eða inní slettunum sem leigjandi hafði klesst á vegginn var einhver drulla sem myglan mín gat maulað á dagslangt. Nú dugðu engin vettlingatök. Með skröpu að vopni réðst ég á óargadýrið og náð því loks í burtu - algjörlega bara með illu. Við bíðum nú - ég og skrapan - eftir að ófyglið láti kræla á sér á ný. Það rétt ræður.
Eftir
Ath. allur allegórískur lestur á ofangreindu er á ábyrgð lesenda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ég finn til með þér og vona að þér vegni vel í baráttunni gegn myglunni.
Baráttan við mygluna í kjallaranum hljómar eins og gott efni í smásögu. Er hins vegar ekki viss um að það myndi hæfa í leikþátt (nú sé ég þig fyrir mér uppi á sviði í heitum samræðum við sköfuna á meðan leigjendur þramma út og inn á bak við þig). Hver veit, kannski væri jafnvel hægt að semja um þetta Eurovision-lag? Hugsa að enginn hafi sungið þar áður um myglu...
dugleg stelpa!!
við gætum nú léttilega slett saman léttum texta um sálarmyglur sem reynist erfitt að hreinsa upp. fullkomið júrósvisjónefni.
Jájá. Varla verra en það sem komið er og eflaust talsvert innihaldsríkara.
Ef þú lendir í þessari baráttu aftur við mygluna þá getur þú líka notað sandpappír á mygluna. Á nóg af húsráðum í handraðanum.
Kveðja Linda (Bjargarvinkona)
Skrifa ummæli