mánudagur, júní 25, 2007

Ein af vinsælli gönguleiðum Reykjavíkurborgar er í gegnum garð einn austan við Hlemm. Hvort sem þú ert í göngutúr með hundinn, barn að leik, á leið heim af djamminu eða klifjuð farangri er fátt skemmtilegra en að stytta sér leið í gegnum hinn fagra og vel hirta garð hinna tveggja virðulegra piparjúnka, sem búa svo vel að hafa gat í grindverkinu í bakgarðinum, inn á leikvöllinn sem liggur á milli Háteigsvegar og Meðalholts. Stórtækar framkvæmdir og uppgröftur á leikvellinum hefur ekkert dregið úr vinsældum þessarar hjáleiðar og ef þú ert heppinn geturðu séð glitta í tortryggnar augngotur eins og einnar júnku í gegnum eldhúsgluggatjöldin.En ekki láta þér bregða þótt á morgun verði komið læst hlið.

3 ummæli:

Eva sagði...

Þessi mynd gæti verið af mér 2ja ára. Nema mín kápa var blá.

Mæli með því að þú setjir Angurgapa á hliðið.

Hörður S. Dan. sagði...

hvað með að þú farir bara að selja límonaði eða smákökur á gönguleiðinni?

kv,
Hörður S. Dan.

Ásta sagði...

Ég var svona meira að spá í rukka toll eða vegagjald. Skil núna afskaplega vel hvernig Hvalfjarðagöngunum líður.