föstudagur, júní 22, 2007

"Já þið segið nokkuð"

Segir maðurinn þegar hann gengur fram hjá skrifborðinu mínu og horfir eitthvert allt annað. Ég hef nokkrum sinnum reynt að segja honum nokkuð og finnst það sjálfsögð kurteisi: "Já það rignir", "Nei það gerum við ekki", "Ég braut nögl", "Dettum í það" en hann virðist ekki vera að hlusta. Á leiðinni til baka (hann var að ná í kaffi) brýst kannski fram eitt "Jájá" þegar hann er svo til kominn framhjá - alltaf svarandi óspurðum spurningum og staðhæfingum.

Ætli þetta sé n.k. form af Tourettes? Ósjálfrátt og tilefnislaust samræðuhjal fyrir fólk sem fær það ekki af sér að blóta?

2 ummæli:

frizbee sagði...

Er hann ekki bara svona einmanna, en of feiminn til ad starta alvoru samraedum?

Ásta sagði...

Ekki þessi graur.

Annars er ég komin með þá kenningu að hann sé þeirri ógæfu haldinn að vera hálfur inni í annarri vídd og þar sé hann sífellt að ræða við útgáfur af okkur sem enginn sér nema hann. Útskýrir önnur umræðuefni hans.