föstudagur, júní 01, 2007

Í kvöld er allra síðast séns til að upplifa restina af leikrári Hugleiks. Tónlistardagskráin glæsilega verður endurtekin - og eins vel heppnuð og hún þótti á þriðjudaginn verður hún ennþá betri í kvöld. Byrjar kl. hálf ellefu sem er auðvitað hinn besti tími fyrir föstudagsdjamm.

Aðalfundur Hugleiks var í gær og var mikið skrafað - en þó ekki þrætt og lauk honum á mjög skynsamlegum tíma. Gummi og Siggalára létu sig hverfa úr stjórn en ég, Jenný og Tóró komum inn í staðinn. Eftir fundinn vildi reykþyrsta liðið upplifa hina fullkomnu kaffihúsastemninu í síðasta skipti og því var reynt að finna hentugan vettvang. Andarunginn hafði þjófstartað sínu reykleysi en The Highlander tók við hópnum opnum örmum. Ég fékk mér Pepsi Max til samlætis því ég hef hugsað mér að gera heiðarlega tilraun til að hætta neyslu gosdrykkja og gat svona næstum því sett mig í þeirra spor.

Og nú ætlum við Auður að hittast á Vegamótum í hádeginu og halda uppá það að hún getur farið með 6 vikna guttann sinn inn á hvaða stað sem er hér eftir.

Það er fínt að hafa balans á hlutunum.

2 ummæli:

jennzla sagði...

til hamingju með meðstjórnandatitilinn ;o) sjáumst í kveld!

Unknown sagði...

Takk fyrir síðast - söngdagskráin var æði og mér finnst að Hugleikur eigi að stefna á massíva geisladiskaútgáfu... ;o)
Sjáumst í dalnum!