sunnudagur, júlí 01, 2007
Við bjóðum aftur til leiks, eftir langa fjarveru, sólarofnæmið mitt. Hér áður fyrr lagðist það eingöngu á lappir, hendur og, fyrst og fremst, handbök en virðist í ævintýrahug og hefur nú hreiðrað um sig eingöngu á bringunni. Rauðar bólur sem mig klæjar í - geðslegt er það. Þannig hefnist manni víst fyrir fylleríin því ég rölti heiman frá mér í dag og út á Eyjarslóð í blíðviðrinu og sumarkjól til að ná í bílinn eftir fjör gærdagsins og uppskar hæfilega hegningu fyrir.
Og hvílíkt fjör var það. Ljótu hálfvitarnir héldu í Borgarleikhúsinu stærstu útgáfutónleika sem ég hef séð 6 mánaða gamla hljómsveit halda og með glæsibrag. Skemmtu þar á fjórða hundrað manns í tvo og hálfan tíma og buðu síðan í partý að því loknu. Ég sagði þetta gott um þrjúleytið og fór heim enda búin að ákveða að klára garðshliðið mitt í dag (og reisti víst fleiri en eina augabrún við þá tilkynningu - eins og smíði á hliðum sé eitthvað sérstaklega undarleg iðn). Hliðið er nú tilbúið og á ég bara eftir að redda mér borvél til að festa það á sinn stað.
Framkvæmdagleðin - hún kemur endrum og eins. Jafnvel aðeins oftar en fjandans sólarofnæmið - ég leyfi mér að vona.
Og hvílíkt fjör var það. Ljótu hálfvitarnir héldu í Borgarleikhúsinu stærstu útgáfutónleika sem ég hef séð 6 mánaða gamla hljómsveit halda og með glæsibrag. Skemmtu þar á fjórða hundrað manns í tvo og hálfan tíma og buðu síðan í partý að því loknu. Ég sagði þetta gott um þrjúleytið og fór heim enda búin að ákveða að klára garðshliðið mitt í dag (og reisti víst fleiri en eina augabrún við þá tilkynningu - eins og smíði á hliðum sé eitthvað sérstaklega undarleg iðn). Hliðið er nú tilbúið og á ég bara eftir að redda mér borvél til að festa það á sinn stað.
Framkvæmdagleðin - hún kemur endrum og eins. Jafnvel aðeins oftar en fjandans sólarofnæmið - ég leyfi mér að vona.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli