fimmtudagur, júlí 19, 2007

Síðustu tveir dagar fyrir frí eru helvíti á jörð. Tíminn sniglast áfram og heilinn reynir í sífellu að halda því fram að sé föstudagur þótt hálfsofandi vitundi viti betur.

Bráðum – og alls ekki nógu fljótt – get ég leikið mér að vild og gert allan fjandann í heila viku. Síðan fer ég út til Danmerkur og endurtek leikinn þar.

Ég þarf bara að finna upp á einhverju skemmtilega rigningavænu.

Og af því tilefni að ég þarf ekki lengur að telja saman klink til að eiga fyrir nauðsynjum:



Flight of the Conchords

Ég þarf að kíkja á þessa.

Einnig: ég er húkkt á þessum leik.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Þessi leikur er svo hættulegur að ég er fullviss um að í Reykjavík einni eru margir BA fundir í viku.